Orð og tunga - 01.06.2015, Side 98
86
Orð og tunga
er. Þetta ílát er hægt að fylla, belgja út og troðfylla eins og orðasam-
böndin í báðum tungumálunum gefa til kynna. Hér er undirliggjandi
hreyfing að utan og inn á við.
íslenska: Éta fylli sína, éta/borða magafylli sína, éta/borða sig saddan, éta
sig í belg, éta yfir sig, troða í sig, troða sig út afmat, belgja sig út afmat, éta
sig pakksaddan, éta sig fullsaddan, kýla vömbina.
Spænska: Darse una panzada 'belgja sig út', darse un hartazgo 'éta sig
pakksaddan', llenarse la andorga 'éta magafylli sína', pegarse una hartada
'éta sig fullsaddan', ponerse hasta las orejas 'borða fylli sína (upp að
eyrum)', ponerse hasta las tetas 'borða fylli sína (upp að brjóstum)',
ponerse hasta los ojos 'borða fylli sína (upp að augum)'.
GRUNNMYND 2 [lÍKAMI] + [LITUR]
Að belgja sig út af mat eða drykk getur leitt til þess að menn ekki
bara þrútni heldur skipti litum, einkum í andliti. A spænsku er sagt
að manneskja verði fjólublá af miklu áti, ponerse morado de comer, í
íslensku er haft á orði að menn verði rauðþrútnir af mikilli drykkju.
3. Manneskja sem borðar mikið skiptir litum
íslenska: Engin dæmi fundust.
Spænska: Ponerse morado de comer 'verða fjólublár af áti'.
GRUNNMYND 3 [LÍKAMl] + [HITASTIG]
Ekki er óalgengt að líkamshitinn hækki eftir miklar máltíðir og segja
Spánverjar að manneskjan verði „volg", ponerse tibio. Þetta á hins
vegar ekki við um íslenskuna þar sem orðasamband af þessum toga
fannst ekki.
4. Manneskja sem borðar mikið liitnar
íslenska: Engin dæmi fundust.
Spænska: Ponerse tibio 'verða volgur af áti'.
GRUNNMYND 4 [HLUTUR]
Hér eru á ferðinni orðasambönd sem spretta upp af ýkjum (ofhvörf)
en í þeim koma fyrir líkingar þar sem sá sem borðar birtist ekki
sem lifandi vera heldur hlutur: gámur, poki eða svelgur sem tekur