Orð og tunga - 01.06.2015, Page 87
Penas Ibánez og Erla: Með hjartað í lúkunum
75
quedarse descolorido 'verða litlaus', ponerse amarillo 'verða gulur af
hræðslu'.
GRUNNMYND 4 [dÝr]
Samlíkingar við dýr eru frjór jarðvegur fyrir orðasambönd (Nazárenko
og Inesta 1998). Lakoff (1987) bendir á að hér séu á ferðinni hugtaks-
myndhvörfin manneskjan er dýr sem gera kleift að smíða kjörgerðir
sem endurspegla ýmsa mannlega eiginleika. Samlíkingar við dýr geta
verið heildar- eða deildarmyndhvörf.
11. Hræddur maður er dýr
Það vekur athygli að í báðum tungumálum er tilvísun í skjálfandi
fugla. Einnig koma hundar við sögu auk lamba, beint í íslensku og
óbeint í spænsku í orðasambandinu verle las orejas al lobo 'sjá eyru
úlfsins'. Hér er vísað til úlfsins sem vekur ótta hjarðarinnar.
íslenska: Leggja áflótta með skottið á millifótanna, skjálfa eins ogfuglsungi,
vera hræddur eins og hundelt lamb, hræddur sem mús, fá gæsahúð af ótta/
liræðslu.
Spænska: Achantar el rabo 'með skottið á milli fótanna', temblar como
un pajarito 'skjálfa eins og lítill fugl', verle las orejas al lobo 'sjá eyru
úlfsins', temblar como una liebre cazada 'skjálfa eins og veiddur héri',
tener un miedo cerval 'vera eins og hrætt dádýr', ponérsele a alguien la
carne de gallina 'fá gæsahúð', tener alguien la carne de gallina 'vera með
gæsahúð'.
GRUNNMYND 5 [EIGN]
í spænsku eru algeng þau myndhvörf sem taka með sér sögnina hafa
en alla jafna er notuð sögnin vera í íslensku þegar um er að ræða skynj-
un eða tilfinningar. Spánverjar hafa hræðslu og kulda, þorsta, þreytu,
sorg og þar fram eftir götunum en íslendingar eru hræddir, þyrstir,
þreyttir o.s.frv. I eftirfarandi orðasamböndum birtast dæmi þess að í
spænsku hefur manneskjan þessar tilfinningar.
12. Hræðsla er eign manneskjunnar
íslenska: Engin dæmi fundust.
Spænska: Tener miedo 'hafa hræðslu', tener más miedo que siete viejas
'vera hræddari en sjö gamlar kerlingar', llevarse un susto padre 'hafa