Morgunblaðið - 16.06.2016, Side 1

Morgunblaðið - 16.06.2016, Side 1
F I M M T U D A G U R 1 6. J Ú N Í 2 0 1 6 Stofnað 1913  139. tölublað  104. árgangur  RAGNHEIÐUR TRÚBADOR MEÐ AULAHÚMOR EVE ONLINE SKILAR MILLJÖRÐUM FJÖLNIR SKAUST Á TOPPINN Í PEPSI-DEILDINNI VIÐSKIPTAMOGGINN KNATTSPYRNA ÍÞRÓTTIRÚTGÁFUTÓNLEIKAR 30 H V ÍT A H Ú S IÐ / A ct av is 6 1 6 0 3 0 Terbinafin Actavis 10mg/g 15 g krem TA H Ú S IÐ / A ct av iss 6 1 6 0 3 0 Morgunblaðið/Ómar Fjölgun Bandaríkjamenn voru 20% er- lendra ferðamanna í byrjun ársins 2016.  Bandarískum ferðamönnum hér á landi fjölgaði um 67,5% milli ár- anna 2015 og 2016. Ásgeir Jónsson, deildarforseti hagfræðideildar Há- skóla Íslands, telur að koma þeirra hingað geti verið ein ástæðna þess að velta erlendra greiðslukorta stórjókst á fyrstu mánuðum ársins, en í aprílmánuði nam hún um 14,6 milljörðum og jókst um 57% frá sama mánuði í fyrra. Frá janúar til maí komu til lands- ins 107.103 Bandaríkjamenn, sam- anborið við 63.944 á sama tímabili á síðasta ári, en Bandaríkjamenn eru um 20% allra ferðamanna sem hingað komu á fyrstu mánuðum ársins. »4 Mikil fjölgun banda- rískra ferðamanna eykur kortaveltu Hvarf Guðmundar » Guðmundur Einarsson, 18 ára, hvarf eftir dansleik í Hafn- arfirði 29. janúar 1974. » Samkvæmt skýrslum fyrir dómi lenti Guðmundur í átök- um eftir dansleikinn og lést. Árni Grétar Finnsson agf@mbl.is Lögreglan gerði húsleit í fyrradag á heimili sambýliskonu annars tveggja manna sem yfirheyrðir voru vegna Guðmundarmálsins. Skilyrði fyrir slíkri leit eru að rökstuddur grunur leiki á að framið hafi verið brot sem sætt getur ákæru og að sakborning- ur hafi verið þar að verki, enda séu augljósir rannsóknarhagsmunir í húfi. Mennirnir, sem handteknir voru í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmálið, hafa báðir afplánað refsidóma, annar margoft og hinn hlotið þunga dóma, samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins. Friðrik Smári Björgvinsson, yfir- maður rannsóknardeildar lögreglu höfuðborgarsvæðisins, og Davíð Þór Björgvinsson, settur saksóknari endurupptöku Guðmundar- og Geir- finnsmálsins, vildu ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Samkvæmt heimildum mun rann- sókn lögreglunnar einkum snúa að því hvort mennirnir tengist mögu- lega flutningi á líki Guðmundar Ein- arssonar, sem hvarf hinn 29. janúar 1974 í Hafnarfirði. Lögreglan gerði húsleit  Mennirnir sem voru yfirheyrðir nýlega vegna hvarfs Guðmundar Einarssonar 1974 hafa báðir afplánað refsidóma  Tengsl við meintan líkflutning rannsökuð MGuðmundarmál »10 Morgunblaðið/ Arnaldur Í röð Ferðamenn kvarta helst yfir biðröðum á kamarinn hér á landi. Léleg salernisaðstaða, hátt verð á áfengi og lítil gæði gistingar er það sem ferðamenn kvarta helst yfir hér á landi að sögn fjögurra leiðsögumanna sem spurðir voru um viðhorf erlendra ferðamanna til lands og þjóðar. Algengustu spurningarnar sem leiðsögumennirnir fá eru um hús- næðisverð á Íslandi og hvernig Ís- lendingar takist á við skamm- degið. Náttúrufegurðin er svo það sem heillar erlendu ferðamennina mest og sífellt fleiri koma hingað einir vegna öryggisins. » 12-13 Kvarta yfir klósettunum  Ferðamenn forvitnir um íbúðaverð Baráttan var hörð á milli keppenda í B-flokki WOW Cyclothon þegar hjólreiðamenn fóru framhjá ljósmyndara Morgunblaðsins í Hvalfirði í gær. Hópurinn lagði af stað frá Egilshöll klukk- an 18 en ræsing var í A-flokki um klukkustund fyrr. Munurinn á milli flokka er sá að í B-flokki eru 10 manns í liði á meðan þeir eru fjórir í A- flokki. Að þessu sinni taka alls um 1.000 hjól- reiðamenn í yfir 100 liðum þátt í keppninni. Hjólreiðamenn tóku Hvalfjörðinn af miklum krafti Morgunblaðið/Eggert Mikil stemning í WOW Cyclothon  Breytingar sem Seðlabank- inn gerði fyrr í vikunni á skil- málum í tengslum við aflandskrónuút- boð sem fram fer í dag, eru sam- kvæmt heim- ildum Morgun- blaðsins, taldar auka líkurnar á þátttöku í því. Í aðdraganda þess að Seðlabankinn kynnti skilmálana gengu fulltrúar eigenda aflands- króna meðal annars af fundi stjórn- valda. »ViðskiptaMogginn Titringur vegna aflandskrónuútboðs Lögmaður Kaffitárs hefur sent Sýslumanninum á höfuðborgar- svæðinu beiðni um að aðför verði gerð að gögnum í fórum Isavia. Beiðnin varðar gögn sem Kaffitár hefur lengi kallað eftir og tengjast samkeppni sem Isavia efndi til um leigurými í flugstöð Leifs Eiríks- sonar á Keflavíkurflugvelli. Aðfar- arbeiðnina byggir Kaffitár á úr- skurði Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll fyrr í vikunni. Isavia hef- ur lýst því yfir að niðurstaða dómsins verði kærð til Hæstarétt- ar. Í niðurstöðu héraðsdóms er hins vegar áréttað að möguleg kæra til Hæstaréttar fresti ekki réttar- áhrifum dómsins. Leiðir dómari þá niðurstöðu af þeirri staðreynd að Isavia láðist að krefjast þess í mál- inu að málskot til Hæstaréttar myndi fresta réttaráhrifum af nið- urstöðu héraðsdóms. „Isavia getur sannarlega kært niðurstöðuna en það er útilokað að það verði tekið fyrir fyrr en að loknu réttarhléi í haust og þá verður Kaffitár væntanlega fyrir löngu komið með gögnin í hendur,“ segir Ragnar H. Hall, lögmaður Kaffitárs. »ViðskiptaMogginn Kaffitár leitar atbeina sýslumanns gegn Isavia

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.