Orð og tunga - 01.06.2015, Síða 63
Marion Lerner: Af „setubingum" og „hugvitsverkfærum"
51
4 Markmið með ferðabókinni
Þegar Ferðabókin er skoðuð er hægt að lesa úr henni þau markmið sem
Tómas vildi ná fram. Að sjálfsögðu vissi hann að mjög fáir íslend-
ingar gátu látið verða af svipuðu ferðalagi. Því var það skylda hans að
miðla sinni reynslu og þekkingu. Hann vildi segja frá því sem ekki var
alkunna á Islandi og hann vildi ekki einungis skemmta löndum sínum
heldur einnig fræða þá. I formála segir hann skýrum orðum hverjum
bókin er ætluð: „Fór eg alltaf eftir því sem upplýstir almúgamenn og
prestar ósigldir mundu heyra vilja til ljósari skilnings á hlutunum,
sem þeir áður hefði um fengið nokkurs konar óljósa ímyndun, því
hvorutveggja þessum var bókin helzt ætluð" (Tómas Sæmundsson
1947:3). Lesendahópurinn, sem Tómas sá fyrir sér, var fólk með mennt-
un og þekkingu upp að vissu marki, þó ekki endilega menntun frá
útlöndum eða formlega skólamenntun.1 Einkum vildi hann fjalla um
það sem gat verið nytsamlegt og sem honum fannst þýðingarmikið
fyrir íslenska lesendur. Þekking er að hans mati forsenda til þess að
læra meira og þróa með sér fordómalausa athyglisgáfu:
Drap eg á allt það sem í lífinu hefir helzt mikið að þýða, og líka
hvað sér í lagi Islendingum kynni að vera eftirtakavert með
tilliti til sinnar stöðu, og mætti einhvörju hér þar eftir til lags
koma, - leitaðist við að sýna hvörs hlutar náttúrligu stöðu,
svo menn lærðu að skoða og dæma hvörn hlut fordómslaust,
- vildi vekja athygli á hönum og löngun til að vita meira þar
um við tækifæri, sem er alls lærdóms grundvöllur; og af því
eg gat ekkert spursmál útlistað öldungis nákvæmliga, þótti
mér sá árangur mestur verða bókar minnar, ef hún vekti lyst
og anda til að uppfræðast og gæti jafnframt leitt eftirþankann
til að safna því saman sem á einn stað sem hann til og frá í
bókum og dagligu lífi finnur til og frá. (Tómas Sæmundsson
1947:3)
Eins og sést að hluta til í þessu broti var Tómas Sæmundsson ekki
feiminn við að sýna fram á þekkingu sína, hann var enn ungur maður
1 Olafur Gíslason nefnir á tveimur stöðum í grein sinni um Feröabókina að Tómas
hafi fyrst og fremst ætlað hana íslensku alþýðufólki sem hafi verið nær eingöngu
bændafólk og vinnuhjú (Ólafur Gíslason 2012:345 og 349). Ég túlka orð Tómasar
ekki á þennan hátt. Hann virðist öllu heldur hafa miðað við þrengri hóp og kann
vel að vera að hann hafi með árunum orðið nokkuð vonsvikinn i þeim efnum enda
var áðumefndur hópur manna mjög lítill og sýndi boðsbréfi vegna ferðabókar-
innar lítinn áhuga.