Orð og tunga - 01.06.2015, Side 168
156
Orð og tunga
armun á afbrigðum eftir því hvort þau stafa af því að orðið er á leið út
úr málinu, á leið inn í málið eða víkja af öðrum ástæðum frá almennu
og viðurkenndu máli. Fyrir fólk á miðjum aldri eða eldra er oftast
auðvelt að greina þarna á milli en fyrir ungt fólk, sem miklu fremur
hefur þörf fyrir góðar og nákvæmar upplýsingar í samheitaorðabók,
er alls ekki augljóst hvers vegna sum orð eru merkt með stjörnu en
önnur ekki, og telja má ólíklegt að ungir lesendur ómaki sig við að
leita frekari upplýsinga annars staðar.
Samrituð orð (e. homograph) eru aðskildar flettur2 og auðkenndar
með tölu ef þau eru í fyrsta lagi af ólíkum orðflokki: ’andvaka ...
svefnleysi - 2andvaka 1 ób svefnlaus. í öðru lagi af ólíku kyni: ’líki k
jafni - 2líki h gervi, og í þriðja lagi ekki samhljóma: ’villa villudómur;
... 2villa [/-/] einbýlishús, 3villa afvegaleiða .... Hér er [/-/] notað til
að tákna langt [1] í framburði á -//- í stað [tl] eins og meginreglan
er í orðum af íslenskum uppruna. I fjórða lagi eru orð aðgreind, að
minnsta kosti stundum, ef þau hafa ólíka fallstjórn eða beygingu.
Tölumerkingar eru notaðar til að aðgreina fimm flettur af orðinu
ver: '*ver k maður; eiginmaður, wver k eða h áratog, 3ver h haf; ... , 4ver
ao, mst verr, 5*ver / bilgjarn. Ef við berum þessa aðgreiningu saman við
fyrrgreind dæmi um andvöku, líki og villu virðist sem tölusetning hafi
fyrst og fremst það hlutverk að aðgreina orð á formlegum forsendum
jafnvel þótt þau séu sömu merkingar. Innan orðsgreina eru svo iðu-
lega talin orð og orðasambönd sem hafa ólíka merkingu og þar með
önnur samheiti og sannarlega álitamál hvort þau eiga heima undir
sömu flettunni.
Dæmið um ver sýnir ekki aðeins gildi tölumerkinga, heldur einn-
ig stjörnumerkinga, upplýsinga um orðflokk eða kyn og notkun ská-
leturs til að vísa á þau orð þar sem finna má fleiri samheiti. í fyrstu
útgáfu bókarinnar var orðið ver fjórar flettur, og stjörnumerkt orð
nú voru þá merkt með krossi sem fornt eða úrelt mál. Fimmta orðið,
lýsingarorðið ver, finnst hvorki í ÍO (1983, 2002) né Ritmálssafni OH
og því ekki gott að vita hvað stjarnan táknar. I merkinguna má að
vísu ráða með því að fletta upp orðinu bilgjarn en reynst getur torsótt
að leita sér heimilda um lýsingarorðið ver annars staðar, eins og les-
endum er ráðlagt í formála ef þeir vilja fræðast um stjörnumerkt orð.
Algengasta nútímamerking nafnorðsins ver er líklega í orðunum
2 Erlenda hugtakið homonym hefur verið þýtt með samyrði í Biblíulykli (1994) og
Nordisk leksikografisk ordbok (1997). Samyrði getur verið ýmist samritað (e. homo-
graph) eða samhljóma (e. homophone) eftir því hvort miðað er við rithátt eða
framburð.