Orð og tunga - 01.06.2015, Page 86
74
Orð og tunga
7. Hrxðsla er þegar líkaminn hitnar
íslenska: Svitna afskelfingu.
Spænska: Sudar de miedo 'svitna af skelfingu'.
8. Hræðsla er þegar líkaminn kólnar
Islenska: Vera kaldur afhræðslu, kólna upp afhræðslu, blóðið frýs í æðum
einhvers.
Spænska: Dejar helado a alguien 'verða kaldur af hræðslu', quedarse
helado 'kólna upp', helársele la sangre en las venas (a alguien) 'blóðið frýs
í æðum einhvers'.
9. Hræðsla er þegar líkaminn hitnar og kólnar t senn
Það að hitna og kólna í senn eru algeng viðbrögð manneskjunnar
þegar hún verður óttaslegin. Þessi viðbrögð eru undirliggjandi í orða-
samböndum í bæði spænsku og íslensku:
Islenska: Þaðslær köldum svita um einhvern afhræðslu, þaðslær út köldum
svita á einhverjum.
Spænska: Sentir sudores fríos 'finna kaldan svitann', tener sudores fríos
'það slær köldum svita um einhvern'.
GRUNNMYND 3 [LÍKAMl] + [LITUR]
Litir hafa margvíslega merkingu í menningarsamfélögum veraldar
(Wierzbicka 1990) en úr þessum jarðvegi spretta myndlíkingar sem
eru aftur á móti grunnurinn að orðasamböndum sem lúta að ýmsum
tilfinningum, geðbrigðum og hugaræsingi. Vegna æðasamdráttar
verða menn fölir, nábleikir eða litlausir; menn verða aftur á móti
rauðir ef æðarnar túhia út. I báðum tungumálunum koma fyrir orða-
sambönd sem undirstrika fölva andlitsins en einnig er talað um að
hvítna af hræðslu. í spænsku kemur gulur litur einnig við sögu til að
tjá ótta.
10. Hræðsla er litaskipti
íslenska: Fölna af skelfingu/hræðslu, verða fólur sem nár, náfólna, vera
náfólur af skelfingu, hvítna afhræðslu.
Spænska: Ponerse pálido 'verða fölur', ponerse blanco como la cera 'verða
hvítur sem vax', ponerse blanco como el papel 'verða hvítur sem pappír',