Orð og tunga - 01.06.2015, Blaðsíða 83
Penas lbánez og Erla: Með hjartað í lúkunum
71
er það aðgeta ekki hreyft sig (Pamies og Inesta 2000,2002; Pamies 2001a).
Verður nú fjallað stuttlega um hvern flokk fyrir sig.
1. Hræðsla er líkamshreyfing niður (á við)
í erkimyndhvörfunum hræðsla er líkamshreyfing niður (á við) á sér
stað yfirfærsla eða vörpun sem er í samræmi við hugtaksmyndhvörf
sem Lakoff kallar hræðsla er fall en einnig mætti setja það undir
hugtaksmyndhverfinguna niður er minna sem aftur á móti felur í
sér hræðsla er samdráttur. Þessi mynd á sér upptök í líkamanum
sem fer í keng en slík hreyfing er dæmigerð fyrir hræðsluviðbrögð.
íslenska: Missa hjartað í buxurnar, hjartað fer niður í brækur, hrökkva
saman (afhræðslu), kikna í hnjáliðunum afhræðslu, vikna í hnésbótum.
Spænska: Bajársele la sangre a los talones (a alguien), 'missa blóðið
niður í hæla', encogerse el corazón (a alguien) 'hjartað herpist saman (á
einhverjum)', encogerse el ombligo (a alguien) 'naflinn herpist saman (á
einhverjum)'.
2. Hræðsla er líkamshreyfing upp (á við)
Hér er í grunninn sama mynd og áður var til umfjöllunar nema hvað
nú er hreyfingin upp á við. I tveimur fyrstu dæmunum er hreinlega
um eitt og sama orðasambandið að ræða í báðum tungumálunum.
Þriðja dæmið er athyglisvert fyrir það að í íslensku er það líkamlegur
úrgangur sem hreyfist upp á við til hjartans; í spænsku eru það
kynfæri karla sem færast upp (á við) og líkt við hálsbindi á bringu
þess sem er óttasleginn.
íslenska: Hárin rísa á höfði einhvers, vera með hjartað í hálsinum, fá hland
fyrir hjartað.
Spænska: Ponérsele los pelos de punta (a alguien), 'hárin rísa á höfði
einhvers', subírsele el corazón a la garganta 'hjartað fer upp í háls',
ponérsele los cojones de corbata 'kynfæri karls fara upp að hálsi'.
3. Hræðsla er líkamshreyfing inti (á við)
Hræðsla getur í sumum myndum breyst í geranda sem framkvæmir
verknaðinn sem um ræðir, í þessu tilviki fer hræðslan á kreik og
þrengir sér inn í mannslíkamann. Hér skýtur upp kollinum hugmynd
Lakoffs og Johnsons um að líkaminn sé ílát sem eitthvað er sett í
eða sem fyllist.