Orð og tunga - 01.06.2015, Side 171
Ritdómur
159
setningarlegir eiginleikar væru sýndir til að skýra aðgreiningu og
flokkun orða í bókinni.
Innan hverrar orðsgreinar er samheitum raðað eftir merkingum
flettunnar og er hvert merkingarsvið afmarkað með semikommu.
Innan hvers sviðs eru orðin talin í stafrófsröð. Nokkur orð eru ská-
letruð, en flest ekki. Um merkingu skáleturs segir í formála að 1. út-
gáfu: „vísað er til þess orðs til nánari skýringar". Athugun á notkun
skáleturs í bókinni bendir til að það sé notað til að vísa til algengasta
eða almennasta orðs með viðkomandi merkingu, og um skýringar er
hæpið að tala í orðabók þar sem eru engar skýringar. Skýring - ef unnt
er að nota það orð - felst fyrst og fremst í upptalningu samheita við-
komandi orðs, og sú virðist meginreglan; undir skáletruðum orðum
er jafnan að finna fleiri samheiti en undir öðrum. Þar sem örvarnar
eru ekki lengur notaðar í bókinni sýnist manni skáletrið gegna því
mikilvæga hlutverki að tengja orðaforða bókarinnar. Orð með beinu
letri eru að jafnaði einnig sjálfstæðar flettur í bókinni og þar vísað í
aðalorð með skáletri.
Dæmi um vel heppnaða notkun skáleturs til að tengja saman orða-
forða á ákveðnu sviði má sjá með orðinu drukkinn. Undir því orði eru
talin í stafrófsröð 46 samheiti, orð eða orðasambönd, sömu merkingar.
í fyrstu útgáfu voru þau 31. Glöggur lesandi getur hæglega greint
mismunandi stig drykkjunnar í þessum ríkulega orðaforða en ritstjóri
hefur ekki hætt sér út í að aðgreina þau með semikommu, enda
óvíst hvað stigin ættu að vera mörg og sömuleiðis kann fólk að hafa
mismunandi hugmyndir um nákvæma merkingu. Þess í stað eru tvö
skáletruð orð meðal samheitanna, augafullur og góðglaður, sem allir
ættu að geta verið sammála um að tákna mismunandi stig ölvunar. Sé
flett upp orðinu augafullur blasa við 56 samheiti (46 í fyrstu útgáfu),
bæði orð og orðasambönd, í samfelldri stafrófsröð, sem öll eiga við
þá sem eru ofurölvi, og þar af eru nánast engin sameiginleg þeim
orðum sem talin voru undir drukkinn, nema orðið drukkinn, sem þar
er eina skáletraða orðið. Undir flettunni góðglaður má síðan finna 28
orð (26 orð í fyrstu útgáfu) um þá sem hafa drukkið heldur minna,
og einungis örfá eru sameiginleg með þeim sem talin voru undir
drukkinn. Á meðal þeirra er eitt orð skáletrað, drukkinn, sem vísar í
aðalorðið.
I fyrstu útgáfu er á því samheiti við drukkinn en í þriðju útgáfu eru
bæði á'ðí og í'ðí skráð samheiti. Samböndunum á felgunni og á skallan-
um var áður raðað með/og s en í 3. útgáfu eru öll slík sambönd saman
undir á. Orðið edrú bætist við sem andheiti orðsins drukkinn. Hér eru