Orð og tunga - 01.06.2013, Blaðsíða 63
53
Þórdís Úlfarsdóttir: islex - norræn margmála orðabók
Um viðbótarorð hafa einkum gilt þessi sjónarmið:
• Orðið er algengt í málinu og hafði ekki ratað inn í upphaflega
orðabókarstofninn.
• Orðið er í umræðu líðandi stundar og líklegt virðist að það eigi
sér framtíð í tungumálinu (efnahagskreppa, samkeppnisstaða).
Þetta getur þó stundum verið erfitt að meta.
• Orðið heyrist eða kemur fyrir víða í umhverfinu þótt það sjáist
ekki endilega mikið á prenti (pressukanna, mátunarklefi, slökun-
artónlist).
• Ýmis svið orðaforðans hafa verið aukin með orðtöku úr tiltæk-
um heimildum, t.d. tegundir fugla og plantna, landaheiti og
fatnaður. Einnig hafa nokkur fagorðasvið verið aukin, t.d. orð
sem tilheyra jarðfræði (kvikuþró og megineldstöð hafa t.d. bæst
við þann flokk).
Annars er ekki að öllu leyti auðvelt að skilgreina reglur um val orða í
orðabók. Það hefur komið til tals að útbúa tíðniraðaða orðalista úr rafræn-
um textum og ákveða að "toppurinn" skuli verða uppflettiorð og hefur
það raunar verið prófað lauslega í tengslum við iSLEX-verkefnið. Það er
þó ekki einfalt verk þegar á hólminn er komið og margar hindranir í veg-
inum. Þættir sem valda örðugleikum eru t.d. röng lemmun (eða vöntun
á lemmun), mjög mikið af óviðkomandi orðum s.s. nöfnum, örnefnum,
erlendum orðum, tölustöfum og táknum, og eðlislægar takmarkanir
textasafna hvað snertir orðaforða málsins. Þegar upp er staðið er það því
að miklu leyti máltilfinning ritstjóranna sem ræður vali orðanna, og er
stuðnings gjarnan leitað í tiltækum heimildum.
5.2.2 Fleiryrtar flettur
Sum uppflettiorðin í isLEx-orðabókinni eru fleiryrtar flettur, þ.e. tvö
orð eða fleiri. Þar eru atviksliðaflettur áberandi (aðfullu og öllu, allajafna,
af og til, sitt á hvað, smátt og smátt, sums staðar) en einnig forsetningar
(iá milli,fram eftir, í kringum, niður í, upp úr, út undan), samtengingar (af
því að, né heldur, til þess að) og fornöfn (annar hver, sinn hvor). Að auki er
að finna meðal fleiryrtra flettna nokkra nafnliði (grafísk hönnun, háls-,
nef- og eyrnalæknir, heitur pottur) og lýsingarorðsliði (annars hugar, frá
sér numinn, önnum kafinn).
Fleiryrtar flettur hafa fengið orðflokksmerkingu í samræmi við
setningarstöðu þeirra og hlutverk. Atviksliðafletturnar eru sambönd
tveggja eða fleiri orða sem mynda merkingarlega heild og hafa sömu