Orð og tunga - 01.06.2015, Page 69
Marion Lerner: Af „setubingum" og „hugvitsverkfærum"
57
taka þar af meira en hönum líkar framvegis í aðrar ritgjörðir.
(Tómas Sæmundsson 1947:1)
Því miður greindi Tómas Sæmundsson ekki frá því hvernig hann
smíðaði orðin, hvort hann yfirleitt fylgdi einhverjum lögmálum við
þá iðju. Aðurnefnd hagnýtishyggja ræður þó greinilega ferðinni:
mestu máli skiptir að gera sig skiljanlegan eða að segja þannig frá
hlutunum að lesandi geti áttað sig á þeim; allt annað verður að víkja.
Þegar Ferðabókin er skoðuð nánar má greina ýmsar leiðir sem
höfundur fór í sambandi við orð og hugtök. Fyrsta leiðin er að þýða
þau orð sem hann fær úr erlendum málum og útskýra fyrir lesanda
hvað átt er við. Útskýringar fylgja þá innan sviga og eru stundum
önnur íslensk orð en einnig erlend orð úr ýmsum tungumálum, oftast
úr þýsku eða dönsku.
Dæmi um orð með skýringum á íslensku innan sviga eða innan
setningar eru:
stofuhirzlan (skattholið), bls. 42
dragstokkarnir (skiíffurnar), bls. 42
myntarfótur (stofn), bls. 68
hugvitsverkfæri (maskína), bls. 55
langstyttur eður pýramíður, bls. 57
Öll þessi orð eru í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans talin einu eða elstu
dæmin og í sumum tilfellum gildir það sama um útskýringuna, t.d.
pýramíða. Að vísu er þessi leitarniðurstaða ekki næg til að fullyrða að
Tómas hafi hreinlega smíðað nýyrði en þó er það augljós vísbending
um slíkt.
Dæmi um orð með skýringum á öðrum tungumálum innan sviga
eru:
limlestingur (invalid), bls. 23
hálfeggið (Cuppelen), bls. 47
flýtirsvagnar (Schnellposten, Eihvagen, Diligencen), bls. 28
setubingur (sopha), bls. 35
einstökur (exemplar), bls. 67
hraðseinir (pianoforte), bls. 68
sjónardans (ballet), bls. 71
á milli eikstefjanna (actus), bls. 71
flestlags verkefni (...) og sjónarögn (pröve), bls. 65.