Orð og tunga - 01.06.2015, Qupperneq 45
Erla Erlendsdóttir: Lomber, spaddilía, basti, ponti...
33
Líklega er orðið kaski komið inn í íslensku í gegnum dönsku kaske
sem í lomberspili merkir 'det7 at man i st. f. sine egne kort tager de
8 ell. 9 overste kort af talonen og deraf soger at danne sig et spil'
(ODS). Kaske kemur fyrst fyrir í dönsku spilabókinni frá 1786 (Melbye
1786:33; ODS). Það mun vera úr spænsku eða ítölsku, casco, cascarela
eða cáscara, en uppruni þess er óljós (ODS; SAOB; DRAE; DCECH
1991:905).
3.4 Koðradilla
Koðradilla er það kallað þegar sagnhafi tekur einungis tvo slagi í pósi-
tívri sögn; það þykir mikil skömm og verður hann að borga það sama
og þegar hann verður krúkk eða fær tvöfalt bit eða refsingu (Ingólfur
Sigfússon 2009). Orðið kemur ekki fyrir í íslenskum orðabókum en í
ROH er bent á ritdæmi í bókinni Kvæði eptir ]ón Þórðarson Thóroddsen
útgefinni í Kaupmannahöfn árið 1919 en tímasett um miðja 19. öld.
í kvæðinu „Um þjófabæn hina nýju" stendur „þeir skulu verða, það
eg sver, þrisvar koðradilla"5 og neðanmáls fylgir útskýring á orðinu:
„þ.e. codille, versta útreið í lúmber-spili" (Jón Þórðarson Thóroddsen
1919:231). Ætla má að íslenska orðið sé tekið úr dönsku kodille, „det
forhold i l'hombre, at spilleren gor færre stik end en af modspillerne,
hvorfor han faar dobbeltbet; kruk" (ODS; Melbye 1786:14), sem kem-
ur inn í danskt mál í gegnum frönsku, codille, en er upprunalega úr
spænsku, codillo.
Orðið er í frönskum textum frá 1676 (Cioranescu 1987:103) og í
spænskum textum frá upphafi 17. aldar og þá í merkingunni sem hér
um ræðir. Corominas og Pascual (DCECH 1996:118) telja elsta rit-
dæmið vera frá 1620 og komi spilasögnin fyrir í vísu eftir skáldið Luis
de Góngora. Codillo er samsett úr spænska nafnorðinu codo 'olnbogi'
og viðskeytinu -illo, 'litli'.
3.5 Manilía
í íslenskri orðabók er manilia skilgreind sem 'næsthæsta spil í lomber'
(2002:956). í ritinu Miílaþmg frá 1985 er eftirfarandi nánari útskýr-
ing á orðinu sem er hér til umfjöllunar: „Ef annar hvor svarti liturinn
5 Sigurinn er mældur mér,
mun eg slögum spilla,
þeir skulu verða, það eg sver,
þrisvar koðradilla.