Orð og tunga - 01.06.2015, Síða 100
88
Orð og tunga
sem er innbyrt, er gefið í skyn með því að nefna fjölda munna sem
það annars myndi metta.
7. Einstaklingur sem borðar mikið er hópur
íslenska: Éta á við heilan her, éta meira en heill her, borða á við tvo, borða
á við fjóra.
Spænska: Comer más que un regimiento 'borða meira en herdeild',
comer (una persona) por siete 'borða á við sjö'.
GRUNNMYND 7 [ÁTÖk]
Það má ef til vill líta á ofát og ofdrykkju sem illa meðferð á líkamanum
og jafnvel tala um árás á hann þar sem afleiðingarnar geta orðið
slæmar þótt ýktar séu í orðasamböndum eins og þegar sagt er að
einhver springi úr ofáti eða éti á sig óþrif. Dæmi um orðasambönd af
þessu tagi er allmörg í íslensku. I spænsku fundust þrjú orðasambönd
þar sem þessi hugarmynd birtist.
8. Að borða mikið er sjálfsárás
íslenska: Borða/éta yfir sig, éta á sig gat, springa úr ofáti, borða undir
spreng, éta sig í spreng, éta sig máttlausan, éta á sig óþrif éta sig í kút, éta
sér til óbóta, éta sér til óliægðar, deyja afofáti.
Spænska: Darse un atracón 'éta yfir sig', pegarse un atracón 'éta sig í
spreng', pegarse una comilona 'kýla vömbina', pegarse una hartada 'éta
sig sprengsaddan'.
5 Lokaorð
í rannsókninni, sem hér er fjallað um, voru borin saman orðasambönd
í íslensku og spænsku. Stuðst var við líkan spænsku fræðimannanna
Pamies og Inesta (2000, 2002, Pamies 2001a) sem var smíðað með það
fyrir augum að flokka orðasambönd í ólíkum tungumálum eftir hug-
taksmyndhvörfum, og einnig til að fá úr því skorið hvort þau væru
algild eða ekki. I brennidepli voru orðasambönd sem spretta af við-
brögðum manneskjunnar eða mannslíkamans við ýmsar aðstæður.
Samanburðurinn náði til samtals sex marksviða og orðasambanda
sem heyra undir þau. Marksviðin voru: hræðsla, hungur, megurð,
ofát, reiði og vinna. Hér var gerð grein fyrir þremur þessara sviða: