Orð og tunga - 01.06.2015, Page 114
102
Orð og tunga
samræmi við beygingu langflestra hvorugkynsorða málsins (s.s. land,
fjall) en sú síðari getur endurspeglað tvenndarmerkingu sem kann að
vera mikilvæg í huga sumra (sjá 6. kafla).
5 Merkingin
5.1 Merking orðsins hjalt
í íslenskri orðabók (2002:589) stendur þetta um merkingu orðsins hjalt:
(8) þverstykki, handhlíf á sverði, milli handfangs (meðalkafla)
og brands (mynd bls. 1776)
t> efra hjalt 1 hlífin aftan (ofan) við meðalkaflann 2 málm-
plata eða þvertindur fremst á hnífskefti
Á myndinni, sem þarna er vísað til, er teikning af sverði áþekk þeirri
sem hér má sjá:
Mynd 1. Sverð ásamt heitum sverðshluta ofan brands.
Á myndinni, sem sýnd er í íslenskri orðabók (2002:1776), heitir sverðs-
hlutinn milli brandsins og meðalkaflans hjalt og sama á við um
hlutann við hinn enda meðalkaflans. Sá hluti er það sem kallað er
efra hjalt í skilgreiningunni í (8). Ekki kemur fram í orðabókinni að
þverstykkið milli brands og meðalkafla kallist neitt sérstakt (annað
en hjalt). En skv. orðabókum Cleasbys (1874:265), Sigfúsar Blöndals
(1920-1924:327), Fritzners (I 1886:828-829) og fornmálsorðabókinni í
Kaupmannahöfn (ONP) kallast hann fremra hjalt (en hinn efra hjalt eða
eptra (eftra) hjalt). I tveimur síðasttöldu heimildunum er fleirtalan hjölt
(hjglt) sögð notuð þegar átt er við bæði stykkin saman, í ONP er einn-
ig sagt að fleirtalan eigi stundum við um 'hele grebet'.
Spyrja má hvort fleirtala, hjölt eða hjöltu, sé aðeins notuð í þeirri
merkingu sem áðurnefndar heimildir tilgreina. Á gripunum á heima-
síðu Hreindals Gallery (sjá 4. kafla) er ekki nema eitt þverstykki og