Orð og tunga - 01.06.2015, Síða 132
120
Orð og tunga
Stofn
bóksala
*bókkápa
*bókbúð
*bókarsala
bókarkápa
*bókarbúð
Ef.et.
*bókasala
*bókakápa
bókabúð
Ef.ft.
Tafla 3. Orðbundið form ákvæðis í samsettum orðum.
Þarna virðist einfaldlega hafa orðið til hefð sem ákveður hvort fyrri
hluti er stofn, eignarfall eintölu eða fleirtölu, og tengsl á milli forms og
merkingar fyrri hlutans eru ekki endilega rökrétt. Þetta má sjá í sam-
settu orðunum barnsmeðlag og barnalífeyrir en þar helst talan á fyrri
hlutanum hvort sem greitt er með einu eða fleiri börnum.6 í sumum
samsettum orðum er tala ákvæðisins merkingarbær, t.d. í orðunum
bróðursonur, bróðursynir, bræðrasynir. (Orðmyndin bræðrasonur finnst
ekki.) Þessi merkingarlegi greinarmunur á eintölu og fleirtölu er samt
sem áður fremur sjaldgæfur eftir því sem best er vitað en þarna er
mikið efni órannsakað. Með tíðnirannsóknum á stóru gagnasafni ætti
þetta að skýrast; með því að skoða orð eins og mannsnafn, manna-
nöfn, bókarkápa, bókakápur o.s.frv. og þar getur Kvistur gegnt lykil-
hlutverki. Þessi fjölbreytni í formi ákvæða getur orðið til þess að
tengsl á milli samsetningarmynda einstakra orða glatist vegna þess
að hvert afbrigði er meðhöndlað sem sjálfstæð eining, án tengsla við
nefnimyndina. Sama á reyndar við í öllu beygingarkerfinu enda er
það tiltölulega flókið og markamengið stórt en mörk í íslensku eru
á sjöunda hundrað (Hrafn Loftsson o.fl. 2009). Það liggur í hlutar-
ins eðli að dæmi um hverja beygingarmynd verða færri eftir því sem
beygingarkerfið verður flóknara og um sumar hugsanlegar beyg-
ingarmyndir finnast engin dæmi. Fjölbreytni af þessu tagi getur
valdið gagnaskorti þegar dæmi um einstakar orðmyndir verða svo
fá að tíðnitölur verða illa marktækar. Þetta er vel þekkt vandamál í
máltækni og á einnig við um mörkun og nefningu á orðmyndum í
íslenskum textum. Nefning, þ.e. tenging allra beygingarmynda orðs
við nefnimynd sína, er því lykilatriði í greiningu á íslenskum orðum
og það gildir einnig um samsett orð og orðhluta í þeim.
Beygingarmyndir í íslensku eru ekki aðeins margar heldur eru
þær einnig talsvert margræðar þegar þær eru skoðaðar án tengsla
við önnur orð (Kristín Bjarnadóttir 2012). Þetta á einnig við um beyg-
ingarmyndir sem samsetningarliði, sbr. dæmið andahyggjumaður en
6 Dæmi um orðið barnameðlag finnast líka, um greiðslu með einu eða fleiri börnum,
en þau eru mun færri en dæmi um barnsmeðlag. Höfundar hafa ekki fundið dæmi
um orðmyndina barnslífeyrir.