Orð og tunga - 01.06.2015, Side 121
Katrín Axelsdóttir: Beyging og merking orðsins hjalt
109
verið kallaðir lexical gang (Haspelmath og Sims 2010:128) sem mætti
þýða orðagengi. Slík gengi eru ekki alltaf mjög einsleit, orðin í þeim
víkja mismikið frá dæmigerðustu fulltrúunum.
Benda má á áþekkt dæmi í íslensku. Að minnsta kosti fjórar sagnir
fylgja eða geta fylgt 1. flokki sterkra sagna (t.d. svífa - sveif) þó svo
að búast hefði mátt við öðru. Þetta eru sagnirnar blífa, kvíða, dýfa og
dvína.10 1. flokkur sterkra sagna er mjög reglulegur í samanburði við
flesta aðra flokka sterkra sagna. í flestum sögnum flokksins er um að
ræða alveg sömu hljóðskiptahljóðin og á eftir rótarsérhljóði kemur
nær alltaf eitt samhljóð. Þarna má kannski einnig tala um orðagengi
(þar væru þá sagnir á borð við bíða, líða, ríða, skríða, sníða, svíða; drífa,
hrífa, klífa, rífa, svífa, þrífa; hrína, skína).
Hjalt, hjölt tilheyrir flokki sk. a-stofna hvorugkynsorða. Þessi flokkur
hefur dregið að sér orð sem áður tilheyrðu smærri flokkum, s.s. nánast
öll orð sem áður tilheyrðu undirflokknum iea-stofnum (s.s. smjör, kjöt,
högg) og nokkur sem tilheyrðu undirflokknum /a-stofnum (s.s. veð, kið,
flet). Orðiðfé (eí.fjár) hefur stundum eignarfallsmyndina fés fyrir áhrif
frá þessum stóra flokki. Þá er flokkurinn opinn fyrir tökuorðum (s.s.
app, deit). Þetta aðdráttarafl er skiljanlegt í ljósi stærðar flokksins.
Nýjungin hjöltu er mynduð að fyrirmynd sk. an-stofna hvorug-
kynsorða, þ.e. orða eins og hjarta, bjúga, auga, eyra og nýra (sbr. (4) í 4.
kafla). Sá flokkur getur ekki talist stór. I honum eru líklega ekki nema
fáir tugir orða. Að minnsta kosti átta orð, sem tilheyrðu flokknum í
fornu máli, hafa nú yfirgefið hann; ýmist hafa þau horfið úr málinu
eða færst í annan beygingarflokk, þar af nokkur í hinn stóra flokk
fl-stofna. Orðin átta eru ökkla, síma, miðmunda, viðbeina, hvela, hjóna,
flagbrjóska og leika. Orðið bjúga er í máli sumra kvenkynsorð (góðar
bjúgur). Þetta er ekki óvænt þróun í ljósi smæðar flokksins. En það er
þó ekki svo að flokkurinn taki ekki við nýjum orðum. Orðin vélinda
og milta hafa hugsanlega bæst í hópinn á síðari öldum.* 11 * IV Þá hafa all-
nokkur tökuorð fallið í þennan flokk. Hér má nefna pasta, lasanja, para-
10 Blífa er tökusögn og það hefði því mátt búast við veikum myndum, *það blífar,
blífaði. Kvíða var áður veik sögn (og er að hluta til enn: ég kvíði), af flokki sem er
ekki svo lítill. Dýfa tilheyrir sama flokki veikra sagna en fær stundum sterka mynd
í þátíð og lýsingarhætti (deif og difið í stað dýfði og dýft). Dvína tilheyrir 1. flokki
veikra sagna, það dvínar. En fyrir kemur að sögnin fær sterka mynd í nútíð, það
dvín.
11 Vélinda er hvorki í orðabók Fritzners né ONP (aðeins vélindi sem hefur aðra merk-
ingu en vélinda í nútímamáli) og milta er í ungum heimildum, frá 15. öld (Fritzner
IV 1972:249, ONP), annars er aðeins orðið milti þekkt. Auðvitað má vera að vélinda
og milta hafi verið til í fornu máli en þetta gætu líka verið nýliðar í flokki a«-stofna.