Orð og tunga - 01.06.2013, Blaðsíða 112
102
Orð og tunga
Christian Molbech Konráð Gíslason Videnskabernes Selskab
Degn, en. pl. -e. [afLat. Diaconus.] en Kirkebeti- ent, som forestaaer San- gen og opvarter Præsten under Gudstienesten. Degne i Kiobstæderne have nu i Almindelighed Navn af Klokkere. Degn, ft. -e, kk., (sb. djákn, já f. ja = e], djákni, meðhjálpari: Degne i Kjob- stæder have nu i Almindelig- hed Navn af Klokkere. Degn (en) n. s. Degne [af Lat. Diaconus.] En Mand, som forestaaer Sangen, og opvarter Præsten, i Kirker, hvor der er ingen Klokker. [íi/Lat. Decanus.] Fordum en Medbroder af et Domkapitel, sotn kaldtes Domdegn.
Degne, v. n. 1. poet. arte sig som en Degn. „det tidligt degne skal, der gode Degn skal blive." Baggesen. Ekki fletta. Ekki fletta.
Tafla 1: Samanburður á orðabók Molbechs, Konráðs og orðabók Videnskabernes Selskab.
Ef litið er á einstakar flettur hjá Molbech í töflu 1 má sjá að Konráð
fylgir honum nokkuð nákvæmlega. I þýðingunni á Deeltagelse valdi
Konráð þó að breyta notkunardæminu, þ.e. „Mange enskede hans D.
i dette Forehavende að hann hyrfi að þessu ráði (með þeim)" í stað
„Mange onskede hans Deeltagelse i Selskabet" hjá Molbech. Konráð þýðir
notkunardæmin á íslensku notendum til glöggvunar. I næstu flettu,
Deeltager, þýðir Konráð ekki skýringu Molbechs en notar orð sem
hann þekkir ur fornu máli en örugglega einnig úr samtímamáli. Dæmi
eru um bæði orðin hluttakari og hluttakandi í Ritmálssafni Orðabókar
Háskólans allt fram á 20. öld.
Milli orðanna deelviis og Deels eru 15 orð stjörnumerkt hjá Konráði.
Þar er því um tökuorð að ræða og ekki að vænta að þau séu í bók
Molbechs (sjá umfjöllun um aðkomuorð í 3.2). Skýringu Molbechs
við Deels „som altid bruges i en disjunktiv Sætning" sleppir Konráð
en setur þess í stað skammstöfunina st. fyrir „samtenging". Konráð
þýðir ekki notkunardæmin eins og hann gerði undir Deeltagelse heldur
gefur hann aðeins þýðingu á samtengingunni. Hann breytti röð notk-
unardæmanna þannig að skýringin 'að nokkru leyti, sumpart' á betur
við fyrra dæmið en 'hvorttveggja (eðabæði) ...enda (heldur fornlegt),
hvorki ... enda' við hið síðara.
Konráð gerir nokkrar breytingar á flettunni Deger. Hann þýðir ekki
beint þótt fyrri hluti skýringarinnar sé merkingarlega hinn sami og hjá
Molbech og í orðabók Vísindafélagsins og bætir síðan við b) lið 'fjórir
dekrar af gerzkri skinnavöru'. Þar vísar hann í Fornmannasögur og í
orðið timbr en það er notað um 40 skinn (Fritzner 111:703).