Orð og tunga - 01.06.2015, Síða 112
100
Orð og tunga
b. Talið er hugsanlegt að tíðkast hafi að brandar og hjölt
væru ... (Kristín Huld Sigurðardóttir 2004:70-71)
c. Tvö hjölt með engilsaxnesku skrauti benda til tengsla
við England. (Kristín Huld Sigurðardóttir 2004:71)
d. sverð og sverðshjölt, hringprjónar, bjöllur og kambar.
(Kristín Huld Sigurðardóttir 2004:75)
e. Rúmlega 90 sentimetra löng, hjöltin og knappurinn
úr kopar ... (Lesbók Morgunblaðsins, 28. ágúst 2004)
f. Hjöltin koma í veg fyrir að hönd þess sem heldur á
sverðinu renni til. (Sigrún Ásta Jónsdóttir 2005:13)
g. Blaðið er úr Valyríustáli og hjöltin úr drekabeini. (Martin
2012:147)
h. klótið var eins og fálkahöfuð og gaddhjöltin voru í formi
vængja. (Martin 2012:463)
Síðustu tvö dæmin í (6) eru í þýðingu fyrsta bindis ævintýrareyfarans
Game of Thrones (Martin 2012) en þar kemur orðið hjalt alloft fyrir. I
nf./þf.ft. kemur orðið a.m.k. 16 sinnum fyrir og alltaf er höfð myndin
hjölt(in).
Hér hefur mátt sjá að sumir nota hjöltu(n), aðrir hjölt(in). En einnig
hefur mátt sjá að sami maður getur notað báðar myndirnar. Höfundur
textans í (5e) er einnig höfundur textans í (6a-d). Auðvitað getur verið
að prófarkalesarar hafi breytt upphaflegri orðmynd og höfundinum sé
í raun töm aðeins önnur myndin. En það er ekki víst. Ef höfundurinn
notar í raun hjöltu(n) og hjölt(in) sitt á hvað er hann ekki einn um
það, skv. vitnisburði nokkurra heimildarmanna sem spurðir voru um
fleirtölu orðsins hjalt. Málfræðingur, fæddur 1944, segir að sér sé tamt
að segja hjöltu en líka hjölt. Tveir aðrir málfræðingar, fæddir 1946 og
1980, telja báðar myndirnar góðar. Karl fæddur 1944 kveðst mundu
segja hjöltu en þó þykir honum hjölt alls ekki óhugsandi eða fráleit
mynd. Kona fædd 1947 er sömu skoðunar. Hér má minna á að í (3)
komu hjöltun og hjöltin fyrir með örskömmu millibili í sama riti. En
svo eru aðrir heimildarmenn sem dæma orðmyndirnar á eindregnari
hátt. Þrír karlar, fæddir 1933,1953 og 1977, og kona fædd 1974 kveðast
segja hjöltu, ekki hjölt; konur fæddar 1944 og 1975 og karl fæddur 1976
taka á hinn bóginn hjölt fram yfir hjöltu.
I lítilli, óformlegri könnun, sem hópur nemenda við Háskóla Is-
lands gerði haustið 2010, komu fram báðar fleirtölumyndirnar, hjölt-
un og hjöltin. Hver nemandi bað tvo íslendinga að fylla í eyðuna í
þessum texta: