Orð og tunga - 01.06.2015, Síða 46
34
Orð og tunga
er tromp, er tvisturinn í tromplitnum alltaf næsthæsta trompið. Sá
tvistur nefnist manilía" (Sigurður Magnússon (þýð.) 1985:191). Orðið
mun komið inn í íslensku í gegnum dönsku manille 'den næsthojeste
trumf i l'hombre, (toen i de sorte farver, syven i de rode)' (ODS) en
með rithættinum manilje skýtur orðið upp kollinum í dansk-þýskri
orðabók sem von Aphelen setti saman árið 1764 (ODS). Franskar
heimildir segja orðið tekið úr spænsku malilla og mun elsta ritdæmi
þess í frönsku máli vera frá 1682, malille (Cioranescu 1987:183). Undir
lok 17. aldar kemur orðið fyrir með rithættinum manille. Breytinguna
-/- í -n- má skýra sem hljóðfirringu fyrir áhrif orðsins main 'hönd' í
frönsku (TLF).
í spænsku er orðið malilla til í umræddri merkingu síðan um 1550,
jafnvel fyrr í töluðu máli, en elsta ritdæmið er að finna í kvæði eftir
Pedro de Orellana (CORDE). Mala, komið af malo 'slæmur', 'vondur',
er einnig notað í þessari sömu merkingu og er um visst öfugmæli að
ræða en manille er jú bara næsthæsta spilið í lomber, ásinn er hærri
(DCECH 1996:785). Viðskeytið -illa er smækkunarending.
3.6 Matador
'Hátromp í lomber' er kallað matador (ÍO 2002:968). Eitt elsta dæmið
um orðið matador í þessari merkingu er frá árinu 1948 þegar það kemur
fyrir í texta eftir Hendrik Ottósson með rithættinum matadór: „fannst
þeim, [...] andi sinn renna á skeið ef þeir fengu svo og svo marga
matadóra, rétt eins og þeir, sem nú spreyta sig á allskonar aðferðum í
bridge" (ROH). Einnig rekumst við á orðið í ritinu Miílaping frá 1985:
„Spadda, manilían (tvistarnir í svörtu litunum og sjöurnar í þeim
rauðu) og basti nefnast matadorar (hátromp) allir þrír" (Sigurður
Magnússon (þýð.) 1985:191). I orðsifjabók sinni skrifar Ásgeir Blöndal
Magnússon mattador og útskýrir sem 'hátromp í spilum (lomber)',
'sérstakt spil'6 (1989:608). Jafnframt segir hann að um tökuorð úr
dönsku sé að ræða og að danska taki það úr lágþýsku en þangað
komi það úr spænsku. í íslenzkar gátur, skemtanir, vikivakar og pulur
(1887) notar Ólafur Davíðsson dönsku orðmyndina matadorer þegar
hann útskýrir háspil í styrvolt eða karnifel: „Háspilin (Matadorer,
Stikkere) eru hjartatvistur, lauffjórir, spaðaáttur, hjartaníur og tígul-
níur" (1887:339).
Danska orðabókin (ODS) telur að hér sé á ferðinni spænskt orð
sem komið sé í dönsku í gegnum frönsku. Matador, 'nom des cartes
6 Hér verður ekki fjallað um aðrar merkingar orðsins í íslensku.