Orð og tunga - 01.06.2015, Page 89

Orð og tunga - 01.06.2015, Page 89
Penas Ibánez og Erla: Með hjartað í lúkunum 77 Spænska: Estar medio muerto (de miedo) 'vera hálfdauður úr hræðslu'. 16. Hræðsla drepur manneskjuna Hér er svipuð mynd að baki orðasamböndum í báðum tungumálun- um. Samkvæmt sérfræðingum (sjá t.d. Margréti Björk Sigurðardóttur 2006) er sá möguleiki fyrir hendi að fólk verði svo óttaslegið að það hreinlega deyi úr hræðslu og má vera að sá veruleiki liggi eftirfarandi orðasamböndum til grundvallar. Þá má hafa í huga að árás endar oft með dauða þess sem ráðist er á. íslenska: Dauðhræddur, deyja úr hræðslu, dauðskelkaður. Spænska: Estar muerto de miedo 'vera dáinn úr hræðslu', morirse de miedo 'deyja úr hræðslu'. 4.3 Hungur Hugtakið hungur nær yfir tilfinningu sem er algild í dýraríkinu. Þó er ekki um algilt hugtak að ræða frá sjónarhóli merkingarfræðinnar þar sem orðfræðileg afmörkun getur verið mismunandi eftir tungumál- um. Það er ekki svo að í öllum tungumálum sé greint á milli hungurs og þorsta né heldur er hungur tjáð á sama hátt þegar um menn eða dýr er að ræða. Þá má benda á að orðið hungur/hambre á sér ekki jafnheiti í öllum tungumálum heims (Pamies og Inesta 2002; Penas (ritstj.) 2009). Hins vegar er því ekki að neita að kjarni hugtaksins er tjáður á einn eða annan hátt í öllum heimsins málum (Pamies og Inesta 2002). Það þarf ekki að koma á óvart að merkingarsviðið hungur sé frjór jarðvegur fyrir myndmál. Myndhvörf skapa grunninn að ótal orða- samböndum sem lúta að svengd eða hungri hvort sem er í spænsku eða íslensku, eða öðrum tungumálum. Eins og Pamies og Inesta (2002) benda á má nefna sem dæmi þá vörpun eða yfirfærslu sem á sér stað þegar hungur fær merkinguna 'löngun', 'þrá', jafnvel 'græðgi', í orða- samböndum eins og hungra í völd eða hungra í skemmtun á íslensku og hambre de triunfo 'hungra í sigur' eða hambre de riquezas 'hungra í ríkidæmi' í spænsku. Yfirfærslan getur einnig verið á hinn veginn, þ.e. löngun, þrá fær merkinguna 'hungur'. A spænsku er sagt estar desganado ef einhver er 'ekki svangur/hungraður'; á íslensku er einnig sagt að langa ekki í neitt 'vera ekki svangur'. I greiningunni hér á eftir sést nokkuð glöggt að hungur er alla jafna marksviðið í myndhvörfum sem búa að baki orðtökunum sem voru skoðuð.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.