Orð og tunga - 01.06.2015, Side 84
72
Orð og tnnga
íslenska: Fyllast skelfingu, fyllast hræðslu, fyllast ótta.
Spænska: Tener el niiedo metido dentro (del cuerpo) 'hræðslan hefur kom-
ið sér fyrir inni (í líkamanum)', entrarle miedo/pánico a alguien 'einhver
fyllist hræðslu/skelfingu'.
4. Hræðsla er líkamshreyfing út (á við)
Sumir hlutar líkamans og líkamsvessar geta leitað út. Þessi yfirfærsla
tengist áðurnefndri hugtakslíkingu Lakoffs og Johnsons, líkaminn
er ílát. I þessu tilfelli er líkaminn ílát sem tæmist gagnstætt því sem
áður var reifað. I þennan flokk má setja myndhvörf þar sem saur- og
þvaglát koma við sögu, þ.e. þegar úrgangur líkamans - þvag og saur
- leitar út úr líkamanum en þetta eru sammannleg hræðsluviðbrögð.
Orðasambönd sem byggjast á slíkum myndlíkingum falla undir það
sem kallast gróft mál hvort sem er í íslensku eða spænsku. I báðum
tungumálum er notkun skrauthvarfa algeng í þeirra stað og er þá
sagt að gera í buxurnar eða hacérselo en los pantalones (Casas Gómez
2000). Væntanlega er það til að draga úr grófleika yrðinganna þótt
hugarmyndin sem slík sé enn til staðar. I spænsku sem og í íslensku
er líka sagt að væta buxurnar eða gera í sig eins og kemur fram hér að
neðan.
íslenska: Augun standa á stilkum, vera utan við sig af hræðslu, gera í
brækurnar afhræðslu, gera á sig afliræðslu, gera í sig, skíta á sig afhræðslu,
skíta á sig, drulla á sig afhræðslu, vera drulluliræddur, vera skíthræddur,
rníga á sig afhræðslu, væta buxurnar, skíta hjartanu afliræðslu.
Spænska: Tener los ojos dilatados de miedo 'augun standa á stilkum
af hræðslu', estar fuera de sí de miedo 'vera utan við sig af hræðslu',
cagarse de miedo 'kúka á sig af hræðslu', estar cagado de miedo 'vera
drulluhræddur', ciscarse de miedo 'tæma görnina af hræðslu', liacérselo
en los pantalones 'gera í buxurnar', mearse de miedo 'míga á sig af
hræðslu', tener caguitis/caguetatis 'vera með drullu', apretar el culo
'herpa saman afturendann'.
5. Hræðsla er likamsskjálfti
Þessi myndlíking byggist á hugmyndinni að missa stjórn á líkaman-
um sem felur einnig í sér eðlileg óttaviðbrögð. I báðum málun-
um, sem hér eru borin saman, bregður ýmsum líkamshlutum fyr-
ir í orðasamböndum sem láta í ljós hræðslu með þessum hætti, til
að mynda tennur, fætur og hnjáliðir í íslensku, og tennur, fætur
og hold í spænsku. Stundum birtast önnur myndhvörf í orðasam-