Morgunblaðið - 16.06.2016, Side 29
DÆGRADVÖL 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 2016
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Ef þú er þreyttur skaltu ekkert vera
að pína þig í að gera hluti sem mega bíða til
morguns. Bíddu í nokkra daga og sjáðu til
hvort ástandið lagast.
20. apríl - 20. maí
Naut Hæfni þín til að leita frumlegra lausna
á vandamálum kemur fólki á óvart í dag.
Haltu athyglinni á starfinu því að það heldur
heimilinu uppi.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Nýttu þér greiða sem þú átt inni
til þess að koma verkefni áleiðis. Vinna og
viðhorf koma þér yfir allar hindrandir
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þessi tími er þér gagnlegur til sköp-
unar svo þú skalt reyna að fá sem mest tóm
til þeirra starfa. Og þér kann að takast að
lægja deilur um sameiginlegar eigur.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Það standa á þér öll spjót og þú átt
erfitt með að bera af þér lögin.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þegar samband gengur ekki jafn
smurt og þú vildir óska, reyndu þá að sjá líf-
ið með augum hins aðilans. Gerðu málin
upp í hvelli svo þú getir haldið ótrauður
áfram – reynslunni ríkari.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú hagnast á hvers kyns rannsóknum í
dag, ekki síst ef viðfangsefnið er af fjárhags-
legum toga. Hugsaðu málið alveg upp á nýtt
og finndu færa leið.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Einhver á vinnustað, kannski
kona, veitir þér minniháttar fyrirstöðu þegar
þú kemur með tillögur. Annað hvort í gegn-
um ferðalög eða leiðsögn.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Það er gaman að sigla fyrir full-
um seglum en vertu viðbúinn því að vind-
urinn geti blásið úr annarri átt. Til allrar
hamingju er samband þitt við samstarfsfólk
og viðskiptavini mjög gott.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú gleymdir, í einhvern tíma,
vissu atriði á tossalistanum þínum, en það
mun minna á sig. Farðu þér hægt og vertu
ekki með neinar kúnstir.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Það er betra að líta fram á veg-
inn þegar maður vinnur mikið. Má vera að
einmitt þeir sem eru nógu klárir til að taka
eftir þrautseigjunni, hrósi ekki of auðveld-
lega.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Að vera viðkunnalegur eða góður er
stórlega ofmetið. Vitur leiðbeinandi mun
vísa þér leið til drauma þinna og gæti meira
að segja verið tilbúinn til að sinna þér sér-
staklega.
Kerlingin á Skólavörðuholtinusegir frá því að hún hafi heyrt
frá því sagt að nýverið hefðu alls
konar ólögleg lyf verið gerð upp-
tæk, þar á meðal stinningarlyf.
„Þetta kom mér ekki á óvart,“
skrifar hún, „en rifjaði upp fyrir
mér nýlegt atvik“:
Af feikilegri færni réð
fljótt við stutta kynningu
að Imbi G var einmitt með
ólögmæta stinningu.
Ólafur Stefánsson er vel að sér í
Fornaldarsögum Norðurlanda:
Skyldi í það vera varið,
að virkja lög um stinningu?
Í Bósasögu er fínt í farið
að folar þurfi brynningu.
Ég hitti karlinn á Laugaveginum
og fór með þennan kveðskap fyrir
hann. Hann hnykkti höfðinu aftur
og upp, eilítið til vinstri, og tautaði:
Karlinn nokkuð kotroskinn
kallaðist á við frúna,
staldraði við og stakk sér inn:
„Það er stinningur í ‘onum núna!“
Páll Imsland heilsaði og sagði:
„Ég er nú svo montinn af folanum
mínum og félaga minna að það er
farið að brjótast út í limrum:“
17 með fyljum er foli
fagur og kallaður Moli.
Hann sinnir þeim lipur
enda sómafínn gripur
með skrokkfylli af þreki og þoli.
Kristján Runólfsson bauð góðan
daginn á fésbók með þessari limru:
Ég leitaði dyrum og dyngjum,
að dálitlu til þess að syngj́um,
ekkert þó fann ég
og enn minna kann ég –
það er ófremd í orðanna pyngjum.
Þessa vísu Kristjáns má lesa bæði
lárétt og lóðrétt:
Vísur fagrar fylla hugann,
fagrar myndir hjartað fanga,
fylla hjartað höfug ljóðin,
hugann fanga ljóðin slyngu.
Ég er ekki frá því, að Kristján sé
vel að sér í kerlingabókum:
Þegar ég hef þursabit,
þá er besta ráðið,
að sitja og lesa rímna rit,
og róa fram í gráðið.
Gunnar J. Straumland birti þess-
ar skemmtilegu valhendur á Boðn-
armiði:
Hjá skógarþresti í Skorradal ég skynja frið.
Sálartetrið sælt er við
söngva hans um lágnættið.
Sárafátt er sælla en íslensk sumarkvöld.
Ef þau verða orðin köld
ylur hjartans tekur völd.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af ólöglegri lyfjameðferð
og skagfirskar vísur
Í klípu
LEYNIUMFERÐARLÖGREGLUMENN ERU
HARÐIR Í HORN AÐ TAKA.
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„EF ÞÚ TRÚIR EKKI AÐ MAÐURINN SÉ
KOMINN AF ÖPUM ÆTTIRÐU AÐ FARA
OG SKOÐA PABBA ÞINN VEL.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... þið og ekkert
nema þið.
Ó, HVAÐ ÉG
ÞJÁIST!
LEIÐ-
RÉTTING
Ó, HVAÐ ÉG LÆT
AÐRA ÞJÁST!
HEFURÐU SÉÐ ÓVININN
HÉRNA?
JÁ! ÞAÐ ER ÚLFAHJÖRÐ
RÉTT HANDAN
HÆÐARINNAR!
Ég gæti sagt þér hvers
vegna ég stoppaði þig - en
þá þyrfti ég að drepa þig.
Víkverji hreinlega ærðist af fögn-uði þegar Birkir Bjarnason
hamraði boltann inn gegn Portúgal í
fyrrakvöld. Af virðingu við frú Vík-
verja hafði hann að mestu vanið sig
af því að hrópa á sjónvarpið yfir fót-
boltaleikjum, en að þessu sinni gat
hann ekki stillt sig um eitt allsherjar
gleðióp. Raunar virðist sem hann hafi
ekki verið sá eini, miðað við lætin
sem bárust frá húsum nágrannanna.
Enda mikil gleðistund fyrir Íslend-
inga og fleiri.
x x x
Ef marka má samfélagsmiðla virð-ist sem einungis Portúgalar hafi
haldið með sínu liði í þessum leik.
Helgast það líklega af tvennu. Í
fyrsta lagi virðist eitthvað vera í
mannlegu eðli sem heldur alltaf með
lítilmagnanum í íþróttakeppnum af
þessu tagi, og íslenska landsliðið
uppfyllir það skilyrði vel. Hitt atriðið
er svo það að varnarmaðurinn Pepe
spilar fyrir Portúgal, en hann er lík-
lega einhver óvinsælasti knatt-
spyrnumaður vorra daga. Grófur
fauti sem reynir ávallt að fiska and-
stæðinginn út af ef einhver svo mikið
sem snertir hann. Víkverji óttaðist
ekkert meir síðustu mínútur leiksins
en að hann myndi skora sigurmark
Portúgals. Allir nema hann.
x x x
Svo að Víkverji detti ögn í gamlafýlupúkann, þá finnst honum
stuðningsmannasöngurinn „Áfram
Íslaaaaaaaaaaaand“ vera frekar í
leiðinlegri kantinum. Áherslan á
seinna atkvæðinu og hrynjandin öll
fer pínu í taugarnar á Víkverja. Hann
verður þó að viðurkenna að þetta er
mun betra en það sem tíðkaðist þeg-
ar Víkverji fór með ömmu sinni heit-
inni á landsleikina. Þá heyrðist varla
hósti eða stuna úr stúkunni, og hver
sá sem dirfðist að láta í sér heyra
hætti því fljótt undan öllum hornaug-
unum sem á honum buldu.
x x x
Stuðningurinn á þeim árum fórmest fram í formi taktfasts
klapps. Hámarksstuðningur var því
sýndur með því að klappa saman
höndunum allt að níu sinnum í röð, og
hrópa síðan „Ísland!“. Þá er nú leið-
inlega hrynjandin betri.
víkverji@mbl.is
Víkverji
Drottinn, Guð vor, hversu dýrlegt er
nafn þitt um alla jörðina. Þú breiðir
ljóma þinn yfir himininn. (Sálm. 8:2)