Orð og tunga - 01.06.2015, Síða 153
Sigurður R. Helgason: Gullbrá og Menglöð
141
Þegi þú, Freyja,
þú ert fordæða
og meini blandin mjög
(Gísli Sigurðsson (útg.) 1999:126)
Menn greinir á um aldur Lokasennu en ýmsir fræðimenn telja hana
orta eftir kristnitöku og spegli hún því kristin viðhorf.
Vert er að geta þess að við skoðun íslenskra þjóðsagna, annarra
en sagnanna af Gullbrá og Menglöðu, má segja að örli mögulega á
gyðjunni Freyju í þremur tilvikum. Fyrsta dæmið, sem er augljósast,
er Mærþallar saga sem birtist í Þjóðsögum Jóns Arnasonar (Arni
Böðvarsson og Bjarni Vilhjálmsson (útg.) 1961:141). Mærpöll er afbök-
un á einu nafna Freyju, þ.e. Mardöll, sem er augljóst, einkum sé þess
gætt að þær báðar, Freyja og Mærþöll, eru sagðar gráta gulli. Annað
dæmið er álfkonan Gullveig í samnefndri sögu í íslenskum þjóðsögum
og sögnum III (Sigfús Sigfússon (útg.) 1982) en Gullveig bjó samkvæmt
sögunni í Faxagili í Hrafnkelsdal (1982:50). Gullveig er, eins og áður
sagði, af ýmsum talið eitt nafna Freyju en nafnið og það að Gullveig
er sögð vættur er hið eina í sögunni sem gefur til kynna tengsl við
Freyju. Á hinn bóginn verður ekki sagt að um afskræmingu sé að
ræða í sögunum af Gullveigu og Mærþöllu. Þriðja tilvikið er Koljreyja,
hálfskessa sem sögð er hafa búið að Kolfreyjustað til forna, tryllst að
lokum og „gengið í Staðarfjallið og lagst þar á Kolfreyjustaðarprestana
til að hamla viðgangi kristninnar og flæma prestana af landnámsjörð
sinni" (Sigfús Sigfússon (útg.) 1982:224). Nafnliðurinn Kol- kynni þá
að vera liður í afskræmingu Freyju eða í þessu tilviki djöfulvæðingu
(demóníseringu) gyðjunnar.
3.3 Freyja á Islandi
Væntanlega er spurt hver séu helstu merki Freyjudýrkunar á Islandi.
Kemur þá ugglaust einna fyrst upp í hugann kviðlingur sá er Hjalti
Skeggjason orti á Þingvöllum ári fyrir kristnitöku:
Vil ek eigi goð geyja;
grey þykki mér Freyja.
(Jakob Benediktsson (útg.) 1968:15)
Ætla má að Hjalti hafi valið Freyju að skotspæni vegna þess að hún
hafi verið voldugt goð á íslandi (Ingunn Ásdísardóttir 2007:181).
Þá má geta orða þeirra sem eignuð eru Þorgerði Egilsdóttur Skalla-