Orð og tunga - 01.06.2015, Síða 175
Ritdómur
163
finna orðið *ráter undir flettunni beinir. Því miður reynist orðið *ráter
ekki vera sérstök fletta í bókinni, sem hún þó hefði þurft að vera því
fjöldinn þekkir ráter en fáir beini.
5 Málfræðiupplýsingar
í formála 1. útgáfu segir að málfræðiupplýsingar séu gefnar „þegar
þurfa þykir". Sú vinnuregla virðist óbreytt í 3. útgáfu. Ekki eru upp-
lýsingar um orðflokk og kyn nafnorða nema vafi leiki á, þó er að jafn-
aði sett l ób við óbeygjanleg lýsingarorð. Dæmið um ver 1-5 hér að
ofan sýnir hveru mikil þörf getur verið á að merkja bæði orðflokk
og kyn. Undirritaður lesandi hefur aldrei skilið þá vinnureglu sumra
orðabókarritstjóra að fylgja ekki fastri reglu eða kerfi um merkingar
eða skýringar, heldur skýra „þegar þurfa þykir", sem er auðvitað
ekkert annað en geðþóttaákvörðun. Vissulega þarf ekkert að efast um
dómgreind orðabókarritstjóra en hvorki hann né aðrir geta dæmt um
hvenær notendur af ólíku sauðahúsi þurfa málfræðilegar upplýsing-
ar. Öll geðþóttastjórnun í þessum efnum býður heim hættu á mis-
ræmi og misskilningi og hvernig eigum við að kenna börnum okkar
að sækja sér málfræðiupplýsingar í orðabók þegar þessar upplýsingar
eru bara á stangli þegar ritstjóranum þykir við þurfa? Nafnorð sem
enda á -ur geta verið ýmist karlkyns eða kvenkyns, og orð sem enda á
-n geta verið ýmist nafnorð eða sögn, jafnvel lýsingarorð, og nafnorðin
ýmist í kvenkyni eða karlkyni. Hér að ofan voru talin dæmi um orðin
nadda, nanna, nappa og villa. Hvergi er getið um orðflokk og lesandi,
sem ekki þekkir orðið, getur ekki vitað hver orðflokkurinn er nema
hann hafi vit til að ráða hann af samheitunum. Svipuð þraut blasir
við þeim sem reynir að skilja hvers vegna sögnin brenna er aðgreind í
tvær flettur. Upp í hugann koma orð Þórbergs Þórðarsonar um þann
megintilgang bóka „að þær eru ekki ritaðar handa þeim, sem vita,
heldur hinum, er ekki vita".
6 Að lokum
Þriðja útgáfa samheitaorðabókarinnar er tímabær endurnýjun á bók
sem er mörgum málnotendum afar kær. Hún er vissulega aukin og
endurbætt en er enn það frumkvöðlaverk sem hún var í upphafi,
barmafull af safaríkum orðaforða tungunnar á fjölmörgum sviðum,