Orð og tunga - 01.06.2015, Page 95
Penas íbánez og Erla: Með hjartað í lúkumim
83
8. Hungruð manneskja borðar hvað sem er
íslenska: Vera svo svangur að geta étið heilt naut, geta étið heilan hest.
Spænska: Comerse los codos 'éta olnbogana', estar que se come las piedras
'vera svo svangur að geta lagt sér grjótið til munns'.
4.4 Ofát
Líkaminn bregst við á ýmsan hátt þegar manneskja innbyrðir mat
eða drykk. Hér er ætlunin að skoða nánar hvernig viðbrögð líkamans
við ofáti eru orðuð og annað sem lýtur að því að innbyrða (of) mikla
fæðu. Enn og aftur liggur hugtaksmyndhverfingin líkaminn er ílát
til grundvallar mörgum þeirra orðasambanda sem hér eru í brenni-
depli. Að þessu sinni er gengið út frá upptakasviðunum líkami,
HREYFING, LITUR, HITASTIG, HLUTUR, DYR, MAGN Og ÁTÖK Sem einnig
liggja grunnmyndunum til grundvallar. Erkimyndhvörfin eru á
hinn bóginn eftirfarandi: Að borða mikið er líkamshreyfing inn á við, að
borða mikið er að jylla líkamann, manneskja sem borðar mikið skiptir litum,
manneskja sem borðar mikið hitnar, manneskja sem borðar mikið er hlutur,
manneskja sem borðar mikið er dýr, einstaklingur sem borðar mikið er hópur
og að borða mikið er sjálfsárás.
I Töflu 3 gefur að líta upptakasviðin sem stuðst er við, sem og
grunnmyndir og erkimyndhvörf, og þar fyrir aftan er Mynd 3.