Orð og tunga - 01.06.2015, Page 118
106
Orð og tunga
(10)
Norræna hjölt (lijplt)
'efra og fremra hjalt, stundum einnig meðalkafli'
íslenska hjölt (hjöltu)
'efra og fremra hjalt
(og stundum eimiig meðalkafli?)'
Enska/ii/f
1. 'meðalkafii'
2. 'meðalkafli ásamt efra
og fremra hjalti', þ.e.
'allt ofanbrands'
'efra og fremra hjalt 'fremra hjalt'
(og stundum einnig
meðalkafli?)'
Hér að ofan var vitnað í orðabók Cleasbys um að enska hilt væri kom-
ið úr norrænu, orðalagið verður varla skilið á annan hátt. En enskar
orðsifjabækur nefna ekki þennan uppruna.9 Því er höfð punktalína
milli norrænu og ensku. í ensku var áður algengt að hilt væri haft í
fleirtölu (sjá t.d. OED). Það má því gera ráð fyrir að merking fyrir-
rennara orðsins í nútímaensku, hvort sem það var norræna eða forn-
enska, hafi verið eins og hér er sýnt fyrir norrænu.
Önnur íslenska merkingin neðst í (10), hjölt (hjöltu) sem 'fremra
hjalt', virðist ekki hafa ratað í orðabækur (ef frá er talið orðabókar-
handrit Jóns Ólafssonar 1734-1779). Önnur enska merkingin, hilt
sem 'meðalkafli ásamt efra og fremra hjalti', kemur ekki skýrt fram
í orðabókum en hugsanlega má túlka skilgreiningar þeirra á þennan
hátt.
Bæði í ensku og íslensku hafa því orðið breytingar á merkingu orða
sem höfð eru um sverðshlutana ofan brandsins. I íslensku hefur komið
upp merkingin 'fremra hjalt' og í ensku hefur komið upp merkingin
'meðalkafli'. I báðum tilvikum er um að ræða merkingarþrengingu
en nýja merkingin er ekki sú sama í málunum.
Samhengið þar sem sverðshlutar ofan brands eru nefndir getur
verið nokkuð órætt. Ekki er óvænt að merkingarbreytingar komi upp
þegar svo háttar til. Nokkur dæmi um órætt samhengi eru sýnd í (11)-
(13). Dæmin eru í fyrsta bindi Game ofThrones (Martin 2005, 2012).
Sjá t.d. The Oxford Dictionary ofEnglish Etymology (1966:441) og Chambers Dictionary
of Etymology (1988:482).