Orð og tunga - 01.06.2013, Blaðsíða 119
Guðrún Kvaran: Orðabókarstörf Konráðs Gíslasonar
109
Danska Konráð Gíslason Jónas Hallgrímsson Gunnlaugur Oddsson
Optik (+) sjónarfræði, ljósfræði ljósfræði siónar-liós-liós- striála-frædi
Passat(+) stöðuvindur (í nánd við miðjarðarhring) staðvindur þrávindi, rakinn vindr frá somu átt (í sudur hluta heims)
Pendul dingull (t. a. m. á stunda- klukku; sb. Uro b) hengill veifilód
Perigæum mest nálægð (reikandi stjörnu) við jörðina jarðnánd
Perturbation truflun hrakningar
Sextant mælingaverkfæri sem skipt er í (sjöttung hrings =) 60 mælistiga sextungur, skuggsjárbaugur
Synsvinkel (+) sjónarhorn (þ. e. kverk á millli tveggja hinna yztu sjónargeisla sjónarhorn
vandret (+) marflatur (B. H.) hafjafn
Vaterpas (+) lágmál (Sch.) hafflatarmælir marflotsmælir
Æther eldlopt, vindblá (B. H., G. O.), ljós-vaki (J.H.) ljósvaki vindblá, heid
Tafla 4: Samanburður á notkun nýyrða hjá Konráði, Jónasi og Gunnlaugi
Tvö orðanna eru umrituð hjá Konráði: elastisk og sextant. Elastisk skýr-
ir hann: 'sem lætur undan og tekur við sjer aptur, sem teygja eða
staður er í/ Molbech skýrir orðið: 'som har den Egenskab, efter en
udvidende Sammentrykning ell. Boining igien at trække sig sammen
og indtage sit forrige Rum'. Sextant skýrir Konráð: 'mælingaverkfæri
sem skipt er í (sjöttung hrings =) 60 mælistiga/ Það orð er ekki hjá
Molbech og Konráð hefur skýringuna ekki heldur úr orðabók Vís-
indafélagsins. Reikna má með að hann hafi leitað víðar fanga en í
þeim þremur orðabókum dönskum sem hann tilgreinir enda segir
hann í formála að hann hafi tekið auk orðabókanna áðurnefndu „fátt
eitt úr öðrum bókum eða tali" (1851:111). Ahugavert er að skoða orðið
electricitet. Molbech hefur lýsingu á fyrirbærinu: 'Den Tilstand hos
visse Naturlegemer, hvorved den electriske Materie bliver virksom,
eller yttrer sig i electriske Phænomener'. Konráð sleppir henni en
notar aðeins jafnheitið 'rafmagn'. Jónas hafði notað rafurmagn í þýð-
ingu sinni. Elsta dæmi Orðabókar Háskólans um rafmagn er úr riti
Gísla Brynjólfssonar, Dagbók í Höfn, sem skrifuð var 1848 (1952:260).