Orð og tunga - 01.06.2013, Blaðsíða 62
52
Orð og tunga
Orðflokkur Fjöldl orða Hlutfall orðaforðans
Nafnorð 33.136 68%
Lýsingarorð 8362 17%
Sagnir 4234 9%
Atviksorð 1815 4%
Töluorð 71 < 1%
Fomöfn 126 < 1%
Forsetningar 235 < 1%
Samtengingar 93 < 1%
Upphrópanir 62 < 1%
Forliðir 136 < 1%
Greinir 1 < 1%
Alls 48.432 100%
Tafla 1. Skipting orða í ISLEX eftir orðflokkum.
5.2.1 Orðaforðinn: val og viðbætur
Eins og greint var frá í kafla 2 var settur saman sérstakur orðabókar-
stofn hjá Orðabók Háskólans á síðasta áratug 20. aldar (nefndur
norræni orðabókarstofninn) og varð hann grundvöllur orðaforðans í
islex. í upphaflega orðabókarstofninum er kjarni orðaforðans: algeng-
ustu nafnorð, lýsingarorð og sagnir og öll kerfisorð. Þar er áhersla
lögð á nútímaíslensku en líka er dálítill orðaforði úr fornmáli, eldra
máli og skáldamáli. Einnig er nokkuð um fagorð af ýmsum sviðum
s.s. líffræði, lögfræði og viðskiptum.
A þeim árum sem orðabókin hefur verið í smíðum hefur ýmsu
verið bætt við upprunalega flettiorðalistann og annað hefur verið
fellt brott. Frá því að verkið hófst standa eftir um 41.600 orð úr
upphaflega norræna orðabókarstofninum (um 86% orðaforða islex)
en um 7.000 orðum hefur verið bætt við (sem svarar til um 14% af
orðaforðanum).
Nýrri orðin endurspegla alloft aðstæður og umræðu líðandi stund-
ar en ekki er það þó algilt. Dæmi um orð sem bæst hafa við eru nafn-
orðin auglýsingaherferð, áfallahjálp, átröskun, bílsprengja, bökunarplata,
dagmóðir, eftirlitsmyndavél, flísteppi og hnattvæðing; lýsingarorðin alsak-
laus, áralangur, bensínknúinn, eldspúandi, enskuskotinn, gleraugnalaus,
grænblár, heimaprjónaður og hjartaveill; og sagnirnar aftengja, djúpsteikja,
endurlifa, fúaverja og strádrepa. Flettulistinn í islex er þannig talsvert
sveigjanlegur og opinn fyrir viðbótum.