Orð og tunga - 01.06.2015, Side 82
70
Orð og tnnga
í fyrstu voru fundin orðasambönd4 sem féllu undir marksviðið
hræðsla. Þá var hafist handa við að skipa orðasamböndunum í svið í
samræmi við upptök þeirra, þ.e. þau voru flokkuð eftir upptakasviði
og í framhaldinu undir áðumefnda grunnmynd. Þannig á orðasamband-
ið missa hjartað í buxurnar sér marksvið sem í því tilviki er hræðsla.
Marksviðið hvílir aftur á móti á upptakasviði og grunnmynd. Grunn-
myndin er í þessu tilviki samsett, þ.e. tvö upptakasvið koma hér við
sögu: annars vegar [líkami] og hins vegar [hreyfing].
Grunnmyndin greinist síðan í nokkur undirsvið. Til að mynda
deilist grunnmyndin [líkami] + [hreyfing] í erkimyndhvörf eftir því
hver stefna hreyfingarinnar er. Hreyfingin getur verið: hreyfing upp,
HREYFING NIÐUR, HREYFING ÚT, HREYFING INN Og þar fram eftir götun-
um (sjá Pamies og Inesta 2000, Pamies 2002). í orðasambandinu missa
hjartað í buxurnar stefnir hreyfingin niður á við. Og það á einnig við
um blóðið sem fer niður í hæla (bajársele la sangre a los talones a alguien)
hjá Spánverjum þegar þeir verða skelkaðir (samanburðarrannsóknin
nær ekki til spænsku eins og hún er notuð í öðrum löndum en Spáni).
4.2 Hræðsla
Lítum nánar á marksviðið hræðsla og hvernig hún er látin í ljós í nokkr-
um orðasamböndum á þessum tveimur tungumálum. Fyrst skal segja
frá myndhvörfum þar sem hreyfing niður er undirliggjandi, eða það
sem fellur undir modelo icónico 1 - sem við köllum hér til hægðarauka
GRUNNMYND 1.
GRUNNMYND 1 [LÍKAMl] + [HREYFING]
Moreno Cabrera (1997) kemst að þeirri niðurstöðu að í mörgum
tungumálum veraldar beiti málnotendur kerfisbundið staðarmynd-
hvörfum til að tjá það sem þeir skynja (svengd, hatur, depurð, kulda
o.s.frv.). Það gerist þannig að þolandinn birtist annaðhvort sem „aðset-
ur" eða „áfangastaður" tilfinninganna. Með þessa hugmynd Morenos
Cabrera í huga er eftirfarandi grunnmynd [líkami] + [hreyfing] skipt
í sex undirflokka eða erkimyndhvörf: Hræðsla er líkamshreyfing niður (á
við), hræðsla er likamshreyfing upp (á við), hræðsla er líkamshreyfing inn (á
við), hræðsla er likamshreyfing út (á við), hræðsla er líkamsskjálfti, hræðsla
4 Helstu heimildir: Ruiz (1998), García-Page Sánchez (2008), Orðasam-
bandaskrá Orðabókar Háskóla íslands, Jón Hilmar Jónsson (2005), Jón G.
Friðjónsson (2006), íslensk orðábók (2002).