Orð og tunga - 01.06.2015, Side 88
76
Orð og tunga
með sér ofsahræðslu', pillar un susto 'næla sér í ótta', tomarle miedo (a
alguien/a algo) 'verða hræddur við einhvern/eitthvað'.
13. Hræðsla nær tökum á tnanneskjunni
Hér er um það að ræða að manneskjan verður gripin ótta eða skelfingu,
myndlíking sem liggur nokkrum orðasamböndum til grundvallar í
báðum tungumálum.
Islenska: Vera yfirtekinn af ótta, gagntekinn afótta, vera gripinn ótta, vera
haldinn ótta, ótti nær tökum á einhverjum.
Spænska: Sentirse poseído por el miedo 'vera haldinn hræðslu', el miedo
se apodera de alguien 'vera yfirtekinn ótta', el miedo se aduefia de alguien
'óttinn nær tökum á einhverjum', caer presa del pánico 'vera haldinn
skelfingu', ser presa del pánico 'vera gripinn ótta'.
GRUNNMYND 6 [ÁTÖk]
I þessum flokki eru orðasambönd og orðtök þar sem óttinn birtist sem
árás eða atlaga að manneskjunni, það sem ræðst gegn henni. Árás eða
atlögu er víða að finna á upptakasviði í fræðunum og er skemmst
að minnast hugtaksmyndhvarfa Lakoffs og Johnsons sem í þessu til-
felli eru deilur eru stríð. Flokkurinn greinist í þrjú undirsvið eða
erkimyndhvörf: Hræðsla ræðst á manneskjuna, hræðsla er millistig lífs og
dauða og hræðsla drepur manneskjuna.
14. Hræðsla ræðst á manneskjuna
I spænsku jafnt sem íslensku skjóta upp kollinum orðasambönd þar
sem óttinn ræðst á manneskjuna og yfirtekur hana.
íslenska: Vera hertekinn afótta, vera heltekinn afótta, vera gagntekinn af
ótta (og skeifingu), vera yfirbugaður aflnæðslu, vera yfirkominn af ótta.
Spænska: Ser derrotado por el miedo 'vera yfirbugaður af hræðslu',
ser invadido por el miedo 'hræðslan ræðst inn á einhvern', ser vencido
por el miedo 'vera sigraður af ótta', estar dominado por el miedo 'vera
yfirbugaður af ótta'.
15. Hræðsla er að vera hvorki lífs né liðinn
I báðum tungumálum býr sama myndhverfingin að baki orðasam-
bandinu þegar sagt er að vera hálfdauður úr hræðslu.
Islenska: Vera nærri dáinn úr hræðslu, vera hálfdauður úr hræðslu.