Morgunblaðið - 16.06.2016, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 2016
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Mannskapur úr brúarvinnuflokki Vegagerð-
arinnar í Vík í Mýrdal ætlar í dag að steypa
fjórða og síðasta stöpulinn í nýrri brú yfir
Morsá á Skeiðarársandi. Það
mannvirki kemur í stað Skeið-
arárbrúarinnar sem er hin
lengsta á Íslandi, 880 metra
löng. Brúin var tekin í notkun
árið 1974 og með því varð
hringvegurinn svonefndi til.
„Við hófumst handa hér á
sandinum í haust og fyrst
rákum við niður staura sem
eru undirstaða brúarstöpl-
anna,“ segir Sveinn Þórð-
arson, brúarsmiður og verkstjóri. Í flokki hans
eru tíu menn sem flestir hafa áður sinnt svona
verkefnum.
Brúin nýja er 68 metra löng, 10 metrar á
breidd, tvær akreinar og í þremur höfum.
Næsta mál á dagskrá, þegar stöplarnir eru
komnir, er svo að steypa brúargólfið og verður
það væntanlega gert í byrjun september. Í
mannvirkið fara alls um 980 rúmmetrar af
steypu.
Í Skeiðarárhlaupinu árið 1996 tók hluta brú-
arinnar miklu af, svo endurbyggja þurfti 176
metra af henni. Síðan þá hafa aðstæður við jökla
og á söndum eystra breyst mikið og er nú svo
komið að Skeiðará fellur að mestu í Gígjukvísl.
Það er því aðeins Morsá sem rennur undir
brúna löngu sem nú eftir 42 ára notkun þarfnast
viðhalds. Skv. upplýsingum frá Vegagerðinni er
talið að nokkur hundruð milljónir myndi kosta
að skipta um timbur í brúargólfi og fleira. Var
því talið betra og skynsamlegra að byggja nýja
brú.
Áætlaður kostnaður við byggingu Mors-
árbrúar er um 260 milljónir. „Þegar steypuvinnu
í haust lýkur stöðvast framkvæmdir sem er auð-
vitað miður, þegar þetta verk er svo langt kom-
ið,“ segir Sveinn Þórðarson. Hann bendir þar á
að fjármunir til vegagerðarinnar fáist, að
óbreyttu, ekki fyrr en á næsta ári. Það þýði að
leggja þarf í nokkurn kostnað til að halda gömlu
Skeiðarárbrúnni við, þannig að hún verði á vet-
ur setjandi og dugi fram á næsta ár.
Síðasti stöpullinn steyptur
Ljósmynd/Sveinn Þórðarson
Framkvæmdir Stöplar brúar yfir Morsá eru nær tilbúnir og senn verður byrjað á smíði brúargólfsins.
Ný Morsárbrú í smíðum Kemur í stað Skeiðarárbrúarinnar miklu frá 1974
sem er á síðustu metrunum Fé vantar og vegagerð verður að bíða næsta árs
Sveinn
Þórðarson
ÍSLENSKAR BÓKMENNTIR
„Um ýmsa þætti
í ævi Kristmanns
fjallar Sigurjón
á afar skemmtilegan
og næman hátt
í sögu sinni.“
Illugi Jökulsson
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Í sparnaðarskyni verða færri nemendur teknir inn í
Menntaskólann í Reykjavík á næsta skólaári en upp-
haflega var gert ráð fyrir.
„Það voru óvenjumikil veikindi með-
al kennara MR í vetur og því þurftum
við að greiða milli 10 og 20 milljónir
króna, umfram það sem áætlað hafði
verið vegna forfallakennslu,“ sagði
Yngvi Pétursson, rektor MR, í samtali
við Morgunblaðið í gær.
Hann segir að nokkur ár séu frá því
að hætt var að gera ráð fyrir forfalla-
kennslu í fjárveitingum ríkisins til
framhaldsskóla í landinu og því þurfi
MR eins og aðrir framhaldsskólar að
taka þessa fjármuni af rekstrarfé skólans.
„Þetta er auðvitað bagalegt, en það er ekkert við þessu
að gera, annað en að leita hagræðingar, því ef upp koma
veikindi kennara verðum við að sjálfsögðu að sjá nem-
endum okkar fyrir forfallakennslu,“ sagði Yngvi.
Fram kom í Morgunblaðinu í fyrradag að 265 umsóknir
um skólavist bárust MR frá 1. árs nemendum sem fyrsta
val og 171 umsókn sem annað val, þannig að samtals voru
umsækjendur 436.
Í tölum frá síðustu áramótum var áætlað að MR myndi
taka inn 250 nýnema í haust, en Yngvi sagði í gær, að sú
tala hefði nú verið lækkuð í 235 nemendur, sem væri
vegna ofangreinds kostnaðarauka og smæðar ákveðinna
skólastofa.
Mikil veikindi kennara MR
Morgunblaðið/Styrmir Kári
MR Óvenjumikil veikindi kennara kostuðu mikið.
Spara með færri nemum
Yngvi
Pétursson
Viðrað hefur vel til allskonar útiveru síðustu
daga, fyrir stóra sem smáa.
Göngutúr með eitt barn í kerru, annað á hjól-
hesti, það þriðja á hlaupahjóli og fjórða fótgang-
andi er skemmtilega fjölbreyttur og eflaust fjör-
ugur á góðum dögum.
Morgunblaðið/Eggert
Í bænum með börnunum
Útlit er fyrir að þjóðhátíðarhelgin
verði heldur vot. Á morgun, 17. júní,
er spáð hægri suðlægri eða breyti-
legri átt, skýjuðu með köflum og víða
skúrum. Hiti verður 10-15 stig.
Óli Þór Árnason, veðurfræðingur
hjá Veðurstofu Íslands, sagði að
skýjað yrði um landið sunnan- og
vestanvert. Líklega verða skúrir
nokkuð víða, sérstaklega inn til
landsins. Meiri hætta er á skúrum
þar sem hafgolunnar gætir ekki.
Einna síst er hætta á skúrum suð-
austantil á landinu.
Á laugardag ganga myndarleg skil
yfir landið. Strekkingsvindur verður
suðvestantil á landinu og mun rigna
nokkuð vel þegar kemur fram yfir
hádegið. Horfur eru á vætu eitthvað
fram í næstu viku. gudni@mbl.is
Skúrum
spáð 17. júní
Fiskistofa segir á heimasíðu sinni að
það sé óstaðfest að regnbogasilung-
ur hafi sloppið úr sjókví fyrirtækis-
ins ÍS-47 í Önundarfirði.
Fiskistofa segir að í tilefni frétta af
því að regnbogasilungur hafi sloppið
í Önundarfirði vilji hún koma því á
framfæri að í samskiptum Fiskistofu
við Matvælastofnun í fyrradag hafi
komið fram að fiskur hafi sloppið úr
kví ÍS-47. Fiskistofa taldi að það
væri staðfest, en svo reyndist ekki
vera.
Þegar Fiskistofa hafði samband
við ÍS-47 hafði ekkert komið fram í
starfsemi fyrirtækisins sem gaf til-
efni til að ætla að fiskur hefði sloppið.
Fiskistofu barst ábending um að
regnbogasilungur væri í sjó í Önund-
arfirði. Það hefur ekki fengist stað-
fest. „Fiskistofu þykir miður að
rangar upplýsingar hafi farið í frétt-
ir,“ segir í fréttinni. gudni@mbl.is
Óstaðfest
að silungur
hafi sloppið
Önundarfjörður Hermt var að
regnbogasilungur hefði sloppið.
Silungseldi
í Önundarfirði