Morgunblaðið - 16.06.2016, Síða 23

Morgunblaðið - 16.06.2016, Síða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 2016 ✝ Richarður Þórfæddist í Reykjavík 15. nóv- ember 1970. Hann lést á heimili sínu 6. júní 2016. Foreldrar hans eru Ásgeir Stef- ánsson, f. í Reykja- vík 18. ágúst 1931, d. 20. júlí 1994, og Dóra Georgsdóttir, f. í Reykjavík 14. júní 1935. Richarður varð stúdent frá Menntaskólanum í Kópavogi 1990. Hann var slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður hjá SHS frá 1991 til 2007. Í maí 2009 lauk hann atvinnu- flugmannsnámi. Hann var þjón- ustustjóri hjá Isavia, Reykjavík- urflugvelli, frá 25. september 2009 og nú síðast settur flugvallarstjóri. Richarður gekk í Hjálparsveit skáta í Kópavogi 1989 og var formaður 2007 til 2008. Hinn 5. maí 2005 stofnaði Richarður fyrirtækið Fjöllin ehf. sem sér- hæfði sig í ævintýraferðum um fjöll og jökla. Hafði unun af úti- veru og fjallaferðum og stund- aði skíði með vinum sínum. Útförin fer fram frá Kópa- vogskirkju í dag, 16. júní 2016, klukkan 15. Rikka man ég sem félaga úr æsku en hann var yngsti strákur þeirra yndislegu hjóna Ásgeirs og Dóru sem voru góðir vinir for- eldra minna, Snæu og Sæma. Ég var það heppin að fá að njóta samvista við þau lífsglöðu hjón og Rikka í sumarfríum á Spáni og Havaí sem og óteljandi sinn- um í Bláfjöllum er ég fékk að koma með á skíði. Að spjalla, borða eggjasamlokur og drekka kakó saman í bílnum á milli brekkuferða var ljúf venja. Við Rikki rifumst oft og stríddum hvort öðru óspart, góðlátlega mestmegnis, í raun eins og sum systkini gera frekar en vinir. Við þorðum að rífast um allt og ekk- ert, var það svo gleymt og grafið fram að næstu stríðni sem var óhjákvæmileg. Í ómetanlegum sumarfríum fjölskyldna okkar erlendis gátum við Rikki sem krakkar spilað rommý og önnur spil endalaust, vildum alls ekki hætta en vorum samt einnig um leið ótrúlega pirruð á hvort öðru. Eftir að við urðum fullorðin sá ég Rikka minna eins og oft vill verða, helst er hann kom með Dóru heim til foreldra minna um jólin með pakka. Rikki missir pabba sinn, hann Ásgeir, allt of snemma í lífinu. Man ég eftir því að fara í heimsókn upp á spítala með mömmu og pabba, Ásgeir mikið veikur en alltaf stutt í kímnina, Dóra klettur við hlið hans. Þegar faðir minn Sæmund- ur féll frá árið 2012 kom Ásgeir Ásgeirsson, bróðir Rikka, og elsti sonur Dóru upp á spítala til að styðja við bakið á mömmu og okkur systkinunum. Var það lýs- andi fyrir þessa yndislegu fjöl- skyldu og órjúfanlegu tengslin við foreldra mína, þau Sæma og Snæu. Rikki var mikill útivistarmað- ur og eftir að ég og maðurinn minn stofnuðum ferðaþjónustu- fyrirtæki endurnýjuðust kynnin er hann fór í ferðir á okkar veg- um sem leiðsögumaður. Mér þykir nú mjög vænt um minning- arnar er hann stóð á tröppunum hjá okkur að fá afhenta jeppa- lykla og tilheyrandi upplýsingar, þá sá ég reyndar ennþá bara unga strákinn því þannig þekkti ég hann. Þó að samverustund- irnar hafi ekki verið margar á fullorðinsárunum þá eru þau tengsl er myndast í æsku sterk. Faðmlagi og hlýju Rikka í jarð- arför pabba árið 2012 gleymi ég seint er við grétum saman, bæði tvö, í sameiginlegri sorg. Fráfall Rikka er mikið reiðarslag og vanmáttur manns áþreifanlegur. Huggunarorðin virðast fá en ég trúi því að nú sé Rikki í ástríkum faðmi pabba síns og öruggt er að þétt faðmlag fær hann einnig frá pabba mínum. Flýg ég og flýg yfir furuskóg, yfir mörk og mó, yfir mosató, yfir haf og heiði, yfir hraun og sand, yfir vötn og vídd, inn á vorsins land. Flýg ég og flýg yfir fjallaskörð, yfir brekkubörð, yfir bleikan svörð, yfir foss í gili, yfir fuglasveim, yfir lyng í laut, inn í ljóssins heim. (Hugrún). Elsku hjartans Dóra mín, við Svenni og mamma sendum þér og fjölskyldunni innilegar og hugheilar samúðarkveðjur á þessum erfiðu tímum. Heiðar- bæjarfjölskyldan er harmi slegin og mun standa með ykkur í hugsun og verki sem endranær. Guð blessi ykkur og gefi ykkur styrk. Stella Sæmundsdóttir. Richarður Þór Ásgeirsson  Fleiri minningargreinar um Richarð Þór Ásgeirs- son bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Gunnar Sólnesfæddist á Ak- ureyri 12. mars 1940. Hann lést 5. júní 2016. Foreldrar hans voru Jón G. Sólnes, útibússtjóri Lands- banka Íslands á Ak- ureyri og alþingis- maður, f. 30.9. 1910, d. 8.6. 1986, og Inga Sólnes húsmóðir, f. 12.8. 1910, d. 11.8. 2013. Gunnar kvæntist árið 1976 Margréti Sigríði Kristinsdóttur, hússtjórnarkennara og fv. kennslustjóra við Verkmennta- skólann á Akureyri, f. 6.5. 1937. Fósturbörn Gunnars, börn Mar- grétar af fyrra hjónabandi, eru 1) Helga Kristín Magnúsdóttir, f. 29.5. 1957, gift Þorleifi Stef- ánssyni og börn hennar eru a) Selma Aradóttir, f. 14.3. 1974, 1970 og Lögmannsstofuna hf. ásamt bróður sínum, Jóni Kr. Sólnes hrl., og Árna Pálssyni hrl. frá 1989. Frá 2008 til dauða- dags starfaði hann sem hæsta- réttarlögmaður hjá Pacta-lög- mönnum á Akureyri. Þá var hann ræðismaður Frakka á Ak- ureyri um langt skeið og sæmd- ur heiðursorðu fyrir störf sín í þágu Frakklands. Hann var for- maður Golfklúbbs Akureyrar 1971 til 1974 og 1977 til 1979, sat í stjórn Íslendings hf. 1978 til 1982, í stjórn Akurs hf. 1975 til 1983, og í varastjórn Lögmanna- félags Íslands 1979 til 1980. Gunnar var Íslandsmeistari í golfi 1961 og 1967. Hann var sæmdur gullmerki Íþróttasam- bands Íslands 1985, var heið- ursfélagi GA og var sæmdur gullkrossinum, æðsta heiðurs- merki Golfsambands Íslands, ár- ið 2005. Gunnar sat einnig í stjórn NASF, verndarsjóðs villtra laxastofna. Utför Gunnars verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag, 16. júní 2016, klukkan 13.30. gift Jóhanni Frey Jónssyni, börn hennar eru Mar- grét Tinna, f. 9.5. 1991, d. 16.10. 2012, og Saga Mar- ie, f. 24.7. 2001. b) Stefán Grétar Þor- leifsson, f. 12.2. 1987, hans sam- býliskona er Mar- ina Ravn og þeirra sonur er Bastian Ravn, f. 17.9. 2015. 2) Hulda Björk Magnúsdóttir. Gunnar lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1960 og varð cand. juris frá Há- skóla Íslands 1968. Ári síðar varð hann héraðsdómslögmaður og hæstaréttarlögmaður 1977. Hann starfaði sem ritari hjá fjárveitinganefnd Alþingis 1960 til 1967, sinnti síðan ýmsum lög- mannsstörfum, rak eigin lög- fræðiskrifstofu á Akureyri frá Okkur hjónin setti hljóð þeg- ar við fréttum af skyndilegu andláti bróður míns. Aðeins tveimur dögum áður vorum við í heimsókn hjá honum og frú Margréti á leiðinni heim frá Húsavík. Við áttum yndislega kvöldstund með þeim hjónum, notalegar samræður yfir góðum mat, enda eldamennskan eins og á fimm stjörnu Michelin-veit- ingastað. Ekki hefði okkur grunað, að þetta væri í síðasta sinn sem við myndum eiga svona samverustund. Kallið kemur oft að óvörum, og því er minningin um þetta kvöld afar dýrmæt. Við svona tækifæri reikar hugurinn ósjálfrátt til baka til æskuáranna á Akureyri. Við Gunnar vorum lengi aðeins tveir, ég þremur árum eldri, og lékum við okkur saman með jafnöldrunum á ytri brekkunni á Akureyri stríðsáranna. Það munaði að vísu um árin þrjú, því að Gunnar bróðir nefndi oft síð- ar meir, að hann hefði ekki feng- ið að vera með okkur eldri strákunum í alvarlegri athöfn- um. Það leiddi meðal annars til þess, að hann fór í humátt á eftir okkur Kolbeini á golfvellinum, þegar við, um 10 ára gamlir, fór- um að leika golf eins og feður okkar. Gunnar þurfti því að leika hægar, vanda sig meira. Vegna þessa varð hann að lok- um miklu betri í íþróttinni en við félagarnir. Hann varð Ís- landsmeistari í golfi í tvígang 1961 og 1967, og oft í öðru sæti. Vorið 1948 fluttum við svo í Bjarkarstíginn við hliðina á Davíð Stefánssyni skáldjöfri, sem við bárum óttablandna virðingu fyrir. Þá var Jón Krist- inn, bróðir okkar, nýfæddur, og kallaði Gunnar bróðir hann Gar- gon, enda um hraust ungabarn að ræða, sem þurfti að þjálfa lungun. Síðan fylgdu hin tvö systkinin í kjölfarið, Inga 1951 og Palli 1953. Við Gunnar vorum þannig hálfstálpaðir unglingar, þegar þrjú lítil systkin höfðu bætzt við. Við litum að sjálf- sögðu á okkur sem sjálfskipaða uppalendur þeirra og vorum ófeimnir við að siða og tukta þau til. Það var því oft glatt á hjalla í Bjarkarstígnum á þessum ár- um. Ég yfirgaf hreiðrið fyrstur haustið 1955, og eftir það hitt- umst við stopult. Ég var farinn til náms í Danmörku, þegar Gunnar kom suður til að stunda nám í lögfræði við Háskóla Ís- lands 1960. Gunnar settist að á Akureyri eftir stutta starfsdvöl í höfuðborginni að loknu námi og starfaði þar sem lögfræðing- ur til dauðadags. Lengst af með yngri bróður okkar, Jóni Kristni, sem einnig varð lög- fræðingur. Hann lézt eftir erf- iðan sjúkdóm 2011, og erum við því þrjú systkin eftirlifandi, ég, Inga og Palli. Þótt við Gunnar bróðir byggjum þannig lengst af hvor í sínum landshluta, hann fyrir norðan og ég fyrir sunnan, reyndum við að hittast sem oft- ast, og einnig töluðum við reglu- lega saman í síma alla tíð. Ég kem til með að sakna mjög þess- ara samtala okkar, sem voru fastur hluti tilverunnar. Ég kveð nú ástsælan bróður og við Sigríður María vottum Margréti og öðrum aðstandendum inni- lega samúð okkar. Edvarð Júlíus Sólnes. Æskuvinur minn, Gunnar Sólnes, hefur kvatt þennan heim og var lát hans óvænt. Við röbb- uðum saman fyrir nokkrum dögum, hann var glaður, reifur og gamansamur að vanda. Við hlökkuðum til að njóta samver- unnar í fjölskylduboði hjá hon- um og Margréti á Akureyri 17. júní. Við kynntumst fyrst sem stráklingar að leik og vorum ná- grannar í Holtagötunni á Norð- urbrekkunni á Akureyri. Gunn- ar og Sigurður, bróðir minn, voru jafnaldrar, fæddir 1940, og við Júlíus, bróðir Gunnars, þremur og fjórum árum eldri. Það var mikill samgangur milli fjölskyldnanna okkar og einlæg vinátta hefur varað til þessa dags. Gunnar hafði ekki mikinn áhuga á íþróttum en fann fljót- lega fjölina sína þegar hann fékk að fara með föður sínum upp á golfvöll á Akureyri. Hann náði fljótt ævintýralegum ár- angri, vann hvert mótið af öðru og varð tvisvar Íslandsmeistari í golfi ungur að aldri. Hann átti síðan eftir að vinna ötullega að uppbyggingu golfíþróttarinnar og var heiðraður á margvísleg- an hátt fyrir störf sín og afrek. Það var einkennandi fyrir Gunnar að hann tók þessu af stakri hógværð og flíkaði hvorki vegtyllum sínum né bikurum. Gunnar átti létt með nám, lauk stúdentsprófi frá MA 1960 og lá leiðin síðan í lögfræði í Há- skóla Íslands þar sem hann lauk prófi 1968. Hann stundaði síðan lögfræðistörf, lengst af sem sjálfstætt starfandi lögmaður á Akureyri. Hann var virtur og vel liðinn og starfaði fram til dauðadags. Gunnar var bráðgreindur, skarpskyggn, réttsýnn, hafði einstaklega ljúfa lund og var húmoristi af Guðs náð. Þessir góðu eiginleikar hans hafa örugglega átt drjúgan þátt í far- sæld hans í starfi. Laxveiðar voru Gunnari alltaf hugleiknar en segja má að hann hafi alist upp á bökkum Laxár í Aðaldal í veiðiferðum með Jóni, föður sínum, og veiðifélögum hans. Ég var svo lánsamur að vera veiði- félagi hans árum saman í Laxá og víðar. Betri veiðifélaga var ekki hægt að hugsa sér. Árið 1972 var mikið gæfuár í lífi Gunnars en þá kynntist hann tilvonandi eiginkonu sinni, Mar- gréti Kristinsdóttur, hússtjórn- arkennara og síðar kennslu- stjóra við Verkmenntaskólann á Akureyri. Eflaust hefur Margrét eitt- hvað þurft að skóla piparsvein- inn til en með frábærum árangri því að samhent bjuggu þau sér yndislegt heimili og fjölmargir hafa notið höfðingsskapar þeirra og gestrisni í gegnum tíð- ina. Við Jórunn eigum fjölmarg- ar yndislegar minningar um all- ar okkar samverustundir með Margréti og Gunnari og fjöl- skyldu þeirra. Við sendum Mar- gréti og fjölskyldunni innilegar samúðarkveðjur um leið og við kveðjum einstakan vin og góðan dreng. Guðmundur Oddsson og Jórunn Jónsdóttir. Enginn ræður sínu upphafi eða endalokum, enda reynist það oft á tíðum ærin glíma, að vefa í þræðina þar á milli. Á þessa staðreynd erum við reglu- lega minnt. Þannig er gangur lífsins. Eftir siglingu um lífsins ólgu- sjó hef ég eignast marga kunn- ingja, sem mér þykir vissulega vænt um. „Vinirnir“, eins og ég skilgreini hugtakið, eru hins vegar færri, en um leið dýrmæt- ari. Vinir sem hafa staðið með manni í lífsins ólgusjó og aldrei brugðist. Einn þeirra var Gunn- ar Sólnes. Við bundumst vina- böndum ungir menn. Í ríflega hálfa öld hefur aldrei borið skugga á þá vináttu. Þannig vini er sárt að kveðja. En ljúfar minningar eru sárabót. Fyrr á árum hittust íhalds- menn, kratar sem sægrænir framsóknarmenn, en tiltölulega fáir kommar, í morgunkaffi á Hótel KEA. Með árunum fækk- aði í hópnum, þannig að Hótel KEA hentaði ekki lengur. Þá færðum við okkur á Bláu könn- una og nú undanfarin misseri höfum við átt morgunfundi á Bautanum. Einn af þeim sem alltaf mættu, ef þeir mögulega gátu, var Gunnar Sólnes. Fyrir nýafstaðna sjómannadagshelgi lék hann á als oddi. „Við Margrét erum að fara vestur að Deplum í Fljótum, þar sem risið er glæsihótel, til að hitta Orra og Unni vini okkar“. Það fór ekki á milli mála, að Gunnar vinur minn hlakkaði til fararinnar, en ég fann líka, að hann var hvíldinni og tilbreyt- ingunni feginn. En fljótt skipast veður í lofti. Á sunnudags- morgninum hringir Margrét og færir okkur hjónum þá harma- fregn, að Gunnar hafi látist í svefni um nóttina. Upphaflega var það golfið, sem tengdi okkur Gunnar sam- an, en þar var hann margfaldur Akureyrar- og Íslandsmeistari. En við áttum mörg önnur sam- eiginleg áhugamál, t.d. laxveið- ar og góðan mat. Gunnar var sælkeri, rétt eins og ég. Það kom því ekki á óvart, að hann náði takti í lífsgöngunni með Margréti Kristinsdóttur, sem kann betur flestum öðrum að gera góða veislu. Ég og Þórunn vorum svo lánsöm að eiga þau að vinum. Við fórum í ferðir um lönd og álfur ásamt vinafólki okkar. Einnig fórum við í ógleymanlegar ferðir um há- lendi Íslands. Þar naut Gunnar sín. Gunnar var ekki vanur því, að tala frá sér vitið, en kom oft með óborganleg tilsvör. Rétt eins og þegar við vorum að stússast í anddyri hótels á ferð um Egyptaland og Ísrael. Þá vatt sér að okkur einn ferðalangur og spurði: „Strákar, vitið þið hvar Grátmúrinn er?“. Okkur varð svaravant í fyrstu, en Gunnar svaraði loks kíminn: Hann hlýtur að vera þar sem bleytan er mest! Það eru nær 35 ár frá því við Þórunn stofnuðum sælkera- klúbb með Gunnari, Margréti, Vilhelm Ágústssyni og Eddu konu hans. Við höfum haldið ótal veislur og við höldum því áfram, þótt Gunnar hafi yfirgef- ið sviðið. Þá er ég vís til að draga fram kaldan sviðakjamma og vasahníf, rétt til að geta ímyndað mér svipinn á vini mín- um Sólnes! Svið voru ekki mat- ur í hans huga. Við Þórunn söknum sárt góðs vinar. En það dugir ekki að deila við almættið. Kæra Mar- grét og fjölskylda; megi Guð al- máttugur veita ykkur styrk á erfiðum tímum. Þórunn og Gísli Jónsson. Við fráfall góðs vinar og fé- laga, Gunnars Sólnes, streyma minningarnar fram, allar góðar. Fyrir um 30 árum síðan ákváðu nokkrir veiðifélagar úr Laxá í Aðaldal að hittast eina kvöld- stund hjá þeim heiðurshjónum og höfðingjum Gunnari og Mar- gréti og borða saman gæs. Þetta var upphaf hinnar árlegu gæsa- veislu, sem hefur verið haldin æ síðan. Á meðan Gunnar og Mar- grét bjuggu í Aðalstræti kom ekki til greina að halda veisluna annars staðar. Í nokkur ár eftir það var hún haldin á heimilum annarra félaga, en hin síðari ár í Vökuholti, veiðihúsinu við Laxá og tekur nú heila helgi. Á þess- um tíma hefur mikið vatn runnið til sjávar. Nýir félagar hafa bæst í hópinn og Mokveiðifélag- ið fast í rassi varð til. Allnokkrir laxar hafa veiðst, margar gæsir matreiddar og borðaðar, brids spilað, nýjar og gamlar sögur sagðar og alltaf mikið hlegið. Stóran þátt í gleðinni átti Gunn- ar, sem með glaðværð sinni og skemmtilegum tilsvörum lífgaði upp á allt í kringum sig. Gunnar þekkti Laxá eins og lófann á sér, enda búinn að stunda þar veiðar frá unga aldri. Þau Margrét voru dugleg við veiðarnar, eins og annað sem þau tóku sér fyrir hendur, og veiddu vel. Það kom sér vel fyrir þau, þegar Helga og Þorleifur gengu í félagið. Það létti róður og svo var gott að senda „krakkaskrattana“ út að veiða, ef „þau gömlu“ vildu lúra aðeins lengur á morgnana. Gunnar gat verið snöggur upp á lagið í veið- inni eins og annars staðar. Eitt sinn var hann með félögunum við Höfðahyl, þar sem minnis- merki stendur um Jakob Haf- stein og stærsta laxinn, sem veiðst hefur í Laxá, 36 pund. Gunnar kastaði í hylinn og setti í lax. Hann sagði um leið hátt og snjallt: „Þessi er að minnsta kosti 36 pund.“ Svo landaði hann laxinum, hrygnu, sleppti henni jafnharðan og hvorki vigt- aði hana né mældi. Ein saga af Gunnari er sögð í hverri gæsaveislu og hverjum veiðitúr, stundum oftar en einu sinni. Þetta var reyndar fyrir tíma Mokveiðifélagsins og Gunnar var við ána síðari hluta dags með félögunum. Hann tók með sér nesti eins og oft áður, en svo bar þó við í þetta sinn, að kvöldið áður hafði kokkurinn eldað kótilettur í raspi. Með sínu lagi tókst Gunnari að fá af- ganga í nesti. Kótilettur í eitt box og rabarbarasultu í annað. Þegar leið á daginn settist Gunnar upp í bíl og tók upp nestið. Þar sem hann sat í mak- indum sínum, dýfandi kótilett- um í rabarbarasultu, kom Mar- grét óvænt í heimsókn. Hún las Gunnari sínum pistilinn, því þetta var fæði, sem hún taldi á bannlista fyrir hann. Þar með var draumurinn búinn og aldrei slíku vant kom Gunnar ekki einu sinni upp orði. Með sömu lagni og hann fékk kótilettur í nesti, fékk hann kokkinn til að setja „snísel“ á matseðilinn fyrir Mokveiðifélagið og það stendur. Þetta er aðeins brotabrot af sögum, sem hægt er að segja af Gunnari, en látum þetta nægja. Við heyrum Gunnar ekki oft- ar ganga léttum skrefum inn í stofuna í Vökuholti, blístra lágt og heilsa með orðunum: „Halló bátar, halló skip, hver var að kalla á Narfa?“ Við eigum eftir að sakna þess. Við eigum eftir að sakna Gunnars, en við eigum hafsjó minninga um góðan dreng með glettinn svip, sem verður minnst í gæsaveislum og veiðiferðum framtíðarinnar. Kæra Margrét og fjölskylda, við Mokveiðifélagar vottum ykkur samúð og biðjum góðan Guð að vera með ykkur. Júlíus Björnsson, yfirliði. Gunnar Sólnes  Fleiri minningargreinar um Gunnar Sólnes bíða birt- ingar og munu birtast í blað- inu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.