Orð og tunga - 01.06.2015, Page 89
Penas Ibánez og Erla: Með hjartað í lúkunum
77
Spænska: Estar medio muerto (de miedo) 'vera hálfdauður úr hræðslu'.
16. Hræðsla drepur manneskjuna
Hér er svipuð mynd að baki orðasamböndum í báðum tungumálun-
um. Samkvæmt sérfræðingum (sjá t.d. Margréti Björk Sigurðardóttur
2006) er sá möguleiki fyrir hendi að fólk verði svo óttaslegið að það
hreinlega deyi úr hræðslu og má vera að sá veruleiki liggi eftirfarandi
orðasamböndum til grundvallar. Þá má hafa í huga að árás endar oft
með dauða þess sem ráðist er á.
íslenska: Dauðhræddur, deyja úr hræðslu, dauðskelkaður.
Spænska: Estar muerto de miedo 'vera dáinn úr hræðslu', morirse de
miedo 'deyja úr hræðslu'.
4.3 Hungur
Hugtakið hungur nær yfir tilfinningu sem er algild í dýraríkinu. Þó er
ekki um algilt hugtak að ræða frá sjónarhóli merkingarfræðinnar þar
sem orðfræðileg afmörkun getur verið mismunandi eftir tungumál-
um. Það er ekki svo að í öllum tungumálum sé greint á milli hungurs
og þorsta né heldur er hungur tjáð á sama hátt þegar um menn eða dýr
er að ræða. Þá má benda á að orðið hungur/hambre á sér ekki jafnheiti
í öllum tungumálum heims (Pamies og Inesta 2002; Penas (ritstj.)
2009). Hins vegar er því ekki að neita að kjarni hugtaksins er tjáður á
einn eða annan hátt í öllum heimsins málum (Pamies og Inesta 2002).
Það þarf ekki að koma á óvart að merkingarsviðið hungur sé frjór
jarðvegur fyrir myndmál. Myndhvörf skapa grunninn að ótal orða-
samböndum sem lúta að svengd eða hungri hvort sem er í spænsku
eða íslensku, eða öðrum tungumálum. Eins og Pamies og Inesta (2002)
benda á má nefna sem dæmi þá vörpun eða yfirfærslu sem á sér stað
þegar hungur fær merkinguna 'löngun', 'þrá', jafnvel 'græðgi', í orða-
samböndum eins og hungra í völd eða hungra í skemmtun á íslensku
og hambre de triunfo 'hungra í sigur' eða hambre de riquezas 'hungra í
ríkidæmi' í spænsku. Yfirfærslan getur einnig verið á hinn veginn,
þ.e. löngun, þrá fær merkinguna 'hungur'. A spænsku er sagt estar
desganado ef einhver er 'ekki svangur/hungraður'; á íslensku er einnig
sagt að langa ekki í neitt 'vera ekki svangur'. I greiningunni hér á eftir
sést nokkuð glöggt að hungur er alla jafna marksviðið í myndhvörfum
sem búa að baki orðtökunum sem voru skoðuð.