Orð og tunga - 01.06.2015, Side 44
32
Orð og tunga
fengð úr spænsku (Cioranescu 1987:57).
Basti í íslensku, basta í dönsku og baste í frönsku koma úr spænsku
basto sem er sennilega stytt orðmynd af bastón3 'stafur', 'lurkur',
'kylfa' (DCECH 1997:539). í spænsku er elsta ritdæmi orðsins basto í
merkingunni 'spil úr spilastokknum' frá miðri 16. öld og kemur það
fyrir í kvæði eftir Pedro de Orellana (s.st.; CORDE).
3.3 Kaski
í ROH kemur orðið kaski fyrir í sambandinu að taka kaska, þ.e. 'að taka
spil'. Dæmi um orðið er að finna í ritinu Múlaþing frá 1985 þaðan
sem eftirfarandi tilvitnun er sótt: „Ef allir spilamennirnir þrír hafa
sagt pass, getur forhöndin sagt: "Ég tek kaska," í stað þess að fleygja
spilunum, svo að næsti maður taki þau til nýrrar gjafar" (Sigurður
Magnússon (þýð.) 1985:195). Ætla má að merkingin sé sú sama í eftir-
farandi kvæði frá 1866: „Solotout og svarta kaska sértu háður"4 (Jón
Brynjólfsson 1973:86). I Islenzkar gátur, skemtanir, vikivakar og þulur frá
1887 lýsir Ólafur Davíðsson spilinu púlspas en þar er „hafður kaski,
eins og í lomber o.s.frv." (Jón Arnason og Ólafur Davíðsson 1985:339).
Ólafur styðst hér við dönsku spilabókina frá 1786.
Ágúst H. Bjarnason (1989) útskýrir kaska í lomber á eftirfarandi
hátt:
B. Þegar pass hefur gengið allan hringinn, getur sá, sem er í
forhönd sagt: »Ég tek kaska.« Hann tekur þá átta efstu spil úr
stokk og níunda spilið má hann annað hvort velja úr þeim,
sem hann fékk á höndina eða tíunda spil úr stokk. Þá getur
hann sagt spil og valið tromplit. Mótherjar mega síðan kaupa
þau fjögur eða fimm spil, sem eru eftir í stokki. - Á stundum
er viðhöfð »spödduskylda«. Hún er fólgin í því, að sá sem hef-
ur spadilíu á hendi, er skyldugur að taka kaska.
Þórarinn Guðmundsson (1989:172) notar orðmyndina kaskó í umfjöllun
sinni um lomberspilið og í þeirri merkingu sem hér hefur verið sagt
frá.
3 Baston og bastones sem spilaorð koma fyrir í Spilakvæði (Juego de naypes) Femando
de la Torre (14167-1475) (Díez Garretas 1983:219, 223).
4 Solotout og svarta kaska sértu háður,
feitan mat og vínið viður
vaxi þinn og dafni kviður.