Orð og tunga - 01.06.2013, Page 180

Orð og tunga - 01.06.2013, Page 180
170 Orð og tunga Islensk-ensk, ensk-íslensk vasaorðabók. Ritstjórar: Laufey Leifsdóttir og Una Guðlaug Sveinsdóttir. Reykjavík: Forlagið. 2012. (1037 bls.) ISBN 978-9979-53-567-6. Þessi orðabók er byggð á tveimur nýlegum orðabókum milli íslensku og ensku, Islensk-enskri orðabók (2009; ritstj. Christopher Sanders o.fl.) og Ensk- íslensku orðabókinni (2006; ritstj. Jón Skaptason o.fl.), og má segja að hún sé smækkuð útgáfa af þeim í tvennum skilningi. Eins og nafnið bendir til er hún í litlu broti (þótt hún fari kannski ekki rétt vel í vasa vegna þykktarinnar) og efniviðurinn er minni en í hinum bókunum, um 40.000 uppflettiorð samkvæmt upplýsingum á baksíðu en samanlagt mun flettufjöldinn í hinum bókunum tveimur vera nálægt 64.000. Ensk-íslenski hlutinn er talsvert lengri og efnis- meiri en sá íslensk-enski, m.a. vegna þess að þar eru ítarlegri upplýsingar um málfræðileg atriði „enda gert ráð fyrir að það henti skólafólki best" eins og segir í formála. Sá liópur virðist helsti markhópur bókarinnar (þótt á baksíðu komi fram að hún sé einnig hentug fyrir almenning) og ljóst er að þar er um íslenska skólanemendur að ræða því allt stoðefni er eingöngu á íslensku (formáli og notkunarleiðbeiningar ásamt skammstöfunum og skýringum í orðsgreinum í báðum hlutum orðabókarinnar). Lauslegur samanburður bendir til þess að styttingar í báðum hlutum felist annars vegar í því að sleppa flettugreinum (gjarnan samsettum og afleiddum orðum sem telja má tiltölulega gagnsæ og/eða óalgeng, t.d. atkvæðaskipting, kauphallarviðskipti; local colour, localization) og hins vegar í því að stytta greinar, t.d. með því að fella niður dæmi. Auk þess eru engar framburðarupplýsingar í bókinni öfugt við Ensk-íslensku orðabókina þar sem öll uppflettiorð eru hljóðrituð. Stoðefni er líka stillt í hóf - formálinn er stuttur, notkunarleiðbeiningar hnitmiðaðar og skrá um tákn og skammstafanir eru á einni síðu á eftir þeim; sú skrá er þó jafnframt birt imran á kápu (baksíðu) þannig að auðvelt er að finna þær. Aftan við íslensk-enska hlutann er listi yfir sterkar og óreglulegar enskar sagnir og beygingu þeirra. SignWiki Island. Táknmálsorðabók og þekkingarbrunnur. Reykjavík: Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra (SHH): http:// is.signwiki.org/index.php/Forsíða. (3.964 tákn; 25. febrúar 2013) A vegum Samskiptamiðstöðvar heyrnalausra og heyrnarskertra (SHH) hefur verið rekin vefsíða frá 2011 þar sem aðgangur er að íslenskri táknmálsorðabók auk kennsluefnis, æfinga og annars fróðleiks um íslenska táknmálið. Allt efnið er aðgengilegt í snjallsímum og spjaldtölvum auk hefðbundinna tölva og er því tiltækt þeim sem á þurfa að halda í dagsins önn. Táknum er jafnt og þétt bætt við orðabókina og þegar þetta er skrifað eru þau tæplega fjögur þúsund. Notendur geta sjálfir lagt til efni og tákn og þeir geta jafnframt gert tillögur um breytingar á því sem þegar er á síðunni. Hægt er að nálgast táknin í orðabókinni frá nokkrum hliðum. Aðal-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.