Orð og tunga - 01.06.2015, Qupperneq 85
Penas Ibánez og Erla: Með hjartað í lúkunum
73
bandinu þegar skjálftinn er yfirfærður á hluti eða efni eins og sést
í spænska orðasambandinu temblar como un flan 'skjálfa eins og
karmellubúðingur'.
íslenska: Tennurnar glamra uppi í einhverjum af hræðslu, skjálfa af
hræðslu/ótta, titra afhræðslu, nötra afhræðslu, skjálfa á beinunum, skjálfa á
leggjunum, skjálfa eins og nástrá, röddin skelfur.
Spænska: Dar diente con diente 'tennurnar skella saman', temblar
de miedo 'skjálfa af hræðslu', temblarle las carnes (a alguien) 'holdið
skelfur/titrar', estremecerse de miedo 'engjast af hræðslu', temblarle
las piernas (a alguien) 'skjálfa á beinunum', temblar como un flan 'titra
eins og karmellubúðingur', estar hecho/como un flan 'vera eins og
karmellubúðingur', temblar como una hoja 'skjálfa eins og lauf', temblar
como azogue 'skjálfa/titra eins og kvikasilfur'.
6. Hræðsla er það að geta ekki lireyft sig
Það að geta ekki hreyft sig eða lamast af hræðslu heyrir undir upp-
takasviðið hrevfing. Má líta á myndlíkingarnar sem liggja að baki
þessari mynd sem afbrigði af grunnmyndinni [líkami] + [hreyfing].
Það að tvær andstæðar hugmyndir - hreyfing og hreyfingarleysi -
tákni hið sama (hræðslu) má skýra sem samsömun við raunveruleikann
þar sem hræðsla getur jú valdið hvoru tveggja.
íslenska: Stirðna upp af hræðslu (ótta), vera lamaður af skelfingu (ótta,
hræðslu), vera stokkfrosinn afhræðslu, vera stjarfur afhræðslujá hjartastopp
afhræðslu.
Spænska: Quedar petrificado de miedo 'verða steinrunninn af hræðslu',
quedarse clavado de miedo 'vera sem niðurnegldur af ótta', quedarse sin
aliento 'standa á öndinni af hræðslu'.
GRUNNMYND 2 [LÍKAMl] + [HITASTIG]
Geðshræringu fylgir breyttur líkamshiti og ekki er óalgengt að mann-
eskjan hitni eða kólni af hræðslu. Það gefur tilefni til að smíða erki-
myndhvörf fyrir marksviðið hræðsla. I mörgum orðasamböndum í
báðum tungumálum kemur kuldi við sögu og óbeint tengist kuldi
myndlíkingunni skjálfti og lömun þar sem kuldi stuðlar að skjálfta og
kuldi getur einnig leitt til hreyfingarleysis þegar viðkomandi „frýs"
af hræðslu. Hið gagnstæða, það að hitna og afleiðingar þess, svitinn,
tjáir einnig hræðslu eins og drepið verður á hér að neðan.