Morgunblaðið - 16.06.2016, Side 16
16 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 2016
Eyjasandi 2, 850 Hella - Víkurhvarfi 6, 203 Kópavogi, sími 488 9000 - samverk.is
GLERHANDRIÐ
Mælum, framleiðum, útvegum festingar og setjum upp.
ÞEKKING - GÆÐI - ÞJÓNUSTA
SÉRSMÍÐUM ÚR GLERI
Saltkaup ehf | Cuxhavengata 1 | 220 Hafnarfjörður
Sími: 560 4300 | www.saltkaup.is
Kíktu á heimasíðunawww.saltkaup.is
Tunnurnar fást hjá okkur.
60 lítra
220 lítra
120 lítra
Blómastampur
30 lítra
116 lítra trétunna
Lögregla hefur handtekið starfs-
mann í upplýsingatækni á skrif-
stofu Mossack Fonseca í Genf.
Svissneska dagblaðið Le Temps
greindi frá þessu í gær og segist
hafa öruggar heimildir fyrir
þessu.
Segir þar að starfsmaðurinn
hafi verið hnepptur í sérstakt
gæsluvarðhald vegna gruns um
að hann hafi fjarlægt mikið magn
trúnaðarskjala. Embætti saksókn-
ara í borginni staðfestir við dag-
blaðið að rannsókn sé hafin
vegna ábendingar frá Mossack
Fonseca.
GRUNAÐUR UM GAGNASTULD Í GENFARBORG
Starfsmaður Mossack Fonseca handtekinn
Tvær konur hafa
ásakað fyrrver-
andi sjónvarps-
og stjórnmála-
manninn sir Cle-
ment Freud um
að hafa misnotað
þær kynferð-
islega. Freud,
sem lést árið
2009, er sagður
hafa misnotað
þær á fimmta áratug síðustu aldar
og fram á áttunda áratuginn.
Önnur kvennanna, Sylvia Woos-
ley, segir í heimildarmynd ITV,
sem sýnd var í gær, að Freud hafi
áreitt hana frá tíu ára aldri og þar
til hún varð tvítug.
Freud hlaut aðalstign árið 1987
en hann var barnabarn hins aust-
urríska Sigmund Freud, sem var
upphafsmaður sálgreiningarinnar,
og bróðir málarans Lucian Freud.
Jill Freud, ekkja hans, segir í til-
kynningu að fregnirnar valdi henni
mikilli sorg. „Ég var gift Clement í
58 ár og elskaði hann innilega. Ég
er í áfalli og mér þykir ákaflega
leitt hvað kom fyrir þessar konur.“
BRETLAND
Sonarsonur Freuds
sakaður um áreitni
Clement
Freud
Dómur í máli
spretthlauparans
Oscars Pistorius-
ar verður kveð-
inn upp 6. júlí
næstkomandi.
Þetta sagði dóm-
arinn í máli hans
í hæstarétti í
Pretoríuborg að
loknum þriggja
daga rétt-
arhöldum í gær.
Pistorius, sem er 29 ára gamall,
skaut kærustu sína, Reevu Steen-
kamp, til bana á Valentínusardag
árið 2013. Hefur hann haldið því
fram að hann hafi talið hana vera
innbrotsþjóf, þegar hann skaut
fjórum sinnum í gegnum baðher-
bergishurðina á heimili hans. Var
Pistorius dæmdur fyrir manndráp
árið 2014.
SUÐUR-AFRÍKA
Dómur í augsýn
í máli Pistoriusar
Oscar
Pistorius
Skúli Halldórsson
sh@mbl.is
Mótmælendur í hörðum átökum við
lögreglu, haugar af rusli, brennandi
bifreiðir og flóð á götum úti, fót-
boltabullur og banvænar árásir ísl-
amista. Ímynd Frakklands getur
vart talist með öllu góð þessa dag-
ana.
„Við vorum með lögregluþyrlur
og vælandi sírenur allan daginn fyrir
utan gluggann á íbúðinni okkar,“
segir hin 61 árs gamla Nancy And-
erson, sem reglulega heimsækir
Frakkland frá Bandaríkjunum, í
samtali við AFP. Dvelur hún í sjö-
unda hverfi Parísarborgar, þar sem
lögreglu og mótmælendum laust
saman á þriðjudag.
Hettuklædd ungmenni brutu þá
meðal annars slípaðar rúður barna-
sjúkrahúss og var ofbeldið það
mesta hingað til í annars mikilli öldu
mótmæla, sem hófst í marsmánuði.
Stungin til bana á heimili sínu
Aðeins degi áður setti óhug að
Frökkum þegar par lögreglumanna
var stungið til bana á heimili sínu að
viðstöddu þriggja ára barni sínu.
Var það fyrsta banvæna árás ísl-
amista í landinu síðan 130 voru
myrtir í Parísarborg í nóvember.
Og á laugardag urðu íbúar Mar-
seille vitni að versta ofbeldi sem sést
hefur á knattspyrnustórmóti síðan
árið 1998, sem einnig var haldið í
Frakklandi. Fleiri en þrjátíu manns
særðust, þar á meðal Breti sem bar-
inn var í höfuðið með stöng úr járni.
„Hörmulegt, í stuttu máli“
Undanfarin misseri hafa augu
heimsbyggðarinnar í miklum mæli
beinst að Frakklandi, ekki síst nú
þegar Evrópumótið er í algleymingi.
Óttast margir að orðspor landsins
muni bíða verulegan skaða vegna
alls þessa, en ferðafólk hefur lengi
streymt þangað hvaðanæva að.
„Þetta er hörmulegt, í stuttu
máli,“ segir Jean Pierre Mas, for-
maður samtaka ferðaþjónustu í
Frakklandi. „Þegar þú sérð sjúkra-
hús verða fyrir áhlaupi þá þýðir það
að það sé hættulegt að koma til
Frakklands,“ segir hann við AFP.
Japönum fækkað um helming
París hefur þegar þurft að þola
13,7% færri komur ferðamanna
fyrstu fjóra mánuði ársins, sam-
kvæmt ferðamálastofu borgarinnar.
Þá hefur komum Japana fækkað um
helming á sama tíma.
Heimildir AFP herma að fjöldi
Bandaríkjamanna hafi afbókað gist-
ingu í landinu í júní, í kjölfar viðvör-
unar frá bandaríska sendiráðinu í
París um að leikvellir á Evr-
ópumótinu gætu verið skotmörk
hryðjuverkamanna.
Saklaust fólk mun týna lífi sínu
Francois Hollande Frakklands-
forseti hefur þá hótað því að leggja
bann við öllum mótmælasamkomum,
en þær hótanir hafa mætt andstöðu
á vinstri væng Sósíalistaflokks hans.
Forsætisráðherrann Manuel Valls
hefur heldur ekki léð umræðunni
bjartsýnistón. Í yfirlýsingu í gær
sagði hann að sértækar árásir, líkt
og sú sem gerð var gegn parinu á
mánudag, væru óumflýjanlegar.
„Fleira saklaust fólk mun týna lífi
sínu. Það er erfitt að segja
þetta … en því miður þá er það
sannleikurinn.“
Frakkland líkt og vígvöllur
í augum heimsbyggðarinnar
Ferðamönnum frá Japan fækkað um helming frá sama tíma á síðasta ári
AFP
Átök Lögreglumenn kljást við mótmælendur nærri Les Invalides, en þar mótmæltu tugþúsundir manna áformuðum
umbótum ríkisstjórnarinnar á vinnumarkaði landsins. Á sama tíma er Evrópumótið í knattspyrnu í algleymingi.
Fordæmalaus gæsla
» Búist er við sjö milljónum
manna til Frakklands vegna EM
í knattspyrnu.
» Talið er að meira en 90 þús-
und manns starfi við gæslu á
mótinu.
» Bresk og bandarísk yfirvöld
hafa varað ferðamenn við
mögulegri hættu í Frakklandi.
» Par lögreglumanna var
stungið til bana á heimili sínu
nálægt París á mánudag.