Orð og tunga - 01.06.2013, Blaðsíða 125
Guðrún Kvaran: Orðabókarstörf Konráðs Gíslasonar
115
i det enkelte."), fornmálsorðabók Johans Fritzners frá 1867 („har sine
ubestridelige Fortjenester, men gjör sig paa den anden Side skyldig i
mange Misforstaaelser.") og orðabók Cleasbys sem farið var að gefa
út í heftum. Hann gagnrýndi þær allar, sagði þær þegar úreltar og
ekki fræðilega unnar og taldi, þrátt fyrir nýlegar fornmálsorðabækur,
fulla þörf á þeirri sem hann hafi unnið að um árabil. Athugasemdin
um orðabók Cleasbys er birt í kafla 2.
Konráð telur allar orðabækurnar fimm aðeins „Glossarier - kun
Brudstykker af et fuldstændigt Lexikon." Hann segist engan veginn
hafa gefið verkið upp á bátinn og muni helga því allan sinn tíma þegar
hann hafi komið frá sér útgáfu á Njálu.7 Síðan bætir hann við:
Vejen til et Maal, man onsker at naa, synes gjærne kortere, end den
er i Virkeligheden; og da jeg fattede det Forsæt at udarbejde en Ord-
bog over en saa rig Litteratur, som den oldnordiske, havde jeg -
skjönt ovet i lexikalsk Excerpering omtrent fra mit 18. Aar af - dog
ikke rigtig udmaalt Forholdet imellem min Opgave og den Tid det
vilde være muligt for en enkelt at anvende derpaa i nogle Aar.
Hann óskar eftir því að fá að ráða Eirík Jónsson sem aðstoðarmann þar
sem honum sé ljóst að þetta sé ekki eins manns verk. Nú reiknar hann
með að 10-12 ár þurfi til að ljúka verkinu sem sé alltbyggt á úrvinnslu
úr handritum sem séu mjög mörg og sum erfið viðureignar.
Fornmálsorðabók Konráðs kom aldrei út og handritið virðist með
öllu glatað. Sama er að segja um svar ráðuneytisins um viðbótarstyrk.
Engin bréf frá Konráði til ráðuneytisins eru varðveitt yngri en bréfið
frá 1872. Hugsanlegt er að ýmsir orðalistar og listar yfir örnefni, viður-
nefni og mannanöfn, sem varðveittir eru í Stofnun Arna Magnússonar
í Kaupmannahöfn, hafi orðið til eftir að hann ákvað að hafa með slík
nöfn án þess að unnt sé að fullyrða það en búast hefði mátt við að meira
efni lægi fyrir miðað við að Konráð hafði unnið við verkið frá 1857 til
1865 þegar hann sækir um útgáfustyrk og virðist enn vera að 1872.
5 Niðurlag
Af því sem fram er komið má ljóst vera að Konráð hafði áhuga á að
íslendingar eignuðust orðabækur. Annars hefði hann tæplega eytt
jafn miklum tíma í verk af því tagi. Hann virðist hafa haft ýmislegt á
prjónunum sem ekkert varð úr eins og íslensk-danska nútímamáls-
7 Bókin kom út 1875.