Orð og tunga - 01.06.2015, Page 108
96
Orð og tunga
hjöltu ekki að fínna heldur. Hið sama er að segja um seðlasafn forn-
málsorðabókarinnar í Kaupmannahöfn (ONP), orðabækur Cleasbys
(1874) og Sigfúsar Blöndals (1920-1924) og orðabókarhandrit Jóns
Ólafssonar (1734-1779).
A vefnum Beygingarlýsing íslensks nútímamáls (BÍN) er hins vegar
að fínna fleirtölumyndina hjöltu. Hún er reyndar ekki höfð í sömu
flettu og hjalt (þar sem fleirtalan er hjölt) heldur í sérstakri flettu.
Engin eintala er í þessari flettu. Nú má vitaskuld líta svo á að orðið
hjöltu sé ekki sama orð og hjalt (ft. hjölt); orðið væri þá „fleirtöluorð"
á borð við svalir og buxur. En það er í sjálfu sér engin sérstök ástæða
til slíkrar greiningar. Hér verður talað um hjöltu sem nýjung innan
beygingar orðsins lijalt. Það er því litið svo á að þetta sé hliðarmynd
við fleirtölumyndina hjölt. Þetta ber ekki að skilja sem svo að það sé
á einhvern hátt rangt að greina hjöltu sem sérstakt orð. Hvor tveggja
kosturinn er hugsanlegur. En í raun skiptir greining sem þessi litlu eða
engu. (Nýjungin hjöltu er sprottin af orðinu hjalt (ft. hjölt), hvort sem
hjöltu er sjálfstætt orð eða hliðarmynd innan sömu beygingar.) Það er
hins vegar heppilegt fyrir umræðuna hér að nota alltaf sama orðalag
um þetta og því var annar kosturinn tekinn fram yfir hinn. Eins og
fram kemur hér á eftir nota sumir lijölt og hjöltu jöfnum höndum og
dæmi er um að báðar myndirnar komi fyrir með skömmu millibili í
sama texta (sjá í (3) hér á eftir). Þetta bendir frekar til þess að þetta séu
tvær myndir eins og sama orðsins. Ef myndirnar hjölt og hjöltu væru
notaðar í mismunandi merkingum væri auðvitað einboðið að greina
þetta sem myndir tveggja orða.
3 Aldur myndarinnar hjöltu
Fleirtalan hjöltu virðist ekki hafa verið til í fornu máli ef marka má
fornmálsorðabækur. Eins og fram hefur komið er þessa fleirtölumynd
að fínna í BÍN. Dæmin um myndina, sem liggja þar að baki, eru átta
talsins og þau eru í heimildum frá 19. og 20. öld, hið elsta frá miðri
19. öld.2 Um er að ræða fleira en myndina hjöltu, bæði í heimildunum
sem liggja BÍN til grundvallar og öðrum heimildum sem getið er hér
síðar; orðið kemur stundum fyrir með greini, hjöltun, og stundum í
samsetningum (s.s. sverðshjöltu(n), saxhjöltu(n)). I seðlasafni Orðabók-
ar Háskólans (ROH) er ekki nema eitt dæmi um þessa fleirtölu og
2 Ég þakka ritstjóra vefsins, Kristínu Bjarnadóttur, fyrir að útvega dæmin.