Orð og tunga - 01.06.2015, Page 154
142
Orð og tunga
grímssonar þegar Egill hugðist svelta sig til dauðs: „Engan hefi ek
náttverð haft, ok engan mun ek, fyrr en at Freyju" (Sigurður Nordal
(útg.) 1933:244). Þessi orð gefa eðlilega til kynna einhvers konar átrún-
að á Freyju sem dauðagyðju. Hlutverk Freyju sem dauðagyðju kemur
ljóslega fram í Grímnismálum en þar segir að Freyja eigi hálfan val á
móti Óðni (Gísli Sigurðsson (útg.) 1999:79).
Vart verður annað ráðið af eftirfarandi vísuhelmingum en að Hall-
freður vandræðaskáld hafi verið Freyjudýrkandi. Ólafur konungur
Tryggvason hafði neytt Hallfreð til að snúast til kristni. Hallfreður
orti því m.a.:
Mér skyli Freyr ok Freyja,
fj^rð létk af dul Njarðar,
líknisk grym við Grímni,
gramr ok Þórr enn rammi;
(Einar Ól. Sveinsson (útg.) 1939:158)
og hinn vísuhelmingurinn:
láta allir ýtar
Óðins blót fyr róða;
verðk ok neyddr frá Njarðar
niðjum Krist at biðja.
(Einar Ól. Sveinsson (útg.) 1939:159)
Njarðar niðjar eru að sjálfsögðu þau Freyr og Freyja sem skyldu vera
Hallfreði reið í fyrri vísuhelmingnum. Hallfreður nefnir fjögur goð
sem átrúnaðargoð sín og er það í samræmi við þá fjölgyðistrú sem
heiðnin virðist hafa þróast til undir lok þess siðar.
Beina tilvísan í Freyjudýrkun er að finna í Fljótsdæla sögu. Þar
segir frá næsta kostulegu innbroti þeirra Droplaugarsona í hof Bersa
á Bersastöðum. Sagan segir svo:
Þá gengr Helgi inn í hofit ok sér, at þar er ljóst, svó at hvergi
berr skugga á. Þar var allt altjaldat. Setit var þar á báða bekki.
Þar glóaði allt í gulli og silfri. Þeir blígðu augum ok buðu ekki
þeim, er komnir vóru. I öndvegi á hinn óæðra bekk sátu þeir í
samsæti Freyr ok Þór. Helgi snarar fyrir þá ok mælti svó: „Þar
siti þit, herjans synirnir. Munu þeim þykja þit vera sæmiligir
höfðingjar, sem ykkr dýrkar. Nú ef þit vilið, at vit bræðr trúim
ykkr sem aðrir, þá standið þit upp ok sýnið risnu af ykkr ok
bjóðið okkr bræðrum, því at nú er vónt veðr úti. Nú ef þit