Orð og tunga - 01.06.2013, Blaðsíða 106
96
Orð og tunga
og er áhugavert að kynnast hugmyndum hans um vinnu við slíka
orðabók þótt handritið virðist hafa glatast.
2 Islensk-ensk orðabók
Fyrsta orðabókarverkið sem Konráð tók þátt í að semja var íslensk-
ensk orðabók. Hann hóf verkið snemma árs 1840 og var ráðinn til
þess af breska auðmanninum Richard Cleasby. Með honum vann
Brynjólfur Pétursson fyrst í stað en síðar komu fleiri að verkinu. Til er
bréf frá Konráði til Danakonungs frá 13. desember 18471 þar sem fram
kemur að hann hafi unnið samfellt við orðabókina frá maí 1840 til
september 1847. I bréfi sem Hallgrímur Scheving skrifaði Konráði 4.
ágúst 1845 er þó ljóst að Konráð hætti um tíma að vinna fyrir Cleasby
á þessum árum, Hallgrími til sárrar mæðu. I bréfinu stendur m.a.
(Finnbogi Guðmundsson 1970:184):
Mikið sé eg eftir því, að þér yfirgáfuð Cleasby, meðan hann þurfti
yðar við, því fyrir það sama er hætt við, að talsvert fleiri misfellur
verði á verki hans en annars hefði orðið. En að maðurinn hafi þurft
yðar við, þó hann ef til vill af enskri stórmennsku ekki hafi viljað
láta á því bera, hefir hann sýnt með því að vera sér úti um nýja til-
hjálparmenn.
í öðru bréfi frá Hallgrími frá 3. mars 1847 sést að Konráð er aftur
kominn til starfa við orðabókina og spyrst Hallgrímur frétta af gangi
verksins (Finnbogi Guðmundsson 1970:186).
Cleasby lést 1847.1 formála að Oldnordisk ordbog eftir Eirík Jónsson
(1863:XVIII) kemur fram að söfnun til orðabókarinnar hafi þá að mestu
verið lokið og þýðingar yfir á ensku þegar hafnar. Þeim hafi verið
haldið áfram og komu að þeim, auk Konráðs, nokkrir Islendingar þar
á meðal Eiríkur sjálfur.
I mars 1854 taldi Konráð verkið langt komið og sendi prentað sýn-
ishorn til þýska málfræðingsins og orðabókarmannsins Jakobs Grimm
til þess að fá álit hans. Grimm hafði sjálfur unnið um nokkurt skeið
að þýskri orðabók, Deutsches Wörterbuch, og kom fyrsta bindi hennar
einmitt út þetta sama ár. I bréfi frá 5. maí sama ár fór Grimm lof-
samlegum orðum um sýnishornið sem Konráð sendi, lýsti yfir ánægju
sinni með að Konráði skyldi hafa verið falið að fylgja verkinu eftir og
1 Afrit af bréfinu er varðveitt á Stofnun Ama Magnússonar í Kaupmannahöfn
(Árnasafn, KG 31 a).