Orð og tunga - 01.06.2002, Page 98
88
Orð og tunga
titlarhann Jón Skúlason aðstoðarlandfógeta(1736-1789)/óveía (t.d. bls. 56). í Eldritinu
titlar hann hins vegar Skúla Magnússon landfógeta (bls. 389) en skömmu áður í sama
riti titlar hann Jón son hans fóveta (bls. 382).8
Orðabók Háskólans hefur eitt dæmi um landfóviti úr þýðingu á danskri bók frá
miðri 18. öld (1744) en annars sýnist mér orðmyndin landfógeti vera einhöfð í ritum
frá 18. öld.y
Mér þykir afar sennilegt að opinbert starfsheiti hins nýja umboðsmanns konungs,
landfógetans, hafi ráðið miklu um að orðmyndin fógeti festist í sessi. Þau dæmi sem
dregin hafa verið fram til þessa styrkja tilgátuna; fóveti, fóviti o.s.frv. eru allsráðandi
a.m.k. fram á miðja 17. öld en fógeti verður ekki algengt fyrr en eftir það.
4 Hliðstæður í dönskum bréfum
Trúlega er rétt að gera ráð fyrir einhverjum áhrifum úr dönsku ritmáli þegar fógeti tekur
við af eldri orðmyndum á seinni hluta 17. aldar, enda hefur dönsk mynd þess æðioft
orðið á vegi íslenskra embættismanna þegar þar var komið.
Þó skal ekki gert of mikið úr slíkum ritmálsáhrifum, a.m.k. höfðu þau ekki haft neitt
að segja næstu 150 ár á undan. Næg dæmi eru um danska hliðstæðu íslenska orðsins
eða orðmyndanna í dönskum bréfum frá lokum 15. aldar og frá 16. öld og síðar, sem
gefin eru út til íslenskra manna, og þar er nær ætíð10 um að ræða orðmyndir eins og
‘fogethe’ D1 6:103,1477 (afrit gert fyrir Áma Magnússon), ‘fogder’ flt. DI 6:636,1488
(afrit Árna Magnússonar), ‘fogede’ DI 7:379, 1498 (afrit Jóns Magnússonar), ‘foget’
DI 7:380, 1498 (frumrit).11 Sé sama bréf hins vegar til í íslenskri þýðingu frá sama
tíma eða skömmu síðar sést að skipt er á dönsku orðmyndinni og hinni íslensku: da.
‘fogede’ — ísl. ‘fouitum’ DI 8:172, 174 (danska bréfið er frumrit, hið íslenska etv. ekki
þýtt fyrr en 1608); da. ‘fogetth’ ~ ísl. ‘fouitum’ DI 12:327, 1551 (íslensk þýðing frá
fyrir 1578); da. ‘fogett’ (tvisvar)-ísl. ‘fouita’, ‘fouiti’ DI 12:356/357 og 360/361,1552.
Hið sama á við þegar um ræðir bréf samin ytra á íslensku; þannig er t.d. í leyfisbréfi
Stefáns biskups 1498/1499, sem getið var um fyrr í þessari ritgerð, en það hefur annars
mörg dönsk einkenni bæði í orðfæri og stafsetningu: „vora ffoweta“ DI 7:408; einnig í
lénsbréfi konungs handa Vigfúsi Erlendssyni 1505: „uorum fouita“ DI7:750 (varðveitt í
íslenskri bréfabókfrá 1520-1538).-Sé þýðinginhins vegar mun yngri mábúast viðað
þýðandinn notist við orðmy ndinafógeti; það á t.d. við í þýðingu séra Vigfúsar Jónssonar
(d. 1776) á dönsku skjali frá 1553 þar sem „wore fogedre“ verður að „vomm Fogetum"
DI 12:679/680, 1553, sem eðlilegt er þar eð sú mynd var þá orðin svo til einráð.
8Rétt er að hafa í huga að ritið er gefið út með samræmdri stafsetningu, en að sögn útgefanda (bls. 19) eru
orðmyndir látnar haldast óbreyttar.
9Þetta byggi ég á flettingu ýmissa 18. og 19. aldar rita. - Það er því sem næst óþarfi að rekja dæmi um
tandfógeti í 18. aldar ritum og yngri en nefna má að í Aldarfarsbók Páls lögmanns Vídalíns 1700-1709 er
Heidemann titlaður landfógeti (Aldarfarsbók .... bls. 72) og séra Gunnar Pálsson ávarpar Skúla Magnússon
sem landfógeta í bréfi 1776 (Gunnar Sveinsson 1984:274 ff.).
10Sjá dæmi um annað í fyrsta kafla þessarar ritgerðar.
11 Fleiri dæmi, tekin af handahófi: DI 12:228: ‘fogett’ og 'fogitter', 336: ‘fogeder’, 476: ‘fogedere’, 527:
‘fogether’, öll frá 1551-1553.