Orð og tunga - 01.06.2013, Blaðsíða 78
68
Orð og tunga
orð er tengt jafnheitum sínum á dönsku, norsku, sænsku og færeysku
í gegnum færslur í gagnagrunninum. Allur þessi efniviður með vand-
lega skilgreindum upplýsingum gerir það að verkum að islex er gott
hráefni í ýmiss konar máltæknileg verkefni þar sem fengist er við
norðurlandamálin. Geta má þess að gert hefur verið samkomulag við
forráðamenn META-NORD-verkefnisins um að hagnýta megi ákveðin
gögn úr islex. meta-nord er verkefni sem Norðurlöndin og Eystra-
saltslöndin standa að, og er markmið þess að efla gagnsöfn um við-
komandi tungumál sem nýst geti í margvísleg máltækniverkefni (sjá
nánar á www.meta-nord.eu).
í vinnunni við verkefnið hefur safnast upp mikill fjöldi jafnheita
á markmálunum. Svo dæmi sé tekið eru um 68.000 sænsk jafnheiti
í islex (41.000 jafnheiti ef hvert er talið einu sinni). Svipað má segja
um hin markmálin. Vegna þessa auðuga orðaforða gæti efnið í islex
hentað sem grunnur í orðabækur sem snúa öfugt, þ.e. í sænsk-íslenska
orðabók o.s.frv.
Af ofangreindu er ljóst að islex felur í sér margvíslega möguleika
til stækkunar, þróunar, útgáfu og rannsóknarverkefna. Tíminn leiðir
svo í ljós hvað á eftir að spretta af þessu orðabókarverki.
8 Lokaorð
Hér hefur verið fjallað vítt og breitt um veforðabókina islex en eink-
um þá þætti sem snúa að íslenska viðfangsmálinu. Fyrst var sagt frá
bakgrunni verkefnisins og upphafi þess, og því næst var farið almenn-
um orðum um hina rafrænu orðabók. 4. kafli fjallaði um verklagið
við ritstjórn orðabókarinnar, fyrst um íslenska hlutann og síðan um
starfið við markmálin í nágrannalöndunum. I 5. kafla sagði frá efni
og uppbyggingu orðabókarinnar og var þar m.a. fjallað um notkun
textasafna í starfinu, orðaforðann í islex, uppbyggingu flettugreina,
orðasambönd og notkunardæmi. Greint var frá merkingarflokkum
sem hafa verið nýttir við að gera flestum flettugreinunum skil, bæði
við vinnslu íslenska hlutans og markmálanna. Rætt var um markmál-
in og helstu áskoranir þar, en hafa ber í huga eins og fyrr er getið að
þessi grein er rituð út frá sjónarhóli ritstjóra íslenska hluta islex. I 6.
kafla var lýst notendaviðmóti orðabókarinnar á vefnum og í 7. kafla
var fjallað um ýmsa möguleika sem búið geta í svona verki og hugað
að framhaldi þess.