Orð og tunga - 01.06.2013, Blaðsíða 114
104
Orð og tunga
Christian Molbech Konráð Gíslason
Dei, en. ud.pl. [Isl. Deig; skrives ogsaa endnu Dcig.] en sammenæltet Blanding afMeel og Vand, ell. afMeel, Smor, Melk, m.m. hvorafbages Brod ell. Kage. (s. Kagedei, Snwrdei, Suurdei.) At lægge Dei x blande Meel med Vand og Suurdei eller Giær, og hensætte det for at giæres. At ælte Dei. = Deirand, en 1. Rand afDei om Kiodmad, som bages. 2. en deiet eller ikke giennembagt Rand i Bivdet. Dei (líka Deig), án ft., sk., [deig], deig: Lægge D. búa til deig. Ælte D. hnoða deig. Sb. BoUedei, Kagedei, Suurdei.
Deirulle, en. En glatlwvlet Valse afTræ, som lober om paa en Stok, med to Haand- greb, og hvormed man iævner Deien til visse Slags Bakkelse (Snwrdei). Dálkur 2 á bls. 80: DeiruUe eins konar brauðkefli.
Deiskrabe, en. Et Redskab til at skrabe Dálkur 2 á bls. 80:
Deien af Truget. Deiskraber deigskafa.
Deitrug, et. Trug, hvori man ælter Dei (Olufsen). Dálkur 2 á bls. 80: Deitrilg deigtrog (sem deig er hnoðað í).
deiet, adj. 1. biod, som Dei, klæget; ikke giennembagt. Brodet er deiet. (Moth) 2. besmuurt med Dei. deiet, ft. deiede, e., sem er eins og deig, hrár (um brauð), illa bakaður: Brodet er d. Sb. klæg. - b) deigugur: Deiede Hænder.
Tafla 2: Frekari samanburður á Molbech og Konráði
Molbech valdi þann kost að setja samsetningar undir grunnorðið eins
og oft er gert til að spara rými. Konráð valdi aftur á móti að gera
hverja samsetningu að sjálfstæðri flettu. A eftir orðinu Degn (sjá töflu
1) fylgja allmargar samsetningar með Degne- að fyrri lið. Hér var
farin sú leið að brjóta upp flettugrein Molbechs til þess að einfalda
samanburðinn. Konráð þýðir ekki alltaf nákvæmlega eftir Molbech
en lagar skýringarnar þannig að þær samræmist betur íslenskum
veruleika. T.d. tekur hann fram við Degnetrave að það eigi við sums
staðar í Danmörku.
Konráð styttir talsvert texta Molbechs við orðið Dei. Hann hefur
líklega talið að allir vissu hvað þyrfi til að búa til deig. Oll þrjú orðin
sem vísað er til, Bolledei, Kagedei, Suurdei hjá Molbech og Konráði, eru
skýrð sérstaklega á réttum stað í stafrófsröðinni. Samsetningarnar
deirulle, deiskrabe og deitrug eru sett eftir reglu Molbechs undir orðið
dei. Samsvarandi orð hjá Konráði lenda samkvæmt stafrófsröðinni
í öðrum dálki á síðu 80 en eru þó tekin með hér til samanburðar
við Molbech. Flettunni deiet breytir Konráð lítillega og bætir við
notkunardæmi í b) lið um „deigugar hendur" sem einnig er að finna í
orðabók Vísindafélagsins og er hugsanlega fengið þaðan.