Orð og tunga - 01.06.2002, Side 91
Stefán Karlsson: Fagrlegr - farlegr - fallegr
81
fyrir Hauk lögmann Erlendsson enda þótt skrifari hafi verið íslenskur (sbr. Elucidarius
1989:xliv-xlv).
Niðurstaða þessarargreinarer að sú hugmynd Jóns Ólafssonar að lo. ‘fallegur’ og ao.
‘fallega’ eigi uppruna sinn í ‘fagrleg’-/ ‘fagrlig’- sé sennilegust þeirra skýringa á orðinu
sem fram hafa komið, enda þótt hún hafi ekki átt upp á pallborðið hjá fræðimönnum
síðustu öldina.
/g/-brottfallið sem Jón gerði ráð fyrir í ‘fagrlig’- hefur haft í för með sér drjúgum
eðlilegri og trúlegri samdrátt en flestur sá róttæki samdráttur sem Jón gerði ráð fyrir í
orðsifjafræðum sínum á síðustu áratugum sínum (Jón Helgason 1926:311-13; Veturliði
Óskarsson 1994), og sennilegra mun vera að hann hafi komið upp hér á landi en að
myndin ‘falleg’- hafi borist um haf, þó að hún hafi vafalítið komið þar upp einnig.
Enda þótt ‘fallig’- hafi verið til í íslensku máli a.m.k. frá því snemma á 14. öld,
benda dæmin sem rakin vóru í 3. kafla til þess að skrifarar hafi litið svo á að ‘fallig’- væri
óskýrmæli fyrir ‘fagrlig’- eða ‘fagurlig’-, latmæli sem varla verðskuldaði að komast á
bókfell.
Ritaskrá
Alexander Jóhannesson. 1956. Islándisches etymologisches Wörterbuch. Bern.
Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. íslensk orðsifjabók. Reykjavík.
Barlaams saga. 1981= Barlaaams ok Josaphats saga. Utg. Magnus Rindal. Oslo.
Björn Halldórsson. 1992. Orðabók. íslensk - latnesk - dönsk. Eftir handriti í Stofnun
Árna Magnússonar í Kaupmannahöfn. Fyrst gefin út af Rasmusi Kristjáni Rask 1814.
Ný útgáfa. Útg. Jón Aðalsteinn Jónsson. (Orðfræðirit fyrri alda 11.) Reykjavík.
Christiansen, Hallfrid. 1946-48. Norske dialekter 1-3, Oslo.
EinarG. Pétursson. 1998. Eddurit Jóns Guðmundssonar lœrða.... Þœttir úrfrœðasögu
17. aldar I. Reykjavík.
Eiríkur Jónsson (Erik Jonsson). 1863. Oldnordisk Ordbog. Kjöbenhavn.
Elucidarius 1957 = The Arna-Magnœan Manuscript AM 674a, 4to. Elucidarius (Man-
uscripta Islandica 4). Útg. Jón Helgason. Copenhagen.
Elucidarius 1989 = Elucidarius in Old Norse Translation. Útg. Evelyn Scherabon
Firchow og Kaaren Grimstad. Reykjavík.
Finnur Jónsson. 1914. Orðakver einkum til leiðbeiníngar um rjettritun. Kaupmanna-
höfn.
Finnur Jónsson. 1931. Lexicon poeticum linguœ septentrionalis. Kpbenhavn.
Fóstbrœðra saga. 1925-27 (STUAGNL XLIX). Útg. Björn K. Þórólfsson. Kpbenhavn.
‘Fóstbrœðra saga’. 1943. Vestfirðingasggur. (Islenzk fornrit VI). Útg. Björn K. Þórólfs-
son og Guðni Jónsson. Reykjavík.
Fritzner, Johan. 1886-96. Ordbog over det gamle norske Sprog I—III. Kristiania.
Guðbrandur Vigfússon. 1874. (Ásamt Richard Cleasby). An Icelandic-English Dicti-
onary. Oxford.
Guðmundar sögur biskups 1.1983. (Editiones Arnamagnæanæ B 6). Útg. Stefán Karls-
son. Kaupmannahöfn.