Orð og tunga - 01.06.2015, Qupperneq 70
58
Orð og tunga
Einnig notar höfundur góð og gild íslensk orð en þrengir merkingu
þeirra sem hann útskýrir innan sviga með aðstoð erlendra orða:
smábreytingar (nuancer), bls. 19
lónið (das Haff), bls. 21, samhengi: örnefni
óblandaður (gediegen), bls. 42, samhengi: málmsteypa
stærri náttúru (colossal), bls. 37, samhengi: listaverk
íhugun (theorie; heldur kannski: íhugunarregla) án iðkunar
(praxis), bls. 63
steinstólpar þeir sem óbeliskur kallast, bls. 57
sagan (handlingen), bls. 70, samhengi: leikhús
í ríkilátum (ríkmennsku - luxus), bls. 80
tilsjón (prospect), bls. 66, samhengi: málverk
í ófáum tilvikum notar höfundur nýyrði eða orð úr menntamanna-
máli sem hann útskýrir alls ekki nánar heldur treystir á að lesandi
átti sig á út frá samhengi eða lestrarreynslu: sjónarpallur (bls. 69),
sjónarslagur (bls. 70), söngsnilldarverk (bls. 68), orrakista (bls. 69), snilld-
armannaskóli (bls. 39), sjónleikarahús (bls. 39), fornmenntabúr (bls. 59),
snilldarverkabúr (bls. 61), bókiðkandi (bls. 47), menntunartrappa (bls.
50), menntunarmeðal (bls. 49), að auka og hæggjöra þekkinguna (bls. 55).
Sum þessara dæma er alls ekki að finna í Ritmálssafni OH, hin eru þar
annaðhvort með einustu eða elstu færslu úr Ferðabók. Þar sem bókin
kom ekki út fyrr en löngu síðar hafa orð Tómasar því miður ekki
fengið tækifæri til að festa sig í íslenskri málnotkun. Hann hefur því
ekki verið eins lánsamur og Jónas Hallgrímsson sem með nýyrðasmíð
sinni hefur haft mikil áhrif á nútímaíslensku.
Einnig notar Tómas orð sem lesendum í dag þykja óvenjuleg en
voru í notkun á tímum höfundar. Hann tekur þá sérstaklega mið af
guðfræði og biblíutextum en einnig eru áberandi orð með elstu færsl-
ur úr Landaskipunarfræðinni sem kom út á árunum 1821-1827 og úr
Minnisverðum tíðindum frá 1796-1808. Sem dæmi má nefna: dauðingjar
(bls. 59), hættusemd (bls. 75), menntabúr (bls. 58), menntan (bls. 64),
skjaldsénn (bls. 62, 235) og að niðurkefja (bls. 47). Kjartan G. Ottósson
bendir á að Landaskipunarfræðin hafi kynnt mörg nýyrði fyrir les-
endum (Kjartan G. Ottósson 1990:53-54). Frumkvæði að henni hafði
Rasmus Rask en aðalhöfundur var Gunnlaugur Oddsson. Sá síðar-
nefndi tók einnig saman orðabók með þýðingum úr dönsku (Gunn-
laugur Oddsson 1819) og má sterklega leiða líkum að því að Tómas