Orð og tunga - 01.06.2015, Síða 162
150
Orð og tnnga
Fyrsta útgáfa bókarinnar var brautryðjendaverk, hin fyrsta sinnar
tegundar á íslensku, svo gert var ráð fyrir þá þegar að fljótlega þyrfti
að endurskoða hana, lagfæra og bæta við. Bókinni var mjög vel tekið
af almenningi og fræðimönnum og þremur árum síðar (1988) var hún
gefin út aftur nánast óbrey tt en þá búið að leiðrétta og laga ýmislegt sem
notendur höfðu bent á, til dæmis hafði Jónatan Þórmundsson lagfært
samheiti í lagamáli. Önnur útgáfan hefur verið endurprentuð reglu-
lega, síðast árið 2008. Islensk samheitaorðabók hefur verið ómissandi
handbók um íslenskt mál, einkum þeim sem fást við skriftir, og ég
hygg að flestir íslenskukennarar hafi ráðlagt nemendum sínum að
nota bókina í því skyni, enda er bókin hæfilega stór, prentuð á góðan
pappír með góðu letri og handhæg í notkun. Óhætt er að fullyrða að
bókin hefur reynst mörgum drjúgur orðasjóður.
A fyrstu árunum var hugmyndin sú að gefa út samheitaorðabók
þar sem orðin voru flokkuð eftir efni og Svavar hóf undirbúning að
slíkri útgáfu á árunum 1990 til 1991. Frá því segir í formála 3. útgáfu að
horfið hafi verið frá þeirri áætlun og nefnt til skýringar að Jón Hilmar
Jónsson hafi verið að undirbúa einhvers konar merkingarflokkaða
samheitaorðabók. Bók Jóns Hilmars, Orðastaður. Orðabók um íslenska
málnotkun, kom út hjá Máli og menningu árið 1994, og fékk mikið
lof sem brautryðjendaverk. Jón Hilmar endurskoðaði bókina og jók
við hana í nýrri útgáfu árið 2001 og ári síðar sendi hann frá sér aðra
bók um íslenska málnotkun, Orðaheim. Hvorug þessara bóka var þó
samheitaorðabók í venjulegum skilningi. I Orðastað var lögð áhersla
á að sýna dæmi um notkun hvers orðs í ólíkum merkingum, bæði
samsetningar og orðasambönd, en í Orðaheimi voru flettiorðin hug-
takaheiti sem sameinuðu merkingarlega samstætt orðafar, en ekki
beinlínis samheiti. Sú bók var samt mun nær því að gegna hlutverki
samheitaorðabókar en hin fyrrnefnda. Báðar bækurnar voru skömmu
síðar sameinaðar í eina bók, Stóru orðabókina um íslenska málnotkun
(Jón Hilmar Jónsson 2005) sem ég hef fjallað um annars staðar (Baldur
Sigurðsson 2006). Hún er yfir 1500 blaðsíður í stóru broti. Þótt þess-
ar bækur Jóns Hilmars hafi haft áhrif á áætlanir Svavars um endur-
skoðun Samheitaorðabókarinnar var ljóst að þær komu engan veginn
í stað þeirrar handhægu bókar sem Svavar hafði upphaflega ritstýrt.
2 Orðaforði og heimildir
í fyrstu útgáfu íslenskrar samheitaorðabókar voru tvær orðabækur lagð-