Morgunblaðið - 16.06.2016, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 2016
✝ Stefán Val-mundsson
fæddist á Selfossi
1. júní 1984. Hann
lést á Landspítal-
anum 3. júní 2016.
Foreldrar Stef-
áns eru Margrét
Teitsdóttir, f. 30.6.
1954, sambýlis-
maður hennar er
Þór Fannar Ólafs-
son, f. 31.8. 1953,
og Valmundur Gíslason, f. 8.7.
1953, sambýliskona hans er
Helga Matthíasdóttir, f. 18.3.
1954. Systkini Stefáns eru:
Gísli, f. 12.2. 1975, Teitur Ingi,
f. 11.6. 1978, og Kristrún Ósk, f.
5.4. 1986. Eiginkona Teits Inga
er Rúna Guðmundsdóttir, f.
4.12. 1980, og eiga þau fjögur
börn. Sambýlismaður Krist-
rúnar Óskar er Ari Logason, f.
24.5. 1985.
Stefán ólst upp á
Flagbjarnarholti í Landsveit.
Eftir grunnskólanám á Lauga-
landi í Holtum
gekk Stefán í
Menntaskólann við
Hamrahlíð og lauk
þaðan stúdents-
prófi árið 2004 og
síðar lauk hann
B.A.-námi í sagn-
fræði frá Háskóla
Íslands árið 2009.
Stefán lærði svo
hljóðtækni og upp-
tökustjórnun. Stef-
án rak söluturninn Skara á Sel-
tjarnarnesi árin 2011 og 2012.
Síðastliðin tvö ár starfaði Stef-
án í Leikskólanum Miðborg í
Reykjavík og stundaði jafn-
framt MEd-nám við Háskóla Ís-
lands. Tónlist átti hug hans og
hjarta. Á menntaskólaárunum
söng hann í Kór Menntaskólans
við Hamrahlíð og síðar var
hann einn af meðlimum hljóm-
sveitarinnar Þausk.
Útför Stefáns fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, 16. júní
2016, og hefst athöfnin kl. 15.
Okkar kæri Stefán var tekinn
frá okkur allt of snemma.
Hjartahlýrri mann er ekki hægt
að hugsa sér. Jafnaðargeðið svo
mikið að ég man ekki eftir því að
hann hafi nokkurn tíma skipt
skapi. Þolinmæðin, sérstaklega
gagnvart börnum, virtist enda-
laus og börn hændust strax að
honum. Nægjusemin slík að
maður átti stundum ekki til orð.
Alltaf skyldu þarfir annarra
ganga fyrir hans þörfum. Ef ein-
hver bað Stefán um hjálp var
hann mættur án þess aðætlast til
nokkurs í staðinn.
Stefáni leið vel í skóla og ef
við systkinin skildum hann rétt
vildi hann helst vera í skóla eins
lengi og hugsanlegt væri. Eftir
að grunnskóla lauk fór hann í
Menntaskólinn við Hamrahlíð og
lauk síðan sagnfræðinámi frá
Háskóla Íslands. Eftir háskólann
lærði Stefán hljóðtækni og upp-
tökustjórnun. Á kvöldin dundaði
hann við tölvuforritun og reyndi
að læra sem mest um það af
sjálfsdáðum. Eftir að systir okk-
ar fékk hann til að fylla í skarðið
í leikskólanum þar sem hún
starfaði varð ekki aftur snúið.
Börn eru hjartahrein og alger-
lega fordómalaus. Þannig var
Stefán líka og þarna leið honum
greinilega vel. Hann var búinn
að finna sína fjöl. Stefáni líkaði
svo vel að starfa í leikskóla að
hann hóf meistaranám í leik-
skólakennarafræðum við Há-
skólann á Akureyri og síðar Há-
skóla Íslands meðfram vinnunni.
Því miður fékk Stefán ekki tæki-
færi til að ljúka því námi.
Tónlist spilaði stórt hlutverk í
lífi Stefáns. Hann byrjaði ungur
að læra á gítar og var í Kór
Menntaskólans við Hamrahlíð
þegar hann var þar. Hljómsveit-
astússið byrjaði líka fljótlega og
var hann í hljómsveitinni Þausk
núna síðustu árin. Þeir gáfu út
eina plötu og voru langt komnir
með þá næstu. Ég hlakka mikið
til að heyra hana þó ég hafi heyrt
flest ef ekki öll lögin á tónleikum.
Ég á margar góðar minningar
um Stefán. Hann fékk ljúf-
mennsku í vöggugjöf og hún
fylgdi honum alla tíð. Hann
hugsaði vel um alla og vildi öllum
vel. Stefán var óhræddur við að
prófa nýja hluti. Hann ferðaðist
talsvert, var nokkuð mikið í Dan-
mörku, fór til Kúbu og fleira
mætti telja. Eftir háskólanámið
langaði hann að reka sitt eigið
fyrirtæki og þá lét hann vaða í
það. Hann hóf rekstur söluturns
við sundlaugina á Seltjarnarnesi
og stóð þar alla daga í rúmt ár.
Ég fór margar ferðir til hans í
hádeginu með vinnufélagana til
að fá hjá honum borgara og
franskar, sem hvergi voru betri.
Stefán hefði getað gert allt
sem honum datt í hug. Hann
hafði vilja til að læra og þolin-
mæði til að takast á við nýja
hluti. Einhverra hluta vegna sem
enginn skilur fékk hann ekki
tækifæri til þess og við sem eftir
sitjum reynum að hugga hvert
annað í sorginni.
Ég vil að lokum færa þakkir
til starfsfólks Bráða- og
slysamóttökunnar og Gjörgæslu-
deildarinnar við Hringbraut sem
ég veit að gerði allt sem í þess
valdi stóð til að bjarga honum.
Þetta virðist því miður hafa verið
hans tími og því ekkert hægt að
gera.
Hvíldu í friði, kæri bróðir.
Teitur Ingi.
5. apríl árið 1986 var dagurinn
sem við hittumst fyrst. Ég get
ekki sagt að ég muni mikið eftir
því, reyndar bara ekki neitt en
þetta er dagurinn sem ég fæðist
og ég þekki ekkert annað en að
þú sért í lífi mínu. Minningarnar
eru margar og ég á erfitt með að
trúa því að við eigum ekki eftir
að búa til fleiri.
Mér hefur oft fundist ég hafa
þurft að útskýra fyrir fólki að við
værum í raun eins góðir vinir og
við vorum, vegna þess hve ólík
við höfum alltaf verið. Þú svona
mikill ljúflingur og ég svona mik-
il skvetta. En þú leyndir á þér og
gast alveg prakkarast með mér
þó svo að þú passaðir vel upp á
að ég færi mér ekki að voða.
Kannski gastu falið þig á bak við
mig því enginn trúði neinu
slæmu upp á þig og oftast fékk
ég mestu skammirnar fyrir að
draga þig út í þessa vitleysu. Ég
man þegar þú fannst leið til að
sleppa við að bursta tennurnar á
kvöldin og kenndir mér. Kúnstin
var að bleyta tannburstann og
borða svo smávegis af tann-
kremi. Þetta fannst mér góð
hugmynd og gerði eins og þú.
Þegar við vorum svo komin upp í
rúm og biðum eftir því að kvöld-
sagan yrði lesin fyrir okkur
komst upp um mig. Í refsingu
átti ég ekki að fá kvöldsöguna og
var send upp í mitt rúm á meðan
lesið var fyrir þig. Ég grenjaði
eins og stunginn grís, þetta var
svo ósanngjarnt. Þegar búið var
að lesa fyrir þig og breiða yfir
okkur bæði, kallaðir þú á mig inn
í herbergi til þín. Ég skreið upp í
til þín og þú last fyrir mig alla
söguna og sýndir mér hverja
mynd.
Þegar ég hugsa til baka hefur
samvera okkar alltaf verið svo
sjálfsögð og þægileg. Mér fannst
aldrei neitt athugavert við það
þegar við eyddum áramótunum
saman, bara við tvö heima hjá
þér. Við elduðum saman, horfð-
um á Skaupið og röltum síðan
upp í Öskjuhlíð með freyðivín til
að horfa á flugeldana og skál-
uðum. Eins fannst mér ég aldrei
þurfa að laga til heima ef þú
kíktir í kaffi, ég hafði ekkert að
fela fyrir þér og þú dæmdir mig
aldrei eða nokkurn mann ef út í
það er farið
Þú kenndir mér svo ótal
margt og hvað mér fannst gam-
an að tala við þig um heima og
geima því þú hafðir skoðanir á
öllu án þess þó að þröngva þeim
upp á aðra. Ég hvatti þig lengi til
þess að fá þér vinnu á leikskóla
vegna þess hvað þú varst mikil
barnasuga og hafðir lúmskt
gaman af börnum. Og það sem
ég var glöð þegar þú fékkst
vinnu á leikskólanum mínum.
Fjölskyldumeðlimum fannst við
ekkert alltaf skemmtileg í boðum
þar sem við ræddum alltaf mikið
um leikskólamál en loksins gat
ég farið að kenna þér eitthvað og
þú leitað ráða hjá mér.
Það sem ég á eftir að sakna
þín mikið, bróðir minn, sam-
starfsfélagi og minn besti vinur.
Höggið er þungt og ég get ekki
ímyndað mér lífið án þín. Ég hélt
við yrðum alltaf saman og hefð-
um allan tímann í heiminum en
alltaf kemur það eins mikið á
óvart hvað lífið er ósanngjarnt.
Við höfum aldrei getað kvaðst
og mig langar alls ekki til að
byrja á því núna. Ég hlakka til
að sjá þig seinna og ég veit að þú
verður fyrstur til að taka á móti
mér á nýjum stað þegar þar að
kemur.
Minning þín mun lifa.
Þín litla systir,
Kristrún Ósk.
Í dag er mikill sorgardagur
þegar ég fylgi Stefáni mági mín-
um síðasta spölinn. Síðustu dag-
ar hafa verið þungbærir og ein-
staklega erfiðir enda ætlar sér
enginn að standa í þeim sporum
að kveðja ungan ástvin í blóma
lífsins.
Stefáni kynntist ég fyrir 20
árum þegar við Teitur Ingi, eldri
bróðir hans, urðum par. Þá var
Stefán 12 ára, hæglátur og feim-
inn en svo einstaklega ljúfur og
sætur. Síðan varð hann að ung-
um manni með ákveðnar skoð-
anir, svo réttsýnn, nægjusamur
og einstaklega hjálpfús.
Á þessum 20 árum urðu til
margar góðar minningar. Ótal
ferðir í sveitina, allar veiðivatna-
ferðinar og svo mætti lengi telja.
Ein af mínum skemmtilegustu
minningum er þegar hljómsveit-
in Skunk Anansie kom til lands-
ins og ég fékk að fylgja 13 ára
unglingnum að berja augum
hljómsveitina sem þá var í uppá-
haldi. Seinna áttum við eftir að
fara á rokkfestival í Bretlandi
þar sem ég kynntist alveg nýrri
hlið á Stefáni. Þar var hann í ess-
inu sín enda tónlist hans ær og
kýr. Sú minning sem mér þykir
samt hvað vænst um er þegar
hann fékk frumburðinn minn og
fyrsta systkinabarn sitt í hend-
urnar. Gleðin og risastóra brosið
sem færðist yfir andlitið er
greypt mér í minni. Vinskapur-
inn sem átti eftir að myndast
með þeim frændum var einstak-
ur og þolinmæðin sem hann
sýndi litla frænda var engri lík.
Betri fyrirmynd fyrir börnin mín
er vart hægt að finna. Það nístir
hjarta mitt að nýfædd dóttir mín
fái ekki að kynnast Stebba
frænda sem systkini hennar
höfðu svo mikið dálæti á.
Á svona stundum finnst manni
lífið ósanngjarnara en orð fá lýst
en sem betur fer eru yndislegu
minningarnar margar og eiga
þær eftir að hlýja okkur fjöl-
skyldunni um ókomin ár. Það
hefur verið mér mikill heiður að
fá að fylgja þér þessi 20 ár, elsku
Stefán minn. Þangað til við
sjáumst á ný, „farvel“.
Þín mágkona,
Rúna.
Elsku Stebbi,
elsku vinur, aldrei bjóst ég við
því að ég væri að skrifa minning-
argrein um þig hér og nú. Fyrir
aðeins nokkrum dögum síðan
vorum við að spjalla saman og
skipuleggja bíóferð á Warcraft-
myndina. Ég hlakkaði mikið til
að hitta þig og restina af strák-
unum, sérstaklega þar sem það
var svo stutt í EM í fótbolta.
Hverjir ætli hreppi titilinn í ár?
Hvað ætli Ísland komist langt?
Við gátum spjallað endalaust um
fótbolta og vorum gjarnan með
skiptar skoðanir um ágæti lið-
anna. Þú hafðir mikinn áhuga á
að fylgjast með smáþjóðum og
minna þekktum landsliðum á
stórmótum. Þú hélst með þínu
eigin liði en fylgdir ekki
straumnum bara til þess að falla
inn í hópinn.
Við kynntumst árið 2005 þeg-
ar við vorum báðir á fyrsta ári í
BA í sagnfræði við Háskóla Ís-
lands. Við urðum fljótt góðir vin-
ir og myndaðist nýr vinahópur,
sagnfræðihópurinn, sem hefur
svo haldið vinskapnum í gegnum
árin og höfum við skapað margar
góðar minningar saman. Mér
þykir óskaplega vænt um öll þau
skipti sem við settumst niður,
fengum okkur bjór og ræddum
um pólitík, trúmál, heimspeki og
tónlist. Þú varst eins og botnlaus
brunnur af fróðleik varðandi tón-
list. Fræddir mig um gamla
meistara og tónlistarstefnur sem
ég þekkti lítið til. Þessi ást þín á
tónlist átti eftir að skína í gegn á
komandi árum; þú skrifaðir loka-
ritgerð um hljóðfæri á Íslandi,
bauðst upp á bestu tónlistina á
samkomum, spilaðir í hljómsveit
og síðast en ekki síst gafst mér
og Erlu þá gjöf að spila á gítar í
brúðkaupinu okkar.
Þú varst traustur vinur sem
hægt var að tala við um allt,
heima og geima. Ég treysti þér
og bar mikla virðingu fyrir þér.
Þú varst góður, raunsær og já-
kvæður maður sem hafðir góð
áhrif á mig og aðra í kringum þig
með húmor og lífsspeki að leið-
arljósi.
Ég sakna þín alveg ótrúlega
mikið Stebbi, svo mikið að ég fæ
því ekki lýst með orðum. Sama
hverju við trúum um framhaldið,
þá vonast ég svo innilega til að
við eigum eftir að hittast aftur.
Tökum upp þráðinn. Horfum á
Warcraft. Dáumst að smáþjóð-
unum á EM. Ég skal splæsa í
bjór og þú reddar tónlistinni.
Knús til þín, kæri vinur.
Þinn vinur,
Bjarki Þór.
Stefán
Valmundsson
Fleiri minningargreinar
um Stefán Valmundsson bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Iðnaðarmenn
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð-
viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
6600230 og 5611122.
Bátar
Seglskúta TUR 84
Skútan er úr trefjaplasti, byggð 1984
í Hafnarfirði, 28 feta löng (8,4
metrar), 2,6 metra breið. Vel við
haldið. Með haffærisskírteini. Nýtt
stórsegl, stór nýleg rúllufokka Furlex
og nokkur aukasegl. Ný talstöð
Standard Horizon. Sjálfstýring.
Dýptar-og hraðamælir (Raymarin)
ásamt gúmmíbáti. Vindrafstöð.
Þriggja strokka díselvél af gerðinni
Status Marine 17 hö. Inni er
svefnpláss fyrir fimm, eldavél og
salerni.
Skútan er staðsett í bryggjustæði við
Hörpu. Bryggjugjald greitt til hausts.
Vagn fyrir skútuna fylgir, staðsettur í
Gufunesi.
Verð: 2.000.000
Upplýsingar veitir Gunnar
s. 863 9393, gunnark@centrum.is
Ökukennsla
Vönduð, vel búin kennslubifreið
Subaru XV 4WD .
Akstursmat og endurtökupróf.
Gylfi Guðjónsson,
sími 6960042,
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug
vegna andláts og útfarar elskulegrar
eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
GUÐRÚNAR ÞÓRU HAFLIÐADÓTTUR,
(Dunnu),
áfengisráðgjafa.
Þökkum starfsfólki á hjúkrunarheimilinu Eir
fyrir frábæra þjónustu.
.
Rúnar Guðbjartsson,
Hafdís Rúnarsdóttir, Karl Friðriksson,
Guðbjartur Rúnarsson, Sara T. Rúnarsdóttir,
Kristinn Steinar Kristinsson,
Rúnar Rúnarsson, Usa Klangengern,
barnabörn og barnabarnabörn.
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
RAGNHILDUR EYJA ÞÓRÐARDÓTTIR,
fyrrverandi deildarstjóri í
heilbrigðisráðuneytinu,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju
þriðjudaginn 21. júní klukkan 15.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á styrktarfélagið
Göngum saman.
.
Sigríður Elín Sigfúsdóttir, Oddur Carl Einarsson,
Arnór Þórir Sigfússon, Gunnhildur Óskarsdóttir,
Gunnlaugur Sigfússon, Sólveig Kristjánsdóttir,
barnabörn og fjölskyldur.
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
RAFN GESTSSON,
fyrrv. bankafulltrúi,
Árskógum 8 (áður Háaleitisbraut 28),
Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 4. júní.
Útförin fer fram frá Háteigskirkju miðvikudaginn 22. júní kl. 13.
.
Helga Guðrún Helgadóttir,
Lára S. Rafnsdóttir, Jóhannes Atlason,
Theodóra Guðrún Rafnsdóttir,
Hlöðver Örn Rafnsson, Sigríður Sverrisdóttir,
Högni Rafnsson, Antonia Gutes Turu,
barnabörn og barnabarnabörn.
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu að-
standendur senda inn. Þar koma
fram upplýsingar um hvar og
hvenær sá sem fjallað er um
fæddist, hvar og hvenær hann
lést og loks hvaðan og klukkan
hvað útförin fer fram. Þar mega
einnig koma fram upplýsingar
um foreldra, systkini, maka og
börn. Ætlast er til að þetta komi
aðeins fram í formálanum, sem
er feitletraður, en ekki í minning-
argreinunum.
Minningargreinar