Orð og tunga - 01.06.2015, Page 138
126
Orð og tunga
Grannorðunum fjár og mála er skeytt saman og eftir stendur ein mögu-
leg samsetning: fjármála+ráðherra (P=0,00019).
0,00019
Mynd 5. Ein möguleg skipting, fjármálaráðhena, eftir að fjár og mála er skeytt saman.
Þar sem engin önnur samsetning kemur til greina er grannorðunum
fjármála og ráðherra skeytt saman og þar með er búið að mynda stofn-
hlutatré fyrir orðið fjármálaráðherra.
Sniðið fyrir *málaráðherra (sjá Mynd 2) dugar til þess að finna stofn-
hlutagreiningu fyrir óþekkt orð þar sem tréð er eins, t.d. fyrir orð eins
og samgöngumálaráðherra og siglingamálaráðherra (sem eru þekkt) og
spillingarmálaráðherra (sem ekki er viðtekið).9
5 Mat á niðurstöðum
Niðurstöður úr prófun á Kvisti sýna ágætan árangur. Matið var gert
með því að keyra Kvist á 6.098 orð úr íslenskum Wikipedia-greinum
en þar af voru 3.319 samsett orð. Orðin voru jafnframt handgreind
til samanburðar. Prófunin fór fram í tveimur hlutum. Fyrst var ná-
kvæmni Kvists í greiningu á gerð samsettra orða metin en síðan var
niðurstaða fyrir öll orðin í safninu metin.
Fjöldi liða Orðafjöldi Eindir Tvígreining Tré
2 2.709 99,5% 99,6% 99,5%
3 513 93,2% 97,9% 91,8%
4+ 97 91,8% 96,9% 88,7%
Alls 3.319 98,3% 99,2% 98,0%
Tafla 6. Mat á greiningu samsettra orða.
9 Orðið spillingarmálaráðherra var uppástunga Google um leiðréttingu á orðinu sigl-
ingamálaráðherra sem leitarvélin þekkti ekki.