Orð og tunga - 01.06.2013, Blaðsíða 182
172
Orð og tunga
smíðum ásamt Mörtu Bartosková í Prag; Gunnlaugur Ingólfsson ritar grein
um fyrstu prentuðu íslensku orðabækurnar; Jón Hilmar Jónsson fjallar um
atviksorð og atviksliði og meðhöndlun þeirra í orðabókum; Guðrún Kvaran
skrifar um nokkur óprentuð íslensk orðabókahandrit frá 18. og 19. öld sem
heimildir fyrir sögulegar orðabækur; loks fjalla Halldóra Jónsdóttir og Þór-
dís Ulfarsdóttir um hina nýju IsLEX-veforðabók sem hefur íslensku sem við-
fangsmál og nokkur norræn markmál. IsLEX-orðabókin kemur einnig við
sögu í grein Ylvu Hellerud sem fjallar um tvímálaorðabækur frá sjónarhóli
þýðanda og í grein þeirra Margunn Rauset, Onnu Helgu Hannesdóttur og
Aldísar Sigurðardóttur („Ein-, to- eller fleirsprákleg ordbok?"), en allir þessir
höfundar hafa komið að ritstjórnarvinnu í verkinu.
Fjeld, Ruth Vatvedt, og Julie Matilde Torjusen (ritstj.). Proceedings
of the 15th Euralex International Congress. Oslo: Department of
Linguistics and Scandinavian Studies, UiO. (xii + 244 bls.) ISBN 978-
82-303-2095-2. (Einnig á vefnum: http://www.euralex.org/proceed-
ings-toc/euralex_2012/).
Fimmtánda ráðstefna Euralex, evrópskra samtaka orðabókafræðinga, var
haldin í Osló sumarið 2012 og samhliða var gefið út ráðstehrurit. Það er
tvískipt. Annars vegar er prentað rit þar sem birtar eru greinar boðsfyrir-
lesaranna ásamt útdráttum úr öðrum fyrirlestrum, kynningum á hugbúnaði
og veggspjöldum. Hins vegar er rafræn útgáfa sem bæði fylgir ritinu á minn-
islykli og er birt á vefsíðu EuRALEX-samtakanna en þar má nálgast greinar úr
öllum fyrirlestrum sem haldnir voru á þinginu.
Meginþema ráðstefnunnar var Orðabókafræði og þjóðarímynd („Lexicog-
raphy and National Identity") en auk þess var sjónum sérstaklega beint
að eftirtöldum sex sviðum: (1) Frumbyggjamál og orðabókafræði; (2) Mál-
heildir og orðabókafræði; (3) Orðabókafræði í máltækni; (4) Margmála orða-
bókafræði; (5) Orðabókafræði og kenningar í merkingarfræði; (6) Iðorðafræði,
sérfræðimál og orðabókafræði; (7) Skýrslur um orðabókarverk og orðfræðileg
verkefni. Oll þessi efni endurspeglast í útdráttum og greinum sem birt eru
í ráðstefnuritinu. Fimm boðsfyrirlestrar voru fluttir á þinginu og efni þeirra
tengist ofantöldum þemum. Eins og áður segir birtast greinar unnar upp úr
þeim í prentaðri útgáfu ráðstefnuritsins. Framlag Ole Henrik Magga nefnist
„Lexicography and indigenous languages" og fjallar um samísku og samískar
orðabækur. Arnfinn Muruvik Vonen ræðir norsk ritmálsafbrigði í greininni
„Diversity and democracy: written varieties of Norwegian". Grein Bolette
Sandford Pedersen hefur titilinn „Lexicography in Language Technology
(LT)" og snýst um tengsl orðabókafræði og máltækni. Michael Rundell
fjallar um orðabókagerð og kenningar í orðabókafræði undir yfirskriftinni
,/It works in practice but will it work in theory?' The uneasy relationship
between lexicography and matters theoretical"). Loks gerir Gilles-Maurice
de Schryver grein fyrir straumum og stefnum í orðabókafræði í grein sem