Orð og tunga - 01.06.2013, Blaðsíða 180
170
Orð og tunga
Islensk-ensk, ensk-íslensk vasaorðabók. Ritstjórar: Laufey Leifsdóttir
og Una Guðlaug Sveinsdóttir. Reykjavík: Forlagið. 2012. (1037 bls.)
ISBN 978-9979-53-567-6.
Þessi orðabók er byggð á tveimur nýlegum orðabókum milli íslensku og
ensku, Islensk-enskri orðabók (2009; ritstj. Christopher Sanders o.fl.) og Ensk-
íslensku orðabókinni (2006; ritstj. Jón Skaptason o.fl.), og má segja að hún sé
smækkuð útgáfa af þeim í tvennum skilningi. Eins og nafnið bendir til er hún
í litlu broti (þótt hún fari kannski ekki rétt vel í vasa vegna þykktarinnar) og
efniviðurinn er minni en í hinum bókunum, um 40.000 uppflettiorð samkvæmt
upplýsingum á baksíðu en samanlagt mun flettufjöldinn í hinum bókunum
tveimur vera nálægt 64.000. Ensk-íslenski hlutinn er talsvert lengri og efnis-
meiri en sá íslensk-enski, m.a. vegna þess að þar eru ítarlegri upplýsingar um
málfræðileg atriði „enda gert ráð fyrir að það henti skólafólki best" eins og
segir í formála. Sá liópur virðist helsti markhópur bókarinnar (þótt á baksíðu
komi fram að hún sé einnig hentug fyrir almenning) og ljóst er að þar er
um íslenska skólanemendur að ræða því allt stoðefni er eingöngu á íslensku
(formáli og notkunarleiðbeiningar ásamt skammstöfunum og skýringum
í orðsgreinum í báðum hlutum orðabókarinnar). Lauslegur samanburður
bendir til þess að styttingar í báðum hlutum felist annars vegar í því að
sleppa flettugreinum (gjarnan samsettum og afleiddum orðum sem telja má
tiltölulega gagnsæ og/eða óalgeng, t.d. atkvæðaskipting, kauphallarviðskipti;
local colour, localization) og hins vegar í því að stytta greinar, t.d. með því að
fella niður dæmi. Auk þess eru engar framburðarupplýsingar í bókinni öfugt
við Ensk-íslensku orðabókina þar sem öll uppflettiorð eru hljóðrituð. Stoðefni
er líka stillt í hóf - formálinn er stuttur, notkunarleiðbeiningar hnitmiðaðar
og skrá um tákn og skammstafanir eru á einni síðu á eftir þeim; sú skrá er
þó jafnframt birt imran á kápu (baksíðu) þannig að auðvelt er að finna þær.
Aftan við íslensk-enska hlutann er listi yfir sterkar og óreglulegar enskar
sagnir og beygingu þeirra.
SignWiki Island. Táknmálsorðabók og þekkingarbrunnur. Reykjavík:
Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra (SHH): http://
is.signwiki.org/index.php/Forsíða. (3.964 tákn; 25. febrúar 2013)
A vegum Samskiptamiðstöðvar heyrnalausra og heyrnarskertra (SHH) hefur
verið rekin vefsíða frá 2011 þar sem aðgangur er að íslenskri táknmálsorðabók
auk kennsluefnis, æfinga og annars fróðleiks um íslenska táknmálið. Allt
efnið er aðgengilegt í snjallsímum og spjaldtölvum auk hefðbundinna tölva
og er því tiltækt þeim sem á þurfa að halda í dagsins önn. Táknum er jafnt
og þétt bætt við orðabókina og þegar þetta er skrifað eru þau tæplega fjögur
þúsund. Notendur geta sjálfir lagt til efni og tákn og þeir geta jafnframt gert
tillögur um breytingar á því sem þegar er á síðunni.
Hægt er að nálgast táknin í orðabókinni frá nokkrum hliðum. Aðal-