Morgunblaðið - 16.06.2016, Síða 12

Morgunblaðið - 16.06.2016, Síða 12
Hver er algengasta spurning erlendra ferðamanna um land og þjóð? Hvað finnst þeim skrýtnast á Íslandi? Hvað heillar þá mest? Yfir hverju kvarta þeir helst? „How do you like Iceland?“ Spurningin hér að ofan þótti klassísk og varð eiginlega ekki brandari fyrr en fréttamaður beindi henni að Ringo Starr nýlentum í Keflavík árið 1984. „Don’t be crazy! I just got off the plane,“ svaraði bítillinn. Síðan hefur varla nokkur Íslendingur þorað að bera upp svona heimóttarlega spurningu. En hvað skyldi annars öllum þessum erlendu túristum finnast um land og þjóð? Líta til dæmis Kínverjar landið sömu augum og Frakkar, eða heillar Spánverja það sama og Bandaríkjamenn? Fjórir íslenskir leiðsögumenn svara fjórum spurningum um viðhorf sinna helstu viðskiptavina. Morgunblaðið/RAX 1. 2. 3. 4. 12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 2016 Í dag kl. 15:30 verður opnuð sérsýn- ing um geirfuglinn í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Sýningin er samstarfs- verkefni Náttúruminjasafns Íslands og Ólafar Nordal myndlistarmanns. Í tilkynningu segir að geirfugl sé út- dauð tegund, en talið er að síðustu tveir geirfuglarnir á jörðu hafi verið drepnir í Eldey árið 1844. Á sýning- unni getur að líta uppstoppaðan geir- fugl sem keyptur var 1971, uppdrátt af Geirfuglaskeri frá því um 1770 sem sýnir veiðar á geirfugli og fleiri svart- fuglum, og ný verk eftir Ólöfu Nordal: Ellefu ljósmyndir af líffærum og inn- yflum síðustu geirfuglanna eins og þau eru varðveitt í Náttúrufræðisafni Danmerkur, frásögn af drápi síðustu geirfuglanna í Eldey og myndskeið sem sýnir veiðar á fugli í Vestmanna- eyjum. Sýningunni er ætlað að vekja fólk til umhugsunar um mikilvægi ábyrgrar og siðlegrar umgengni við undur og auðlindir náttúrunnar. Út- rýming geirfuglsins er svartur blettur í sögu mannkyns og þar eiga Íslend- ingar sinn þátt. Vitneskja og þekking á náttúru og umhverfi var takmark- aðri þá en nú, en samt eiga núlifandi ættingjar geirfuglsins, haftyrðill, stuttnefja og fleiri svartfuglar, í vök að verjast vegna veiða og loftslags- hlýnunar. Það vekur spurningar um hvað við höfum lært. Uppstoppaður geirfugl og ljósmyndir af líffærum Geirfugl – Aldauði tegundar Morgunblaðið/Golli List Í verkum Ólafar Nordal er m.a frásögn af drápi síðustu geirfuglanna. 1. Hvað íbúð kosti, hvernig laun og skattar séu,hvernig heilbrigðiskerfið og/eða mennta- kerfið sé eða hverjir séu helstu atvinnuvegirnir. Og oftar en ekki, jafnvel um mitt sumar, brennur ein spurning á vörum: Sjáum við norðurljós? 2. Að engir gamlingjar skuli sjást á ferli útiviðí þorpum og bæjum landsins. Spánverjum kemur (ó)spánskt fyrir sjónir að karlar og kerl- ingar sitji ekki á rökstólum utandyra eða sjáist, þótt ekki væri nema í mýflugumynd, einhvers- staðar á gangi. Reyndar sést vart nokkur á ferli neinsstaðar. Og í fyrrasumar fékk ég eina eft- irminnilega spurningu: Hvers vegna eru alltaf þrjár kindur saman við veginn? Þetta var um miðjan ágúst og ulluð lömbin orðin nær jafnstór mæðrum sínum, vegarollunum, sem flestar eru tvílembdar. 3. Spánverjar halda ekki vatni yfir öllu vatn-inu, fossunum, fljótunum, jöklunum og láta heillast af hraununum, söndunum, jarðflekunum, jarðvarmanum, eldfjöllunum og síbreytilegri birt- unni: þ.e. galdrinum í landinu. Og ekki verra að kynda undir þeim galdri t.a.m. með sögum af 19. aldar manninum og langalangafa mínum í beinan karllegg, honum Ögmundi í Auraseli, síðasta galdramanni á Íslandi, sem veitti vatnsföllum að vild sinni með göldrum, segir í þjóðsögum, og með því að segja þeim frá afa hans, Páli Nikulás- syni, bónda á Núpi í Fljótshverfi, og Guðrúnu, konu hans, en þau flýðu Skaftárelda sumarið 1783 með fjölskyldu sína vestur sanda í móð- unni... 4. Litlum gæðum sumrar gistingar. Og hrein-lætisaðstöðu sumsstaðar sem þeim finnst eins og fleirum heldur skítleg... Morgunblaðið/Kristinn Engir gaml- ingjar á ferli Kristinn R. Ólafsson Helstu viðskiptavinir: Spánverjar og annað spænskumælandi fólk Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Látið okkur sjá um þvottinn fyrir heimilið Háaleitisbraut 58-60 • 108 Reykjavík • haaleiti@bjorg.is • Sími 553 1380 GÆÐI – ÞEKKING – ÞJÓNUSTA Takið frí frá þvottahúsinu í sumar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.